Ótrúlegur fjöldi umsókna um miða á HM kemur KSÍ í opna skjöldu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2018 12:00 Vísir/Getty Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið hafi ekki fengið svör við fyrirspurnum sínum til FIFA vegna gríðarlegs fjölda miðaumsókna frá Íslendingum fyrir HM næsta sumar. Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolta.net, hafði samband við FIFA í gær eftir að lokað var fyrir miðasölu á HM í Rússlandi. Fékk hann þau svör frá starfsmanni FIFA að Íslendingar hefðu sótt um 52.899 miða. Þessar upplýsingar hefur KSÍ ekki fengið staðfestar frá FIFA og viðurkenndi Klara í samtali við Vísi að tölurnar kæmu henni mjög á óvart. „Þetta er rosalega há tala og höfum við óskað eftir skýringum. Við grunum ekki að einhver sé að svindla en þetta eru það háar tölur að við viljum fá nánari svör,“ sagði Klara. Sem dæmi má nefna sóttu Íslendingar um fleiri miða en Frakkar, þar sem um 67 milljónir búa. „Þetta hljómar einkennilega og við höfum helst áhyggjur af því að Íslendingar hafi verið að leggja inn margar pantanir fyrir miðum. FIFA áskilur sér rétt til að ógilda margfaldar umsóknir og það veldur okkur smá áhyggjum. Þetta gæti verið hluti af skýringunni.“ Íslendingar fá um átta prósent miðanna á hvern leikja sinna í keppnninni og því ljóst að aðeins lítill hluti af þeim sem sóttu um miða munu fá, ef marka má áðurnefndar tölur. Opnað verður fyrir næsta miðasöluglugga þann 13. mars og mun KSÍ birta upplýsingar um hann þegar nær dregur. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir KSÍ vill skýringar á fjölda umsókna íslenskra stuðningsmanna Samkvæmt tölum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, sóttu Íslendingar um 53 þúsund miða á lokakeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi næsta sumar. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur beðið FIFA um skýringar á þessum fjölda umsókna frá Íslandi 31. janúar 2018 19:15 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið hafi ekki fengið svör við fyrirspurnum sínum til FIFA vegna gríðarlegs fjölda miðaumsókna frá Íslendingum fyrir HM næsta sumar. Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolta.net, hafði samband við FIFA í gær eftir að lokað var fyrir miðasölu á HM í Rússlandi. Fékk hann þau svör frá starfsmanni FIFA að Íslendingar hefðu sótt um 52.899 miða. Þessar upplýsingar hefur KSÍ ekki fengið staðfestar frá FIFA og viðurkenndi Klara í samtali við Vísi að tölurnar kæmu henni mjög á óvart. „Þetta er rosalega há tala og höfum við óskað eftir skýringum. Við grunum ekki að einhver sé að svindla en þetta eru það háar tölur að við viljum fá nánari svör,“ sagði Klara. Sem dæmi má nefna sóttu Íslendingar um fleiri miða en Frakkar, þar sem um 67 milljónir búa. „Þetta hljómar einkennilega og við höfum helst áhyggjur af því að Íslendingar hafi verið að leggja inn margar pantanir fyrir miðum. FIFA áskilur sér rétt til að ógilda margfaldar umsóknir og það veldur okkur smá áhyggjum. Þetta gæti verið hluti af skýringunni.“ Íslendingar fá um átta prósent miðanna á hvern leikja sinna í keppnninni og því ljóst að aðeins lítill hluti af þeim sem sóttu um miða munu fá, ef marka má áðurnefndar tölur. Opnað verður fyrir næsta miðasöluglugga þann 13. mars og mun KSÍ birta upplýsingar um hann þegar nær dregur.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir KSÍ vill skýringar á fjölda umsókna íslenskra stuðningsmanna Samkvæmt tölum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, sóttu Íslendingar um 53 þúsund miða á lokakeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi næsta sumar. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur beðið FIFA um skýringar á þessum fjölda umsókna frá Íslandi 31. janúar 2018 19:15 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Sjá meira
KSÍ vill skýringar á fjölda umsókna íslenskra stuðningsmanna Samkvæmt tölum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, sóttu Íslendingar um 53 þúsund miða á lokakeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi næsta sumar. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur beðið FIFA um skýringar á þessum fjölda umsókna frá Íslandi 31. janúar 2018 19:15