BMW ætlar að ná Benz árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2018 10:45 Sala BMW í fyrra var 2,09 milljónir bíla en Benz 2,29 milljónir. Það svíður greinilega sárt í höfuðstöðvum BMW að sjá Mercedes Benz selja fleiri bíla en BMW annað árið í röð í fyrra og segja forsvarsmenn BMW að fyrirtækið ætli að selja fleiri bíla en Benz strax árið 2020. Það ætlar BMW að gera með kynningu á mörgum nýjum bílgerðum sem muni draga viðskiptavini aftur frá helstu keppinautum BMW. BMW var söluhæsti lúxusbílasali heimsins í 10 ár í röð en árið 2016 komst Mercedes Benz uppfyrir BMW í fjölda seldra bíla á árinu og endurtók leikinn með enn meiri mun í fyrra. Í fyrra náði BMW 4,4% vexti í sölu á milli ára, en Benz 9,9% söluaukningu. Sala BMW var 2,09 milljónir bíla en Benz 2,29. Það var helst gríðarleg aukning í sölu Benz bíla í Kína sem jók heildarsöluna svo mikið. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Það svíður greinilega sárt í höfuðstöðvum BMW að sjá Mercedes Benz selja fleiri bíla en BMW annað árið í röð í fyrra og segja forsvarsmenn BMW að fyrirtækið ætli að selja fleiri bíla en Benz strax árið 2020. Það ætlar BMW að gera með kynningu á mörgum nýjum bílgerðum sem muni draga viðskiptavini aftur frá helstu keppinautum BMW. BMW var söluhæsti lúxusbílasali heimsins í 10 ár í röð en árið 2016 komst Mercedes Benz uppfyrir BMW í fjölda seldra bíla á árinu og endurtók leikinn með enn meiri mun í fyrra. Í fyrra náði BMW 4,4% vexti í sölu á milli ára, en Benz 9,9% söluaukningu. Sala BMW var 2,09 milljónir bíla en Benz 2,29. Það var helst gríðarleg aukning í sölu Benz bíla í Kína sem jók heildarsöluna svo mikið.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira