Fyrirsætuferill hinnar sjötugu Maye Musk ekki verið blómlegri í fimmtíu ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2018 23:30 May Musk sést hér ganga eftir tískupöllunum á tískuvikunni í New York í byrjun september í fyrra. Vísir/AFP Fyrirsætan Maye Musk, sem fagnar sjötugsafmæli sínu í apríl næstkomandi, segist aldrei hafa haft jafnmikið að gera og um þessar mundir. Musk hefur setið fyrir á forsíðum fjölmargra tímarita á liðnu ári og verið andlit snyrtivörufyrirtæksins CoverGirl, þrátt fyrir að vera töluvert eldri en flestar fyrirsætur í bransanum. Musk hóf feril sinn sem fyrirsæta í Suður-Afríku, fimmtán ára gömul. Hún sagði þó tímabundið skilið við fyrirsætustörfin en Musk er næringarfræðingur að mennt og hefur lokið tveimur meistaragráðum. Þá kannast eflaust margir við eftirnafn hennar en Musk er móðir milljarðamæringsins og uppfinningamannsins Elons Musk. Eldri fyrirsætur virðast eiga upp á pallborðið hjá lesendum tískutímarita og Instagram-notenda um þessar mundir, að því er fram kemur í umfjöllun BBC um málið. Musk notfærir sér sjálf samfélagsmiðla til að koma sér á framfæri og deilir reglulega myndum af sér með fylgjendum sínum, sem eru um 90 þúsund talsins.Mæðginin May og Elon Musk.Vísir/AFP„Samkeppnin er ekki eins hörð þegar þú ert eldri, en framboð af störfum er líka minna,“ segir Musk í samtali við BBC. „Ef þú leggur hart að þér og deilir afrakstri erfiðisins þá geturðu aflað þér fylgjenda.“ Musk segir enn fremur náttúrulega, hvíta hárlit sinn hafa hjálpað sér að festa sig í sessi innan tískuheimsins. Á liðnu ári sat Musk fyrir á forsíðum tímaríta á borð við New York Magazine, Elle í Kanada og kóreska Vogue. Þá er hún elsta fyrirsætan sem ráðin hefur verið sem andlit snyrtivörufyrirtækisins CoverGirl í Bandaríkjunum. Einhverjir tískuspekingar, sem BBC náði tali af, telja eldri fyrirsætur á borð við Musk komnar til að vera. Aðrir segja þó að um tískubólu sé að ræða og aldurinn muni brátt jafnast út að nýju. Maye Musk á, eins og áður sagði, 50 ára fyrirsætuferil að baki og komst í úrslit Ungfrú Suður-Afríku-keppninnar árið 1969. Ári síðar giftist hún suður-afríska verkfræðingnum Errol Musk og átti með honum þrjú börn, Kimbal, Tosca og téðan Elon.Musk fór með hlutverk í tónlistarmyndbandi stjórstjörnunnar Beyoncé við lagið Haunted sem kom út árið 2014. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Dularfullt ljós á himni“ reyndist eldflaug SpaceX Flauginni var skotið á loft síðdegis í gær og myndaði sérstaklega áberandi rák á himni. 23. desember 2017 10:21 Vika í skot öflugustu eldflaugar heims Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, sagði á Twitter í gær að tilraunin hefði gengið vel til stæði að skjóta eldflauginni á loft eftir um það bil viku. 25. janúar 2018 10:15 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira
Fyrirsætan Maye Musk, sem fagnar sjötugsafmæli sínu í apríl næstkomandi, segist aldrei hafa haft jafnmikið að gera og um þessar mundir. Musk hefur setið fyrir á forsíðum fjölmargra tímarita á liðnu ári og verið andlit snyrtivörufyrirtæksins CoverGirl, þrátt fyrir að vera töluvert eldri en flestar fyrirsætur í bransanum. Musk hóf feril sinn sem fyrirsæta í Suður-Afríku, fimmtán ára gömul. Hún sagði þó tímabundið skilið við fyrirsætustörfin en Musk er næringarfræðingur að mennt og hefur lokið tveimur meistaragráðum. Þá kannast eflaust margir við eftirnafn hennar en Musk er móðir milljarðamæringsins og uppfinningamannsins Elons Musk. Eldri fyrirsætur virðast eiga upp á pallborðið hjá lesendum tískutímarita og Instagram-notenda um þessar mundir, að því er fram kemur í umfjöllun BBC um málið. Musk notfærir sér sjálf samfélagsmiðla til að koma sér á framfæri og deilir reglulega myndum af sér með fylgjendum sínum, sem eru um 90 þúsund talsins.Mæðginin May og Elon Musk.Vísir/AFP„Samkeppnin er ekki eins hörð þegar þú ert eldri, en framboð af störfum er líka minna,“ segir Musk í samtali við BBC. „Ef þú leggur hart að þér og deilir afrakstri erfiðisins þá geturðu aflað þér fylgjenda.“ Musk segir enn fremur náttúrulega, hvíta hárlit sinn hafa hjálpað sér að festa sig í sessi innan tískuheimsins. Á liðnu ári sat Musk fyrir á forsíðum tímaríta á borð við New York Magazine, Elle í Kanada og kóreska Vogue. Þá er hún elsta fyrirsætan sem ráðin hefur verið sem andlit snyrtivörufyrirtækisins CoverGirl í Bandaríkjunum. Einhverjir tískuspekingar, sem BBC náði tali af, telja eldri fyrirsætur á borð við Musk komnar til að vera. Aðrir segja þó að um tískubólu sé að ræða og aldurinn muni brátt jafnast út að nýju. Maye Musk á, eins og áður sagði, 50 ára fyrirsætuferil að baki og komst í úrslit Ungfrú Suður-Afríku-keppninnar árið 1969. Ári síðar giftist hún suður-afríska verkfræðingnum Errol Musk og átti með honum þrjú börn, Kimbal, Tosca og téðan Elon.Musk fór með hlutverk í tónlistarmyndbandi stjórstjörnunnar Beyoncé við lagið Haunted sem kom út árið 2014. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Dularfullt ljós á himni“ reyndist eldflaug SpaceX Flauginni var skotið á loft síðdegis í gær og myndaði sérstaklega áberandi rák á himni. 23. desember 2017 10:21 Vika í skot öflugustu eldflaugar heims Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, sagði á Twitter í gær að tilraunin hefði gengið vel til stæði að skjóta eldflauginni á loft eftir um það bil viku. 25. janúar 2018 10:15 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira
„Dularfullt ljós á himni“ reyndist eldflaug SpaceX Flauginni var skotið á loft síðdegis í gær og myndaði sérstaklega áberandi rák á himni. 23. desember 2017 10:21
Vika í skot öflugustu eldflaugar heims Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, sagði á Twitter í gær að tilraunin hefði gengið vel til stæði að skjóta eldflauginni á loft eftir um það bil viku. 25. janúar 2018 10:15