Ætla að verja gagnasendingar með lykilorði eftir Söngvakeppnisleka Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2018 16:40 Daði Freyr hafnaði í öðru sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra. vísir/andri marínó Síðastliðið föstudagskvöld stóð til að svipta hulunni af lögunum og flytjendum sem taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Einhverjum klukkutímum fyrir útsendinguna höfðu þó heiti laganna og nöfn flytjenda verið birt á erlendum vefsíðum. Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV, sagði í samtali við Vísi á föstudag að RÚV ætlaði sér að rannsaka hvernig listinn yfir lög og flytjendur gat lekið út. Strax hafði vaknað sá grunur að einhver hefði komist í tölvupóstsamskipti þeirra sem sjá um skipulagningu Söngvakeppninnar. Um var að ræða tengla á Dropbox-vefhýsingu þar sem upplýsingarnar voru geymdar. Listanum yfir lög og flytjendum var ekki einungis lekið heldur hafði einhver sett nokkur laganna inn á vef YouTube, en RÚV lét taka þau út skömmu síðar. Birna sagði listann fyrst hafa birst á rússneskum samfélagsmiðli og þess vegna vaknaði sá grunur að erlendur aðili bæri ábyrgð á lekanum og hann hefði mögulega komist í tölvupóstsamskiptin. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest en Birna Ósk segir í samtali við Vísi í dag að vefkerfi Ríkisútvarpsins sé óhult og enginn hafi komist inn á það. Ef skipst verður frekar á gögnum í gegnum deilisíður á borð við Dropbox þá verða þau varin með lykilorði svo þetta endurtaki sig ekki, en gögnin sem láku út voru óvarin. „Skiptigögnin voru ekki nógu vel varin hjá okkur. Það eru mistök og einhver komst inn í það. Það eru ekki góð vinnubrögð og við þurfum að laga það,“ segir Birna. Hún sagði að sem betur fer hafi ekki verið um trúnaðargögn að ræða sem einhver gat beðið skaða af. Birna segist þó einnig sjá málið í því ljósi að áhuginn erlendis frá á Söngvakeppninni sé það mikill að einhver sé reiðubúinn að leggja þetta á sig til að komast yfir lögin sem verða í keppninni í ár. Fyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppnin fer fram 10. og 17. febrúar í Háskólabíó þar sem þrjú lög komast áfram í úrslitin sem fara fram 3. mars í Laugardalshöll. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal í maí. Eurovision Tengdar fréttir Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2018 Einvala lið listamanna tekur þátt í söngvakeppninni 2018. 19. janúar 2018 20:15 RÚV rannsakar leka sem tengist Söngvakeppninni Grunur um að einhver hafi komist í tölvupóstsendingar. 19. janúar 2018 18:27 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
Síðastliðið föstudagskvöld stóð til að svipta hulunni af lögunum og flytjendum sem taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Einhverjum klukkutímum fyrir útsendinguna höfðu þó heiti laganna og nöfn flytjenda verið birt á erlendum vefsíðum. Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV, sagði í samtali við Vísi á föstudag að RÚV ætlaði sér að rannsaka hvernig listinn yfir lög og flytjendur gat lekið út. Strax hafði vaknað sá grunur að einhver hefði komist í tölvupóstsamskipti þeirra sem sjá um skipulagningu Söngvakeppninnar. Um var að ræða tengla á Dropbox-vefhýsingu þar sem upplýsingarnar voru geymdar. Listanum yfir lög og flytjendum var ekki einungis lekið heldur hafði einhver sett nokkur laganna inn á vef YouTube, en RÚV lét taka þau út skömmu síðar. Birna sagði listann fyrst hafa birst á rússneskum samfélagsmiðli og þess vegna vaknaði sá grunur að erlendur aðili bæri ábyrgð á lekanum og hann hefði mögulega komist í tölvupóstsamskiptin. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest en Birna Ósk segir í samtali við Vísi í dag að vefkerfi Ríkisútvarpsins sé óhult og enginn hafi komist inn á það. Ef skipst verður frekar á gögnum í gegnum deilisíður á borð við Dropbox þá verða þau varin með lykilorði svo þetta endurtaki sig ekki, en gögnin sem láku út voru óvarin. „Skiptigögnin voru ekki nógu vel varin hjá okkur. Það eru mistök og einhver komst inn í það. Það eru ekki góð vinnubrögð og við þurfum að laga það,“ segir Birna. Hún sagði að sem betur fer hafi ekki verið um trúnaðargögn að ræða sem einhver gat beðið skaða af. Birna segist þó einnig sjá málið í því ljósi að áhuginn erlendis frá á Söngvakeppninni sé það mikill að einhver sé reiðubúinn að leggja þetta á sig til að komast yfir lögin sem verða í keppninni í ár. Fyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppnin fer fram 10. og 17. febrúar í Háskólabíó þar sem þrjú lög komast áfram í úrslitin sem fara fram 3. mars í Laugardalshöll. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal í maí.
Eurovision Tengdar fréttir Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2018 Einvala lið listamanna tekur þátt í söngvakeppninni 2018. 19. janúar 2018 20:15 RÚV rannsakar leka sem tengist Söngvakeppninni Grunur um að einhver hafi komist í tölvupóstsendingar. 19. janúar 2018 18:27 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2018 Einvala lið listamanna tekur þátt í söngvakeppninni 2018. 19. janúar 2018 20:15
RÚV rannsakar leka sem tengist Söngvakeppninni Grunur um að einhver hafi komist í tölvupóstsendingar. 19. janúar 2018 18:27