Þjálfarinn sem áreitti Hólmfríði kynferðislega heldur starfinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. janúar 2018 08:45 Hólmfríður Magnúsdóttir kom upp um þjálfarann. vísir/stefán Norski fótboltaþjálfarinn sem áreitti íslensku landsliðskonuna Hólmfríði Magnúsdóttur kynferðislega verður ekki rekinn úr núverandi þjálfarastarfi sínu en þetta kemur fram í frétt norska blaðsins Verdens Gang. Mál Hólmfríðar tengist fyrra starfi Norðmannsins og ætlar núverandi vinnuveitandi hans að halda honum í starfi þrátt fyrir að vita hvað hann hefur gert af sér. Í skriflegu svari til VG segir formaður fótboltafélagsins þar sem hann starfar núna að málið hafi verið rætt á stjórnarfundi þar sem einhugur ríkti um að grípa ekki til aðgerða. Sagt er að ekki hafi verið kvartað yfir honum í núverandi starfi. Hólmfríður, sem spilað hefur ríflega 100 landsleiki fyrir Ísland og farið á þrjú stórmót, er ein 62 íþróttakvenna sem sagði sögu sína í tengslum við herferðina #meetoo þegar að íþróttakonur birtu sögur sínar í síðustu viku. Þjálfarinn sem um ræðir lagði Hólmfríði í einelti, öskraði á hana á æfingum en þess á milli hringt og sent skilaboð. Hann hafi ítrekað óskað eftir því að hitta hana og heimsækja. Hann sendi Hólmfríði einnig óviðeigandi myndir og myndbönd af sjálfum sér. Hún segir einnig frá afar óviðeigandi hegðun hans eftir að hann hafði hringt í hana á föstudegi. „Ég vill ekki halda of lengi utan um þig, þá verð ég graður,“ sagði þjálfarinn meðal annars við íslensku landsliðskonuna en frétt um sögu Hólmfríðar má lesa hérna. Hólmfríður fór að taka upp símtöl frá þjálfaranum og sendi á stjórn þáverandi félags. Það varð til þess að hann var rekinn en þessi umræddi þjálfari hefur þjálfað 17 lið í Noregi og aldrei haldist í vinnu lengur en hálft annað ár. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Norski fótboltaþjálfarinn sem áreitti íslensku landsliðskonuna Hólmfríði Magnúsdóttur kynferðislega verður ekki rekinn úr núverandi þjálfarastarfi sínu en þetta kemur fram í frétt norska blaðsins Verdens Gang. Mál Hólmfríðar tengist fyrra starfi Norðmannsins og ætlar núverandi vinnuveitandi hans að halda honum í starfi þrátt fyrir að vita hvað hann hefur gert af sér. Í skriflegu svari til VG segir formaður fótboltafélagsins þar sem hann starfar núna að málið hafi verið rætt á stjórnarfundi þar sem einhugur ríkti um að grípa ekki til aðgerða. Sagt er að ekki hafi verið kvartað yfir honum í núverandi starfi. Hólmfríður, sem spilað hefur ríflega 100 landsleiki fyrir Ísland og farið á þrjú stórmót, er ein 62 íþróttakvenna sem sagði sögu sína í tengslum við herferðina #meetoo þegar að íþróttakonur birtu sögur sínar í síðustu viku. Þjálfarinn sem um ræðir lagði Hólmfríði í einelti, öskraði á hana á æfingum en þess á milli hringt og sent skilaboð. Hann hafi ítrekað óskað eftir því að hitta hana og heimsækja. Hann sendi Hólmfríði einnig óviðeigandi myndir og myndbönd af sjálfum sér. Hún segir einnig frá afar óviðeigandi hegðun hans eftir að hann hafði hringt í hana á föstudegi. „Ég vill ekki halda of lengi utan um þig, þá verð ég graður,“ sagði þjálfarinn meðal annars við íslensku landsliðskonuna en frétt um sögu Hólmfríðar má lesa hérna. Hólmfríður fór að taka upp símtöl frá þjálfaranum og sendi á stjórn þáverandi félags. Það varð til þess að hann var rekinn en þessi umræddi þjálfari hefur þjálfað 17 lið í Noregi og aldrei haldist í vinnu lengur en hálft annað ár.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00
Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00