Myndband af af sýnikennslu Lollu og Lúðvíks lögmanns: „Það þarf meira til en þetta til þess að eyðileggja þorrablót Stjörnunnar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2018 20:15 Atriði þeirra Lollu og Lúðvíks var rétt áður en sala happdrættismiða og átti að sýna hvernig hægt væri að tæma vasana með sem hröðustum hætti. Lúðvík Steinarsson, lögmaður og formaður þorrablótsnefndar Stjörnunnar, segir að það þurfi meira til en að detta beint á hausinn til þess að eyðileggja blótið.Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í dag missti Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkona og veislustjóri þorrablótsins, eða Lolla eins og hún er oft kölluð, lögmanninn þegar þau sýndu æft atriði á þorrablótinu síðastliðinn föstudag rétt áður en sala happdrættismiða hófst. Lúðvík ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var beðinn um að lýsa byltunni á blótinu. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta bara einfalt . Hún ætlaði að snúa mér á hvolf og hrista peninga úr vösunum á mér þannig að ég var búinn að birgja mig upp með klinki í öllum vösum og þegar ég sný á hvolf þá er hún að ganga aðeins um sviðið og fæturnir bara gefa sig. Þó að ég hafi verið léttur þá var ég greinilega þyngri en á æfingunni þannig að þetta fór ekki nógu vel,“ sagði Lúðvík. Hann sagði að þetta hefði ekki verið mjög hátt fall þar Lolla hefði haldið honum upp fyrir hnésbæturnar á sjálfri sér. „En ég get náttúrulega ekki borið hönd fyrir höfuð mér. Ég er búinn að sjá myndband af þessu og það er fært í stílinn að hún hafi stigið á skyrtuna á mér,“ sagði Lúðvík en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.Lúðvík fékk smá högg auk þess sem það kom smá högg á hálsinn. Hann er óbrotinn og kveðst smá lemstraður eftir fallið. Hann fór ekki beint á slysadeild eftir að hafa fallið úr höndum Lollu heldur kláraði auðvitað þorrablótið. Aðspurður hvort þetta hafi eyðilagt fyrir honum kvöldið sagði Lúðvík léttur í bragði: „Það þarf meira til en þetta til þess að eyðileggja þorrablót Stjörnunnar.“ Hlusta má á viðtalið við Lúðvík í Bítinu í morgun í spilaranum hér fyrir neðan. Þorrablót Tengdar fréttir Lögmaðurinn Lúðvík á batavegi eftir útreið frá Lollu Óheppilegt atvik átti sér stað á þorrablóti Stjörnunnar síðasta föstudag þegar áhættuatriði veislustjórans og formanns þorrablótsnefndar fór úrskeiðis. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilar ánægðara starfsfólki Menning Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Hundar í sokkabuxum Harmageddon Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Stefna á að koma til Íslands í janúar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Lúðvík Steinarsson, lögmaður og formaður þorrablótsnefndar Stjörnunnar, segir að það þurfi meira til en að detta beint á hausinn til þess að eyðileggja blótið.Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í dag missti Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkona og veislustjóri þorrablótsins, eða Lolla eins og hún er oft kölluð, lögmanninn þegar þau sýndu æft atriði á þorrablótinu síðastliðinn föstudag rétt áður en sala happdrættismiða hófst. Lúðvík ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var beðinn um að lýsa byltunni á blótinu. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta bara einfalt . Hún ætlaði að snúa mér á hvolf og hrista peninga úr vösunum á mér þannig að ég var búinn að birgja mig upp með klinki í öllum vösum og þegar ég sný á hvolf þá er hún að ganga aðeins um sviðið og fæturnir bara gefa sig. Þó að ég hafi verið léttur þá var ég greinilega þyngri en á æfingunni þannig að þetta fór ekki nógu vel,“ sagði Lúðvík. Hann sagði að þetta hefði ekki verið mjög hátt fall þar Lolla hefði haldið honum upp fyrir hnésbæturnar á sjálfri sér. „En ég get náttúrulega ekki borið hönd fyrir höfuð mér. Ég er búinn að sjá myndband af þessu og það er fært í stílinn að hún hafi stigið á skyrtuna á mér,“ sagði Lúðvík en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.Lúðvík fékk smá högg auk þess sem það kom smá högg á hálsinn. Hann er óbrotinn og kveðst smá lemstraður eftir fallið. Hann fór ekki beint á slysadeild eftir að hafa fallið úr höndum Lollu heldur kláraði auðvitað þorrablótið. Aðspurður hvort þetta hafi eyðilagt fyrir honum kvöldið sagði Lúðvík léttur í bragði: „Það þarf meira til en þetta til þess að eyðileggja þorrablót Stjörnunnar.“ Hlusta má á viðtalið við Lúðvík í Bítinu í morgun í spilaranum hér fyrir neðan.
Þorrablót Tengdar fréttir Lögmaðurinn Lúðvík á batavegi eftir útreið frá Lollu Óheppilegt atvik átti sér stað á þorrablóti Stjörnunnar síðasta föstudag þegar áhættuatriði veislustjórans og formanns þorrablótsnefndar fór úrskeiðis. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilar ánægðara starfsfólki Menning Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Hundar í sokkabuxum Harmageddon Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Stefna á að koma til Íslands í janúar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Lögmaðurinn Lúðvík á batavegi eftir útreið frá Lollu Óheppilegt atvik átti sér stað á þorrablóti Stjörnunnar síðasta föstudag þegar áhættuatriði veislustjórans og formanns þorrablótsnefndar fór úrskeiðis. 23. janúar 2018 06:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“