Einn besti árangur Ólafíu á LPGA eftir glæsilegan lokahring Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. janúar 2018 21:42 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og kollegar hennar fengu ekkert draumaveður á Paradísareyju. Þrátt fyrir það spilaði Ólafía mjög vel í dag. mynd/golf.is/gabe roux Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Pure Silk LPGA mótinu í golfi á einu höggi undir pari eftir virkilega vel spilaðan lokahring. Ólafía spilaði fyrstu níu holurnar í dag á tveimur höggum undir pari og kláraði svo seinni níu á þremur höggum undir pari, fór hringinn því samanlagt á 68 höggum, eða fimm höggum undir pari. Fyrir lokahringinn var Ólafía samtals á fjórum höggum yfir pari í mótinu og kláraði mótið því á einu höggi undir pari. Hún lék mjög stöðugt golf í dag, fékk fimm fugla og þrettán pör, slapp alveg við skolla. Þessi flotta spilamenska skilaði henni í 23. - 28. sæti mótsins, en enn eiga þó nokkrir kylfingar eftir að ljúka leik og því ekki úrséð hver lokastaða Ólafíu verður á mótinu. Ólafía náði aðeins þrisvar sinnum að enda á meðal 30 efstu kylfinga á LPGA mótaröðinni á síðasta tímabili og því byrjar hún nýtt tímabil með trompi. Árangurinn mun líklegast skila Ólafíu verðlaunafé á bilinu 10-15 þúsund dollara. Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Pure Silk LPGA mótinu í golfi á einu höggi undir pari eftir virkilega vel spilaðan lokahring. Ólafía spilaði fyrstu níu holurnar í dag á tveimur höggum undir pari og kláraði svo seinni níu á þremur höggum undir pari, fór hringinn því samanlagt á 68 höggum, eða fimm höggum undir pari. Fyrir lokahringinn var Ólafía samtals á fjórum höggum yfir pari í mótinu og kláraði mótið því á einu höggi undir pari. Hún lék mjög stöðugt golf í dag, fékk fimm fugla og þrettán pör, slapp alveg við skolla. Þessi flotta spilamenska skilaði henni í 23. - 28. sæti mótsins, en enn eiga þó nokkrir kylfingar eftir að ljúka leik og því ekki úrséð hver lokastaða Ólafíu verður á mótinu. Ólafía náði aðeins þrisvar sinnum að enda á meðal 30 efstu kylfinga á LPGA mótaröðinni á síðasta tímabili og því byrjar hún nýtt tímabil með trompi. Árangurinn mun líklegast skila Ólafíu verðlaunafé á bilinu 10-15 þúsund dollara.
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira