Finnur alltaf fyrir stórmótsfiðringi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. janúar 2018 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er kominn aftur á upphafsreitinn, þar sem langur og glæsilegur ferill hans á stórmótum hófst. Guðjón Valur var tvítugur leikmaður KA þegar Þorbjörn Jensson valdi hann í íslenska landsliðshópinn fyrir EM í Króatíu árið 2000. EM, sem hefst í dag, fer einnig fram í Króatíu að þessu sinni. Og það er 21. stórmót Guðjóns Vals. Geri aðrir betur. „Mér finnst ekkert sérstakt að koma hingað aftur því ég hef oft spilað hérna með mínum félagsliðum í Meistaradeildinni. En þegar maður horfir til baka og hversu langyngstur ég var þá, það setur þetta í annað samhengi. Manni finnst maður ekki vera kominn á síðustu metrana. Ég er bara þakklátur og glaður að fá að vera hérna,“ sagði Guðjón Valur sem finnur alltaf fyrir fiðringi fyrir fyrsta leik á stórmóti. „Í hvert einasta skipti. Það er engin lygi. Hugsunin sem þú verður að temja þér er að það er bara næsti dagur sem telur. Það sem maður gerði fyrir einhverjum árum, og í mínu tilfelli áratugum, hjálpar manni ekki.“ Guðjón Valur er sem kunnugt er nýbakaður heimsmethafi. Í vináttuleiknum gegn Þýskalandi á sunnudaginn skoraði hann sitt 1.798 landsliðsmark. Hann sló þar með met Ungverjans Péter Kovács yfir flest landsliðsmörk skoruð frá upphafi.Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið markahæstur í íslenska liðinu á sjö stórmótum í röð, eða frá EM 2012 sem fór fram í Serbíu.vísir/ernir„Ég er rosalega feginn að þetta sé búið,“ sagði Guðjón Valur. „Blaðamenn eru búnir að vera duglegir að halda þessu að manni og auðvitað er maður stoltur að eiga möguleika á að slá met. Það sem gleður mann enn meira eru viðbrögð strákanna. Við vorum mikið undir gegn Þýskalandi en þeir stóðu upp og samglöddust manni. Ég fæ enn gæsahúð að hugsa um það.“ Svíar eru andstæðingar Íslendinga í fyrsta leik á EM. Þjálfari þeirra er Kristján Andrésson, fyrrverandi samherji Guðjóns Vals í íslenska landsliðinu. Kristján tók við sænska liðinu haustið 2016 og undir hans stjórn endaði það í 6. sæti á HM 2017. „Hann er búinn að standa sig frábærlega sem þjálfari og gera merkilega hluti með þetta lið,“ sagði Guðjón Valur. „Það eru kannski ekki margir Íslendingar sem þekkja til þessa liðs en ungu strákarnir þeirra eru að fara í topplið í Þýskalandi. Þetta eru góðir handboltamenn og með þjálfara sem hefur gert mjög skemmtilegt lið úr þessu,“ sagði landsliðsfyrirliðinn sem deilir stöðu vinstri hornamanns hjá Rhein-Neckar Löwen með sænska ungstirninu Jerry Tollbring. Þrátt fyrir að árangurinn gegn Svíum hafi verið misjafn í gegnum tíðina segir Guðjón Valur alltaf skemmtilegt að spila á móti þeim. „Það er ótrúlega gaman fyrir okkur Íslendinga að spila við Svía, Norðmenn og Dani. Það var alltaf þessi Svíagrýla en svo tókst okkur að leggja hana. Það eru hæðir og lægðir í þessu og þeir eru núna á hraðri uppleið eftir nokkur mögur ár. Það verður gaman að eiga við þá. Ég hlakka mikið til,“ sagði Guðjón Valur að lokum. EM 2018 í handbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er kominn aftur á upphafsreitinn, þar sem langur og glæsilegur ferill hans á stórmótum hófst. Guðjón Valur var tvítugur leikmaður KA þegar Þorbjörn Jensson valdi hann í íslenska landsliðshópinn fyrir EM í Króatíu árið 2000. EM, sem hefst í dag, fer einnig fram í Króatíu að þessu sinni. Og það er 21. stórmót Guðjóns Vals. Geri aðrir betur. „Mér finnst ekkert sérstakt að koma hingað aftur því ég hef oft spilað hérna með mínum félagsliðum í Meistaradeildinni. En þegar maður horfir til baka og hversu langyngstur ég var þá, það setur þetta í annað samhengi. Manni finnst maður ekki vera kominn á síðustu metrana. Ég er bara þakklátur og glaður að fá að vera hérna,“ sagði Guðjón Valur sem finnur alltaf fyrir fiðringi fyrir fyrsta leik á stórmóti. „Í hvert einasta skipti. Það er engin lygi. Hugsunin sem þú verður að temja þér er að það er bara næsti dagur sem telur. Það sem maður gerði fyrir einhverjum árum, og í mínu tilfelli áratugum, hjálpar manni ekki.“ Guðjón Valur er sem kunnugt er nýbakaður heimsmethafi. Í vináttuleiknum gegn Þýskalandi á sunnudaginn skoraði hann sitt 1.798 landsliðsmark. Hann sló þar með met Ungverjans Péter Kovács yfir flest landsliðsmörk skoruð frá upphafi.Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið markahæstur í íslenska liðinu á sjö stórmótum í röð, eða frá EM 2012 sem fór fram í Serbíu.vísir/ernir„Ég er rosalega feginn að þetta sé búið,“ sagði Guðjón Valur. „Blaðamenn eru búnir að vera duglegir að halda þessu að manni og auðvitað er maður stoltur að eiga möguleika á að slá met. Það sem gleður mann enn meira eru viðbrögð strákanna. Við vorum mikið undir gegn Þýskalandi en þeir stóðu upp og samglöddust manni. Ég fæ enn gæsahúð að hugsa um það.“ Svíar eru andstæðingar Íslendinga í fyrsta leik á EM. Þjálfari þeirra er Kristján Andrésson, fyrrverandi samherji Guðjóns Vals í íslenska landsliðinu. Kristján tók við sænska liðinu haustið 2016 og undir hans stjórn endaði það í 6. sæti á HM 2017. „Hann er búinn að standa sig frábærlega sem þjálfari og gera merkilega hluti með þetta lið,“ sagði Guðjón Valur. „Það eru kannski ekki margir Íslendingar sem þekkja til þessa liðs en ungu strákarnir þeirra eru að fara í topplið í Þýskalandi. Þetta eru góðir handboltamenn og með þjálfara sem hefur gert mjög skemmtilegt lið úr þessu,“ sagði landsliðsfyrirliðinn sem deilir stöðu vinstri hornamanns hjá Rhein-Neckar Löwen með sænska ungstirninu Jerry Tollbring. Þrátt fyrir að árangurinn gegn Svíum hafi verið misjafn í gegnum tíðina segir Guðjón Valur alltaf skemmtilegt að spila á móti þeim. „Það er ótrúlega gaman fyrir okkur Íslendinga að spila við Svía, Norðmenn og Dani. Það var alltaf þessi Svíagrýla en svo tókst okkur að leggja hana. Það eru hæðir og lægðir í þessu og þeir eru núna á hraðri uppleið eftir nokkur mögur ár. Það verður gaman að eiga við þá. Ég hlakka mikið til,“ sagði Guðjón Valur að lokum.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira