Hyundai pallbíll á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 18. janúar 2018 10:29 Hinn laglegasti pallbíll frá Hyundai hér á ferð. Á teikniborðinu hjá Hyundai er nú nýr pallbíll sem í fyrstu verður beint að mörkuðum í Ástralíu og Asíu. Þessi nýi pallbíll verður ekki hugsaður fyrir stærsta pallbílamarkað heims í Bandaríkjunum, að minnsta kosti ekki í fyrstu. Annar pallbíll er hugsaður fyrir Ameríkumarkað og mun hann bera nafnið Santa Cruz og verða framleiddur í Alabama. Yfirhönnuður Hyundai og Kia, Peter Schreyer segir að bíllinn fyrir Ástralíu og Asíu verði einungis hannaður fyrir Hyundai og ekki er því von á afbrigði hans frá systurmerkinu Kia. Framleiðsla þessa laglega pallbíls mun þó ekki hefjast fyrr en árið 2021, svo fremi sem hann fái grænt ljós hjá yfirstjórn Hyundai. Það er ekki að spyrja að aflinu í Santa Cruz pallbílnum sem bandarískum kaupendum mun standa til boða, en hann mun líklega fá 3,3 lítra biturbo V6 vél sem skilar 365 hestöflum til allra hjólanna og togar 510 Nm. Þessa vél má einnig finna í Genesis G70 bílnum frá lúxusbíladeild Hyundai. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Á teikniborðinu hjá Hyundai er nú nýr pallbíll sem í fyrstu verður beint að mörkuðum í Ástralíu og Asíu. Þessi nýi pallbíll verður ekki hugsaður fyrir stærsta pallbílamarkað heims í Bandaríkjunum, að minnsta kosti ekki í fyrstu. Annar pallbíll er hugsaður fyrir Ameríkumarkað og mun hann bera nafnið Santa Cruz og verða framleiddur í Alabama. Yfirhönnuður Hyundai og Kia, Peter Schreyer segir að bíllinn fyrir Ástralíu og Asíu verði einungis hannaður fyrir Hyundai og ekki er því von á afbrigði hans frá systurmerkinu Kia. Framleiðsla þessa laglega pallbíls mun þó ekki hefjast fyrr en árið 2021, svo fremi sem hann fái grænt ljós hjá yfirstjórn Hyundai. Það er ekki að spyrja að aflinu í Santa Cruz pallbílnum sem bandarískum kaupendum mun standa til boða, en hann mun líklega fá 3,3 lítra biturbo V6 vél sem skilar 365 hestöflum til allra hjólanna og togar 510 Nm. Þessa vél má einnig finna í Genesis G70 bílnum frá lúxusbíladeild Hyundai.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira