Underworld á Sónar Reykjavík Stefán Árni Pálsson skrifar 19. janúar 2018 11:00 Sveitin stígur á sviðið 17.mars. Breska hljómsveitin Underworld er á leiðinni til Íslands og mun koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík laugardagskvöldið 17. mars í Hörpu. Tónleikarnir eru liður í 25 ára afmæli Sónar hátíðarinnar þar sem hátíðarhöldin hefjast í Reykjavík. Underworld er ein stærsta hljómsveit heims á sviði danstónlistar og á fáar sínar líkar þegar kemur að sviðsframkomu og sjónarspili á tónleikum. Því fengu Íslendingar að kynnast árið 1994 þegar sveitin kom fram í troðfullri Laugardalshöll á eftirminnilegum Debut tónleikum Bjarkar. Síðan hefur ferill og orðstír Underworld vaxið og var sveitin m.a. fengin til að koma fram á og leikstýra tónlistarþætti opnunarhátíðar Ólympíuleikana í London árið 2012. Hljómsveitin á að baki fjölmargar verðlaunaplötur og smelli á borð við Born Slippy, Push Upstairs, Dark & Long, Two Months Off, I Exhale, Jumbo og Cowgirl. Tónleikaplöturnar Everything, Everything (2000) og Live in Tokyo (2015) gera sveitinni góð skil á tónleikum á meðan safnplöturnar 1992-2012: The Anthology (2012) og A Collection 2 (2016) taka saman mörg þeirra vinsælustu lög. Underworld bætist í hóp þeirra listamanna og hljómsveita sem þegar hefur verið tilkynnt að komi fram á Sónar Reykjavík hátíðinni í ár. Meðal þeirra eru; Danny Brown (US), TOKiMONSTA (US), Lindström (NO), Nadia Rose (UK), Ben Frost (AU/IS), Lena Willikens (DE), Jlin (US), Denis Sulta (UK), Cassy b2b Yamaho (UK/IS), Kode9 x Köji Morimoto (UK/JP), Bad Gyal (ES), Lorenzo Senni (IT), Lafawndah (FR), Moor Mother (US), Bjarki, Högni, Hildur Guðnadóttir, Vök, Jói Pé x Króli, Joey Christ, Eva808, Blissful, Flóni og Reyjavíkurdætur. Sónar Reykjavík fer fram dagana 16. og 17. mars á fjórum sviðum í Hörpu. Alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Í kjölfar hátíðarinnar í Reykjavík fara Sónar hátíðir fram í Hong Kong, Istanbul, Barcelona, Bogotá og Buenos Aires. Tilkynnt hefur verið um að eftirtaldir listamenn komi fram á Sónar Reykjavik 2018: • - Underworld (UK) • - Danny Brown (US) • - TOKIMONSTA (US) • - Lindström (NO) • - Ben Frost (AU/IS) • - Nadia Rose (UK) • - Bjarki (IS) • - Lena Willikens (DE) • - Jlin (US) • - Denis Sulta (UK) • - Cassy b2b Yamaho (UK/IS) • - Kode9 x Kōji Morimoto AV (UK/JP) • - Högni (IS) • - Bad Gyal (ES) • - Hildur Guðnadóttir (IS) • - Moor Mother (US) • - Lorenzo Senni (IT) • - Lafawndah (FR) • - Reykjavíkurdætur (IS) • - Vök (IS) • - Eva808 (IS) • - JóiPé x Króli (IS) • - Blissful (IS) • - Joey Christ (IS) • - Flóni (IS) • - Jass (ES) • - Volruptus (IS) • - Kline (UK) • - serpentwithfeet (US) • - Yagia (IS) • - Mighty Bear (IS) Fleiri listamenn munu bætast við á næstu vikum. Sónar Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Sjá meira
Breska hljómsveitin Underworld er á leiðinni til Íslands og mun koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík laugardagskvöldið 17. mars í Hörpu. Tónleikarnir eru liður í 25 ára afmæli Sónar hátíðarinnar þar sem hátíðarhöldin hefjast í Reykjavík. Underworld er ein stærsta hljómsveit heims á sviði danstónlistar og á fáar sínar líkar þegar kemur að sviðsframkomu og sjónarspili á tónleikum. Því fengu Íslendingar að kynnast árið 1994 þegar sveitin kom fram í troðfullri Laugardalshöll á eftirminnilegum Debut tónleikum Bjarkar. Síðan hefur ferill og orðstír Underworld vaxið og var sveitin m.a. fengin til að koma fram á og leikstýra tónlistarþætti opnunarhátíðar Ólympíuleikana í London árið 2012. Hljómsveitin á að baki fjölmargar verðlaunaplötur og smelli á borð við Born Slippy, Push Upstairs, Dark & Long, Two Months Off, I Exhale, Jumbo og Cowgirl. Tónleikaplöturnar Everything, Everything (2000) og Live in Tokyo (2015) gera sveitinni góð skil á tónleikum á meðan safnplöturnar 1992-2012: The Anthology (2012) og A Collection 2 (2016) taka saman mörg þeirra vinsælustu lög. Underworld bætist í hóp þeirra listamanna og hljómsveita sem þegar hefur verið tilkynnt að komi fram á Sónar Reykjavík hátíðinni í ár. Meðal þeirra eru; Danny Brown (US), TOKiMONSTA (US), Lindström (NO), Nadia Rose (UK), Ben Frost (AU/IS), Lena Willikens (DE), Jlin (US), Denis Sulta (UK), Cassy b2b Yamaho (UK/IS), Kode9 x Köji Morimoto (UK/JP), Bad Gyal (ES), Lorenzo Senni (IT), Lafawndah (FR), Moor Mother (US), Bjarki, Högni, Hildur Guðnadóttir, Vök, Jói Pé x Króli, Joey Christ, Eva808, Blissful, Flóni og Reyjavíkurdætur. Sónar Reykjavík fer fram dagana 16. og 17. mars á fjórum sviðum í Hörpu. Alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Í kjölfar hátíðarinnar í Reykjavík fara Sónar hátíðir fram í Hong Kong, Istanbul, Barcelona, Bogotá og Buenos Aires. Tilkynnt hefur verið um að eftirtaldir listamenn komi fram á Sónar Reykjavik 2018: • - Underworld (UK) • - Danny Brown (US) • - TOKIMONSTA (US) • - Lindström (NO) • - Ben Frost (AU/IS) • - Nadia Rose (UK) • - Bjarki (IS) • - Lena Willikens (DE) • - Jlin (US) • - Denis Sulta (UK) • - Cassy b2b Yamaho (UK/IS) • - Kode9 x Kōji Morimoto AV (UK/JP) • - Högni (IS) • - Bad Gyal (ES) • - Hildur Guðnadóttir (IS) • - Moor Mother (US) • - Lorenzo Senni (IT) • - Lafawndah (FR) • - Reykjavíkurdætur (IS) • - Vök (IS) • - Eva808 (IS) • - JóiPé x Króli (IS) • - Blissful (IS) • - Joey Christ (IS) • - Flóni (IS) • - Jass (ES) • - Volruptus (IS) • - Kline (UK) • - serpentwithfeet (US) • - Yagia (IS) • - Mighty Bear (IS) Fleiri listamenn munu bætast við á næstu vikum.
Sónar Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Sjá meira