Tesla seldi 30.000 bíla á síðasta ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2018 09:38 Aðeins 1.550 nýir kaupendur Tesla Model 3 fengu bíla sína afhenta á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Erfiðlega hefur gengið hjá rafbílaframleiðandanum Tesla að ná upp almennilegri fjöldaframleiðslu á bílum sínum þrátt fyrir bjartar áætlanir um aukna framleiðslugetu. Því er avallt beðið með eftirvæntingu er Tesla birtir tölur um sölu sína við lok hvers ársfjórðungs. Þær tölur birtust í gær fyrir lokaársfjórðung síðasta árs og reyndust vera 29.870 bílar, sem skiptist í 15.200 Model S bíla, 13.120 Model X bíla og 1.550 Model 3 bíla. Er þetta 26% meiri sala en á sama ársfjórðungi árið 2016 og 9% meiri sala en á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Framleiðslan er því á hægri uppleið en engu að síður ljóst að erfiðlega gengur enn að ná upp mikilli framleiðslu á Model 3 bílnum. Hún á fyrir löngu á að vera komin í 5.000 bíla framleiðslu á viku en á greinileg langt í land með það. Tesla segir að fyrirtækið muni ná því markmiði í júní í sumar og ekki veitir af því yfir 400.000 kaupendur bíða eftir bílum sínum. Tesla seldi alls 101.312 bíla á síðasta ári, sem er 33% meira en árið 2016. Í seldum bílum er Tesla því enn um hundrað sinnum minni bílaframleiðandi en Volkswagen Group sem seldi kringum 10 milljón bíla í fyrra. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið hjá rafbílaframleiðandanum Tesla að ná upp almennilegri fjöldaframleiðslu á bílum sínum þrátt fyrir bjartar áætlanir um aukna framleiðslugetu. Því er avallt beðið með eftirvæntingu er Tesla birtir tölur um sölu sína við lok hvers ársfjórðungs. Þær tölur birtust í gær fyrir lokaársfjórðung síðasta árs og reyndust vera 29.870 bílar, sem skiptist í 15.200 Model S bíla, 13.120 Model X bíla og 1.550 Model 3 bíla. Er þetta 26% meiri sala en á sama ársfjórðungi árið 2016 og 9% meiri sala en á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Framleiðslan er því á hægri uppleið en engu að síður ljóst að erfiðlega gengur enn að ná upp mikilli framleiðslu á Model 3 bílnum. Hún á fyrir löngu á að vera komin í 5.000 bíla framleiðslu á viku en á greinileg langt í land með það. Tesla segir að fyrirtækið muni ná því markmiði í júní í sumar og ekki veitir af því yfir 400.000 kaupendur bíða eftir bílum sínum. Tesla seldi alls 101.312 bíla á síðasta ári, sem er 33% meira en árið 2016. Í seldum bílum er Tesla því enn um hundrað sinnum minni bílaframleiðandi en Volkswagen Group sem seldi kringum 10 milljón bíla í fyrra.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira