Geely kaupir í Volvo Trucks Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2018 13:45 Einn góður frá trukkafyrirtæki Volvo. Kínverski bílaframleiðandinn Geely heldur áfram fjárfestingum sínum í evrópskum bíliðnaði og hefur nú keypt 8,2% hlutabréfa í trukkaframleiðslu Volvo sem ber nafnið AB Volvo. Fyrir þennan hlut í Volvo Trucks þurfti Geely að greiða tæplega 350 milljarða króna. Geely keypti hlutinn af fjárfestingafélaginu Cevian Capital. Geely á fyrir öll hlutabréf í Volvo Cars, sem og Lotus og London Taxi. Það gerir það þó ekki að verkum að Geely hafi í hyggju að sameina AB Volvo og Volvo Cars að nýju. Með þessum kaupum er Geely orðinn stærsti eigandinn í AB Volvo. Þessi kaup Geely voru alfarið að þeirra eigin frumkvæði, en Cevian Capital hafði engin áform uppi um að selja hlut sinn. Cevian Capital hagnaðist hinsvegar umtalsvert með þessum kaupum en félagið hefur átt þessi bréf í AB Volvo frá árinu 2006. Hlutabréfaverð í AB Volvo hefur hækkað um 50% á þessu ári og er mikilli eftirspurn eftir trukkum í heiminum helst að þakka. Hlutabréf hafa einnig hækkað mjög hjá öðrum trukkaframleiðendum, svo sem Benz og MAN. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent
Kínverski bílaframleiðandinn Geely heldur áfram fjárfestingum sínum í evrópskum bíliðnaði og hefur nú keypt 8,2% hlutabréfa í trukkaframleiðslu Volvo sem ber nafnið AB Volvo. Fyrir þennan hlut í Volvo Trucks þurfti Geely að greiða tæplega 350 milljarða króna. Geely keypti hlutinn af fjárfestingafélaginu Cevian Capital. Geely á fyrir öll hlutabréf í Volvo Cars, sem og Lotus og London Taxi. Það gerir það þó ekki að verkum að Geely hafi í hyggju að sameina AB Volvo og Volvo Cars að nýju. Með þessum kaupum er Geely orðinn stærsti eigandinn í AB Volvo. Þessi kaup Geely voru alfarið að þeirra eigin frumkvæði, en Cevian Capital hafði engin áform uppi um að selja hlut sinn. Cevian Capital hagnaðist hinsvegar umtalsvert með þessum kaupum en félagið hefur átt þessi bréf í AB Volvo frá árinu 2006. Hlutabréfaverð í AB Volvo hefur hækkað um 50% á þessu ári og er mikilli eftirspurn eftir trukkum í heiminum helst að þakka. Hlutabréf hafa einnig hækkað mjög hjá öðrum trukkaframleiðendum, svo sem Benz og MAN.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent