Volkswagen yfir 6 milljón bíla markið Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2018 15:30 Volkswagen Golf er táknmynd þýska framleiðandans, líkt og Bjallan var fyrr. Volkswagen Group bílasamstæðan framleiðir yfir 10 milljón bíla á ári og þar af á Volkswagen merkið eitt yfir 6 milljónir af þeim en það takmark náðist rétt fyrir áramótin. Til að átta sig á hve Volkswagen er stórt fyrirtæki þá eru bílar þess framleiddir í 50 verksmiðjum í 14 löndum um heim allan og hjá fyrirtækinu störfuðu 626.715 manns við lok síðasta árs. Volkswagen hefur frá upphafi framleitt 150 milljón bíla og eiga Bjallan og Golf stóran skerf í þeirri sölu, en á seinni árum hefur Polo stækkað hlutdeild sína í sölu Volkswagen bíla. Á næsta ári má búast við að sjá nýjar gerðir Volkswagen bíla eiga vænan skerf í heildarsölunni, bíla eins og T-Roc, Arteon og Atlas. Áherslur í framleiðslu Volkswagen bíla breyttust mjög við uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen fyrir ríflega tveimur árum síðan og hefur hún breyst í átt til rafmagns- og tengiltvinnbíla og ætlar Volkswagen að selja 1 milljón bíla á ári án hefðbundinnar brunavélar við miðjan næsta áratug. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Volkswagen Group bílasamstæðan framleiðir yfir 10 milljón bíla á ári og þar af á Volkswagen merkið eitt yfir 6 milljónir af þeim en það takmark náðist rétt fyrir áramótin. Til að átta sig á hve Volkswagen er stórt fyrirtæki þá eru bílar þess framleiddir í 50 verksmiðjum í 14 löndum um heim allan og hjá fyrirtækinu störfuðu 626.715 manns við lok síðasta árs. Volkswagen hefur frá upphafi framleitt 150 milljón bíla og eiga Bjallan og Golf stóran skerf í þeirri sölu, en á seinni árum hefur Polo stækkað hlutdeild sína í sölu Volkswagen bíla. Á næsta ári má búast við að sjá nýjar gerðir Volkswagen bíla eiga vænan skerf í heildarsölunni, bíla eins og T-Roc, Arteon og Atlas. Áherslur í framleiðslu Volkswagen bíla breyttust mjög við uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen fyrir ríflega tveimur árum síðan og hefur hún breyst í átt til rafmagns- og tengiltvinnbíla og ætlar Volkswagen að selja 1 milljón bíla á ári án hefðbundinnar brunavélar við miðjan næsta áratug.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira