Jaguar Land Rover fyrirtæki ársins hjá Autobest Finnur Thorlacius skrifar 20. desember 2017 15:09 Land Rover Velar þykir með allra fallegustu bílum, en í leiðinni alvöru jeppi. Breski bílaframleiðindinn Jaguar Land Rover var í vikunni kjörinn besta fyrirtækið og handhafi verðlaunanna Companybest 2017 hjá dómnefnd Autobest, helstu óháðu sömtökum bílablaðamanna í 30 Evrópulöndum. Í niðurstöðu dómnefndar er fyrirtækið heiðrað fyrir framúrskarandi nýjungar og byltingarkennda hönnun í nýjustu kynslóðum bílgerða beggja merkjanna, Jaguar og Land Rover, mikinn fjárhagslegan styrk og vöxt og ekki síst fyrir áframhaldandi fjárfestingar í starfsemi sinni. Tvær nýjungar hafa litið dagsins ljós á árinu hjá Jaguar Land Rover; hinn nýi og byltingarkenndi Range Rover Velar sem bílablaðamenn kalla gjarnan þann fallegasta sem hannaður hafi verið, og sportjeppinn Jaguar E-Pace. Á næsta ári kemur á markað fyrsti rafbíllinn frá Jaguar, I-PACE sem miklar vorir eru bundnar við. Bíllinn, sem verður um 400 hestöfl og mun hafa um 500 km drægni, var fyrr á árinu kjörinn „markverðasti hugmyndabíll ársins“á verðlaunahátíð Concours d’Elegance í Bandríkjunum. Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent
Breski bílaframleiðindinn Jaguar Land Rover var í vikunni kjörinn besta fyrirtækið og handhafi verðlaunanna Companybest 2017 hjá dómnefnd Autobest, helstu óháðu sömtökum bílablaðamanna í 30 Evrópulöndum. Í niðurstöðu dómnefndar er fyrirtækið heiðrað fyrir framúrskarandi nýjungar og byltingarkennda hönnun í nýjustu kynslóðum bílgerða beggja merkjanna, Jaguar og Land Rover, mikinn fjárhagslegan styrk og vöxt og ekki síst fyrir áframhaldandi fjárfestingar í starfsemi sinni. Tvær nýjungar hafa litið dagsins ljós á árinu hjá Jaguar Land Rover; hinn nýi og byltingarkenndi Range Rover Velar sem bílablaðamenn kalla gjarnan þann fallegasta sem hannaður hafi verið, og sportjeppinn Jaguar E-Pace. Á næsta ári kemur á markað fyrsti rafbíllinn frá Jaguar, I-PACE sem miklar vorir eru bundnar við. Bíllinn, sem verður um 400 hestöfl og mun hafa um 500 km drægni, var fyrr á árinu kjörinn „markverðasti hugmyndabíll ársins“á verðlaunahátíð Concours d’Elegance í Bandríkjunum.
Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent