Phoebe Philo kveður Céline Ritstjórn skrifar 26. desember 2017 19:30 Glamour/Getty Phoebe Philo, listrænn stjórnandi Céline, er á förum frá tískuhúsinu. Phoebe hefur starfað hjá Céline frá árinu 2008 og hefur tískuhúsið orðið leiðandi í tískuheiminum síðustu ár. Orðrómur um brottför hennar hefur verið á lofti síðustu mánuði, og hefur hann nú verið staðfestur. Það verður erfitt að ímynda sér tískuhúsið án Phoebe, en hún hefur aldeilis sett sinn svip á tískuvikurnar síðustu ár. Hvort sem það eru rykfrakkarnir hennar, blúndukjólarnir eða leðurtöskurnar, flík eða fylgihlutur frá Céline hefur verið á óskalista margra. Phoebe Philo útskrifaðist frá Central Saint Martins í London, og starfaði meðal annars hjá Stella McCartney og Chloé áður en hún hélt til Céline. Það verður áhugavert að vita hvað tekur við hjá henni næst, og enn forvitnilegra að sjá hver skyldi taka við hjá Céline. Mest lesið Kanye kemur til móts við skipuleggjendur tískuvikunnar í New York Glamour Tískusystur sameinast á forsíðu breska Vogue Glamour Faðir Amy Schumer táraðist þegar hann hitti Goldie Hawn Glamour Er Adidas að verða vinsælla en Nike? Glamour Kvenréttindi, velgengni og jafnréttisbaráttan Glamour Breyttir tímar framundan hjá JÖR Glamour Nike og H&M eru verðmætustu fatafyrirtækin Glamour Kynlíf á túr Glamour Íslenskir sundbolir og saltskrúbbur sameinast í fallegri sýningu Glamour Allt það besta frá tískuvikunni í London Glamour
Phoebe Philo, listrænn stjórnandi Céline, er á förum frá tískuhúsinu. Phoebe hefur starfað hjá Céline frá árinu 2008 og hefur tískuhúsið orðið leiðandi í tískuheiminum síðustu ár. Orðrómur um brottför hennar hefur verið á lofti síðustu mánuði, og hefur hann nú verið staðfestur. Það verður erfitt að ímynda sér tískuhúsið án Phoebe, en hún hefur aldeilis sett sinn svip á tískuvikurnar síðustu ár. Hvort sem það eru rykfrakkarnir hennar, blúndukjólarnir eða leðurtöskurnar, flík eða fylgihlutur frá Céline hefur verið á óskalista margra. Phoebe Philo útskrifaðist frá Central Saint Martins í London, og starfaði meðal annars hjá Stella McCartney og Chloé áður en hún hélt til Céline. Það verður áhugavert að vita hvað tekur við hjá henni næst, og enn forvitnilegra að sjá hver skyldi taka við hjá Céline.
Mest lesið Kanye kemur til móts við skipuleggjendur tískuvikunnar í New York Glamour Tískusystur sameinast á forsíðu breska Vogue Glamour Faðir Amy Schumer táraðist þegar hann hitti Goldie Hawn Glamour Er Adidas að verða vinsælla en Nike? Glamour Kvenréttindi, velgengni og jafnréttisbaráttan Glamour Breyttir tímar framundan hjá JÖR Glamour Nike og H&M eru verðmætustu fatafyrirtækin Glamour Kynlíf á túr Glamour Íslenskir sundbolir og saltskrúbbur sameinast í fallegri sýningu Glamour Allt það besta frá tískuvikunni í London Glamour