Stór Alfa Romeo jeppi Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2017 09:51 Nýr 7 sæta jeppi frá Alfa Romeo er á leiðinni. Heilmikil þróun nýrra bíla er nú í gangi hjá Alfa Romeo og í kjöfar jeppans Stelvio, sem er nýr af nálinni, mun koma enn stærri jeppi sem keppa á við Audi Q7, BMW X5, Mercedes Benz GLE og Volvo XC90 og geta verið með þriðju sætaröðinni. Þessi jeppi Alfa Romeo ætti að vera kominn á markað árið 2020 og þá færi þar stærsti bíll sem Alfa Romeo hefur nokkurntíma smíðað. Þessi jeppi hefur nú verið tekinn framar í röðina en fyrirhugaður stór fólksbíll í næsta stærðarflokki fyrir ofan Giulia og hefur útkomu hans verið frestað til ársins 2021. Þessi stóri jeppi verður byggður á sömu grind og Stelvio jeppinn og sparast með því mikið í þróunarkostnaði og hann verður um 200 þyngri en Stelvio. Líklegt er að hann verði með svokallað mild-hybrid kerfi sem er með fremur smáum rafmótorum og rafhlöðum sem þyngja bílinn ekki mikið. Hann verður líklega með 400 hestafla aflrás, 2,0 lítra vél með 48 volta rafmagnsforþjöppu. Heyrst hefur að Alfa Romeo sé nú þegar búið að smíða eintak af stóra jeppanum og að hann sé nú í prufunum. Jeppi í þessari stærð bendir til þess að Alfa Romeo ætli að tefla honum fram í Bandaríkjunum þar sem mikil eftirspurn er eftir slíkum bílum. Alfa Romeo tilheyrir Fiat Chrysler bílasamstæðunni. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Heilmikil þróun nýrra bíla er nú í gangi hjá Alfa Romeo og í kjöfar jeppans Stelvio, sem er nýr af nálinni, mun koma enn stærri jeppi sem keppa á við Audi Q7, BMW X5, Mercedes Benz GLE og Volvo XC90 og geta verið með þriðju sætaröðinni. Þessi jeppi Alfa Romeo ætti að vera kominn á markað árið 2020 og þá færi þar stærsti bíll sem Alfa Romeo hefur nokkurntíma smíðað. Þessi jeppi hefur nú verið tekinn framar í röðina en fyrirhugaður stór fólksbíll í næsta stærðarflokki fyrir ofan Giulia og hefur útkomu hans verið frestað til ársins 2021. Þessi stóri jeppi verður byggður á sömu grind og Stelvio jeppinn og sparast með því mikið í þróunarkostnaði og hann verður um 200 þyngri en Stelvio. Líklegt er að hann verði með svokallað mild-hybrid kerfi sem er með fremur smáum rafmótorum og rafhlöðum sem þyngja bílinn ekki mikið. Hann verður líklega með 400 hestafla aflrás, 2,0 lítra vél með 48 volta rafmagnsforþjöppu. Heyrst hefur að Alfa Romeo sé nú þegar búið að smíða eintak af stóra jeppanum og að hann sé nú í prufunum. Jeppi í þessari stærð bendir til þess að Alfa Romeo ætli að tefla honum fram í Bandaríkjunum þar sem mikil eftirspurn er eftir slíkum bílum. Alfa Romeo tilheyrir Fiat Chrysler bílasamstæðunni.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira