Ólafía: Var með stjörnur í augunum en nú eru þetta vinkonur mínar 12. desember 2017 13:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði vel á fyrsta keppnistímabili sínu á LPGA-mótaröðinni og tryggði sér áframhaldandi þátttöku á henni eins og áður hefur komið fram. Sjá einnig: Ólafía endaði í 73. sæti peningalistans og verður í efsta forgangsflokki á næstu leiktíð Ólafía er eins og flestir kylfingar nú í fríi þar til að nýtt tímabil hefst snemma á nýju ári og var hún í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún meðal annars um hvað hafi breyst á hennar fyrsta árí vestanhafs og hvernig upplifun hennar verður á nýju tímabili. „Nú er þetta orðið mjög venjulegt allt saman fyrir mig,“ sagði Ólafía í viðtalinu. „Áður var ég með stjörnur í augunum en nú erum við jafningjar. Þetta eru vinkonur mínar,“ sagði hún.Ólafía spilaði nægilega vel á þessu tímabili til að komast í efsta forgangsflokk á mótaröðinni sem gefur henni mun meira frelsi en hún hafði sem nýliði. „Ég get skipulagt mig betur. Valið hvaða mót ég tek þátt í og verið mjög vel undirbúin fyrir þau mót. Ég þekki vellina betur og þarf því ekki að spila jafn marga æfingahringi - ég mæti til leiks með ákveðna áætlun í huga.“ Ólafía segist hafa staðið sig betur en hún reiknaði með en enn fremur áttaði hún sig á því að henni eru engin takmörk sett. „Ég sá að ég get náð enn lengra. Ég var í toppbaráttunni í nokkrum mótum, náði fjórða sæti í einu þeirra og ef mér tekst að spila vel þá næ ég að komast í þessa baráttu.“ Ólafía ræddi einnig fjármálahliðina á íþróttaiðkun hennar en hún hefur nú gefið út plaköt sem hún hyggst selja nú fyrir jólin, líkt og sjá má á Facebook-síðu hennar. Golf Tengdar fréttir Reyni alltaf að bæta mig um eitt prósent Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér ekki aðeins áframhaldandi þátttökurétt á sterkustu mótaröð heims, heldur einnig sæti í efsta forgangsflokki sem og þátttökurétt á lokamóti ársins. Þar fá aðeins bestu kylfingar heims að keppa. 13. nóvember 2017 06:30 Ólafía endaði í 73. sæti peningalistans og verður í efsta forgangsflokki á næstu leiktíð Vann sér inn alls 22 milljónir króna á fyrstu leiktíð sinni á LPGA-mótaröðinni. 11. nóvember 2017 13:03 Ólafía upp um fimm sæti og hefur aldrei verið ofar á heimslistanum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur aldrei verið ofar á heimslistanum í golfi. 14. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði vel á fyrsta keppnistímabili sínu á LPGA-mótaröðinni og tryggði sér áframhaldandi þátttöku á henni eins og áður hefur komið fram. Sjá einnig: Ólafía endaði í 73. sæti peningalistans og verður í efsta forgangsflokki á næstu leiktíð Ólafía er eins og flestir kylfingar nú í fríi þar til að nýtt tímabil hefst snemma á nýju ári og var hún í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún meðal annars um hvað hafi breyst á hennar fyrsta árí vestanhafs og hvernig upplifun hennar verður á nýju tímabili. „Nú er þetta orðið mjög venjulegt allt saman fyrir mig,“ sagði Ólafía í viðtalinu. „Áður var ég með stjörnur í augunum en nú erum við jafningjar. Þetta eru vinkonur mínar,“ sagði hún.Ólafía spilaði nægilega vel á þessu tímabili til að komast í efsta forgangsflokk á mótaröðinni sem gefur henni mun meira frelsi en hún hafði sem nýliði. „Ég get skipulagt mig betur. Valið hvaða mót ég tek þátt í og verið mjög vel undirbúin fyrir þau mót. Ég þekki vellina betur og þarf því ekki að spila jafn marga æfingahringi - ég mæti til leiks með ákveðna áætlun í huga.“ Ólafía segist hafa staðið sig betur en hún reiknaði með en enn fremur áttaði hún sig á því að henni eru engin takmörk sett. „Ég sá að ég get náð enn lengra. Ég var í toppbaráttunni í nokkrum mótum, náði fjórða sæti í einu þeirra og ef mér tekst að spila vel þá næ ég að komast í þessa baráttu.“ Ólafía ræddi einnig fjármálahliðina á íþróttaiðkun hennar en hún hefur nú gefið út plaköt sem hún hyggst selja nú fyrir jólin, líkt og sjá má á Facebook-síðu hennar.
Golf Tengdar fréttir Reyni alltaf að bæta mig um eitt prósent Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér ekki aðeins áframhaldandi þátttökurétt á sterkustu mótaröð heims, heldur einnig sæti í efsta forgangsflokki sem og þátttökurétt á lokamóti ársins. Þar fá aðeins bestu kylfingar heims að keppa. 13. nóvember 2017 06:30 Ólafía endaði í 73. sæti peningalistans og verður í efsta forgangsflokki á næstu leiktíð Vann sér inn alls 22 milljónir króna á fyrstu leiktíð sinni á LPGA-mótaröðinni. 11. nóvember 2017 13:03 Ólafía upp um fimm sæti og hefur aldrei verið ofar á heimslistanum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur aldrei verið ofar á heimslistanum í golfi. 14. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Reyni alltaf að bæta mig um eitt prósent Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér ekki aðeins áframhaldandi þátttökurétt á sterkustu mótaröð heims, heldur einnig sæti í efsta forgangsflokki sem og þátttökurétt á lokamóti ársins. Þar fá aðeins bestu kylfingar heims að keppa. 13. nóvember 2017 06:30
Ólafía endaði í 73. sæti peningalistans og verður í efsta forgangsflokki á næstu leiktíð Vann sér inn alls 22 milljónir króna á fyrstu leiktíð sinni á LPGA-mótaröðinni. 11. nóvember 2017 13:03
Ólafía upp um fimm sæti og hefur aldrei verið ofar á heimslistanum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur aldrei verið ofar á heimslistanum í golfi. 14. nóvember 2017 09:00