Nýr Defender á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2017 09:24 Ekki er víst að nýr Defender muni líta svona út. Nú fer brátt að líða ár síðan Land Rover hætti alveg framleiðslu frægustu bílgerðar sinnar, þ.e. Defender jeppanum sem framleiddur var svo til óbreyttur í útliti samfellt í 67 ár. Framleiðslan hætti í Solihull verksmiðjunni þann 29. Janúar síðastliðinn. Síðan þá hafa Land Rover menn unnið að nýrri gerð Defender og verður hann kynntur til leiks seint á næsta ári og fjöldaframleiðsla hans komin í fullan gang í byrjun árs 2019. Það verður því um það bil tveggja ára framleiðsluhlé á Defender jeppanum. Haft er eftir þeim Land Rover mönnum að nýr Defender verði ekki útlitslega með “retro”-skírskotun til gamla Defender bílsins, heldur verði þar á ferð nútímaleg hönnun. Defender verður í boði í tveimur lengdum og hann verður einnig á seinni stigum boðinn sem pallbíll. Land Rover gerir ráð fyrir að selja um 100.000 eintök af Defender á hverju ári. Talandi um nýja jeppa þá er margt á leiðinni frá bílaframleiðendum heimsins og má þar nefna nýjan Wrangler, Bronco, Mercedes Benz G-Class, Suzuki Jimny og nýjan lítinn jeppa frá Toyota sem mun fá útlitseinkeni frá tilraunabílunum FT-4X og FT-AC. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Nú fer brátt að líða ár síðan Land Rover hætti alveg framleiðslu frægustu bílgerðar sinnar, þ.e. Defender jeppanum sem framleiddur var svo til óbreyttur í útliti samfellt í 67 ár. Framleiðslan hætti í Solihull verksmiðjunni þann 29. Janúar síðastliðinn. Síðan þá hafa Land Rover menn unnið að nýrri gerð Defender og verður hann kynntur til leiks seint á næsta ári og fjöldaframleiðsla hans komin í fullan gang í byrjun árs 2019. Það verður því um það bil tveggja ára framleiðsluhlé á Defender jeppanum. Haft er eftir þeim Land Rover mönnum að nýr Defender verði ekki útlitslega með “retro”-skírskotun til gamla Defender bílsins, heldur verði þar á ferð nútímaleg hönnun. Defender verður í boði í tveimur lengdum og hann verður einnig á seinni stigum boðinn sem pallbíll. Land Rover gerir ráð fyrir að selja um 100.000 eintök af Defender á hverju ári. Talandi um nýja jeppa þá er margt á leiðinni frá bílaframleiðendum heimsins og má þar nefna nýjan Wrangler, Bronco, Mercedes Benz G-Class, Suzuki Jimny og nýjan lítinn jeppa frá Toyota sem mun fá útlitseinkeni frá tilraunabílunum FT-4X og FT-AC.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira