Frönsk áhrif í miðbæ Reykjavíkur Guðný Hrönn skrifar 16. desember 2017 10:00 Frönsku áhrifin eru augljós í íbúðinni. MYND/Ásmundur J. Sveinsson Hjónin Guðrún og Einar Sörli gerðu upp glæsilega íbúð í miðbænum á átta mánuðum.Guðrún smellti þessari mynd af í vinnuferlinu.„Við rifum allt út úr þessari íbúð sem hægt var að losa með góðu móti. Létum breikka og sérsmíða alla gólflista og gerefti, breikkuðum tvö hurðargöt sem voru á ganginum til að auka rýmið, létum saga út franskar svalir í eldhúsinu. Settum inn nýja eldhúsinnréttingu og nýtt bað, ný gólfefni.“„Að baki liggja óteljandi vinnustundir langt fram eftir kvöldum, kvöld eftir kvöld. Það voru margir góðir menn, jötnar og verndarenglar sem hjálpuðu okkur,“ segir Guðrún.Guðrún og Einar Sörli prófuðu að mála stofuna dökka en sáu svo að hvítt hentaði betur.MYND/Ásmundur J. SveinssonSpurð út í hvaðan innblásturinn kom segir Einar Sörli: „Guðrún bjó lengi í París og þekkir vel íbúðir í Haussmann-stíl þar sem önnur hæðin er aðalhæðin í húsinu og alltaf með meiri lofthæð en aðrar hæðir. Við höfum komið inn í margar íbúðir í Haussman-stíl í París og okkar íbúð minnti okkur mikið á þær. Í henni er mikil lofthæð og fallegir skrautlistar í loftunum, langur gangur skiptir henni upp, gluggarnir eru stórir og svo eru tvær samliggjandi stofur með rennihurð á milli sín. Við unnum út frá þessu.“Guðrún og Einar Sörli eru himinlifandi með útkomuna þegar þau líta yfir heildarmyndina. Það sem auðveldaði vinnuferlið er að þau eru með svipaðan smekk.Aðspurð hvort þau séu með svipaðan smekk þegar kemur að innanhússhönnun segir Guðrún: „Já, en Einar Sörli er töffarinn hjá okkur. Hann átti til dæmis tvær kristalsljósakrónur og heilt iittala-stell þegar við kynntumst.“Grár litur tengir rými íbúðarinnar saman.MYND/Ásmundur J. SveinssonÞegar Einar Sörli og Guðrún líta yfir íbúðina þá finnst þeim frönsku svalirnar í eldhúsinu standa upp úr. „Þær opna íbúðina mjög mikið og breyta henni töluvert. Það er gaman að vera með svaladyrnar opnar og heyra þegar kirkjuklukkurnar hringja eða þegar álftir fljúga yfir með vængjaþyt í átt að Tjörninni, og horfa inn á milli bakgarðana og sjá alla krakkana leika sér,“ segir Guðrún. Hús og heimili Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Fleiri fréttir Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Sjá meira
Hjónin Guðrún og Einar Sörli gerðu upp glæsilega íbúð í miðbænum á átta mánuðum.Guðrún smellti þessari mynd af í vinnuferlinu.„Við rifum allt út úr þessari íbúð sem hægt var að losa með góðu móti. Létum breikka og sérsmíða alla gólflista og gerefti, breikkuðum tvö hurðargöt sem voru á ganginum til að auka rýmið, létum saga út franskar svalir í eldhúsinu. Settum inn nýja eldhúsinnréttingu og nýtt bað, ný gólfefni.“„Að baki liggja óteljandi vinnustundir langt fram eftir kvöldum, kvöld eftir kvöld. Það voru margir góðir menn, jötnar og verndarenglar sem hjálpuðu okkur,“ segir Guðrún.Guðrún og Einar Sörli prófuðu að mála stofuna dökka en sáu svo að hvítt hentaði betur.MYND/Ásmundur J. SveinssonSpurð út í hvaðan innblásturinn kom segir Einar Sörli: „Guðrún bjó lengi í París og þekkir vel íbúðir í Haussmann-stíl þar sem önnur hæðin er aðalhæðin í húsinu og alltaf með meiri lofthæð en aðrar hæðir. Við höfum komið inn í margar íbúðir í Haussman-stíl í París og okkar íbúð minnti okkur mikið á þær. Í henni er mikil lofthæð og fallegir skrautlistar í loftunum, langur gangur skiptir henni upp, gluggarnir eru stórir og svo eru tvær samliggjandi stofur með rennihurð á milli sín. Við unnum út frá þessu.“Guðrún og Einar Sörli eru himinlifandi með útkomuna þegar þau líta yfir heildarmyndina. Það sem auðveldaði vinnuferlið er að þau eru með svipaðan smekk.Aðspurð hvort þau séu með svipaðan smekk þegar kemur að innanhússhönnun segir Guðrún: „Já, en Einar Sörli er töffarinn hjá okkur. Hann átti til dæmis tvær kristalsljósakrónur og heilt iittala-stell þegar við kynntumst.“Grár litur tengir rými íbúðarinnar saman.MYND/Ásmundur J. SveinssonÞegar Einar Sörli og Guðrún líta yfir íbúðina þá finnst þeim frönsku svalirnar í eldhúsinu standa upp úr. „Þær opna íbúðina mjög mikið og breyta henni töluvert. Það er gaman að vera með svaladyrnar opnar og heyra þegar kirkjuklukkurnar hringja eða þegar álftir fljúga yfir með vængjaþyt í átt að Tjörninni, og horfa inn á milli bakgarðana og sjá alla krakkana leika sér,“ segir Guðrún.
Hús og heimili Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Fleiri fréttir Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Sjá meira