Gott að vinna í kringum aðra Guðný Hrönn skrifar 16. desember 2017 14:00 Sigga Maija, Íris og Ragnar reka MINØR Coworking-vinnustofurnar úti á Granda. vísir/stefán Ljósmyndarinn Íris Ann Sigurðardóttir rekur MINØR Coworking vinnustofuna úti á Granda ásamt fatahönnuðinum Siggu Maiju og hönnuðinum Ragnari Visage. Þar hefur um það bil 25 manna hópur fólks sem starfar í skapandi greinum vinnuaðstöðu. Íris segir að á vinnustofunni fái sköpunargleðin innspýtingu. Ævintýrið í kringum MINØR hófst fyrir þremur árum þegar Íris og vinkona hennar voru að leita sér að vinnuaðstöðu.„Þá fundum við þetta rými úti á Granda sem var um það bil 300 fermetrar. Þetta var eitthvað svo skemmtilega hrátt og við tímdum ekki að sleppa því frá okkur þó að það væri allt of stórt fyrir okkur tvær.“ „Þannig að við ákváðum að fá fleiri með okkur í rýmið en við vorum ekki nema fimm í upphafi,“ útskýrir Íris. Hún segir MINØR Coworking hafa þróast hratt og mikið síðan þá. Upphaflegi hópurinn í MINØR hafði svo augastað á 500 fermetra rými sem stóð til hliðar við þeirra rými. „Við ákváðum svo að bæta því við okkur fyrir ári síðan, þannig að við erum núna komin í 800 fermetra.“ Hörkuvinna en vel þess virðiMINØR Coworking rýmið er ekki rekið í gróðaskyni. Spurð út í hvort það krefjist ekki mikillar vinnu að halda utan um reksturinn svarar Íris játandi. „Jú, vissulega er þetta hörkuvinna, en þetta er svo skemmtilegt og við höfum mikla trú á þessu. Rýmið býður upp á marga möguleika. Við erum að vinna að því alla daga að betrumbæta aðstöðuna. Það er góður meðbyr núna og við erum spennt fyrir framhaldinu.“Hluti fólksins sem hefur vinnuaðstöðu á MINØR, þar sem sköpunargleðin fær innspýtingu.vísir/stefánÍris segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan hún tók við rýminu. „Þetta var rosa hrátt í upphafi. Það fór mikil vinna í að skrúbba út fisklyktina. En í dag erum við komin með til dæmis silkiprentaðstöðu, saumaaðstöðu og, ljósmyndastofu og viðburðasal fyrir ýmiss konar námskeið og uppákomur. Svo fengum við um daginn óvænt rými í verbúð við Grandagarð 25 þar sem hönnuðir hjá MINØR Coworking hafa opnað litla hönnunarverslun sem verður opin í nokkra mánuði.“ Spark í rassinnAðspurð hvort það sé mikilvægt að hennar mati fyrir fólk í listgreinum að vinna í skapandi umhverfi, í stað þess að vinna einn heima, segir Íris: „Já, það er rosa mikill munur. Maður fær mikinn innblástur við að sjá hvað annað fólk er að gera og tala við aðra. Margir hérna hafa einmitt verið að vinna lengi heima og tala um að það sé þreytandi. Maður fær ákveðið spark í rassinn við að mæta á staðinn þar sem eitthvað er að gerast. Svo er mikill vinskapur í þessu. Við erum öll að vinna í svo mismunandi greinum og þannig myndast gott tækifæri til samvinnu.“ Tíska og hönnun Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira
Ljósmyndarinn Íris Ann Sigurðardóttir rekur MINØR Coworking vinnustofuna úti á Granda ásamt fatahönnuðinum Siggu Maiju og hönnuðinum Ragnari Visage. Þar hefur um það bil 25 manna hópur fólks sem starfar í skapandi greinum vinnuaðstöðu. Íris segir að á vinnustofunni fái sköpunargleðin innspýtingu. Ævintýrið í kringum MINØR hófst fyrir þremur árum þegar Íris og vinkona hennar voru að leita sér að vinnuaðstöðu.„Þá fundum við þetta rými úti á Granda sem var um það bil 300 fermetrar. Þetta var eitthvað svo skemmtilega hrátt og við tímdum ekki að sleppa því frá okkur þó að það væri allt of stórt fyrir okkur tvær.“ „Þannig að við ákváðum að fá fleiri með okkur í rýmið en við vorum ekki nema fimm í upphafi,“ útskýrir Íris. Hún segir MINØR Coworking hafa þróast hratt og mikið síðan þá. Upphaflegi hópurinn í MINØR hafði svo augastað á 500 fermetra rými sem stóð til hliðar við þeirra rými. „Við ákváðum svo að bæta því við okkur fyrir ári síðan, þannig að við erum núna komin í 800 fermetra.“ Hörkuvinna en vel þess virðiMINØR Coworking rýmið er ekki rekið í gróðaskyni. Spurð út í hvort það krefjist ekki mikillar vinnu að halda utan um reksturinn svarar Íris játandi. „Jú, vissulega er þetta hörkuvinna, en þetta er svo skemmtilegt og við höfum mikla trú á þessu. Rýmið býður upp á marga möguleika. Við erum að vinna að því alla daga að betrumbæta aðstöðuna. Það er góður meðbyr núna og við erum spennt fyrir framhaldinu.“Hluti fólksins sem hefur vinnuaðstöðu á MINØR, þar sem sköpunargleðin fær innspýtingu.vísir/stefánÍris segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan hún tók við rýminu. „Þetta var rosa hrátt í upphafi. Það fór mikil vinna í að skrúbba út fisklyktina. En í dag erum við komin með til dæmis silkiprentaðstöðu, saumaaðstöðu og, ljósmyndastofu og viðburðasal fyrir ýmiss konar námskeið og uppákomur. Svo fengum við um daginn óvænt rými í verbúð við Grandagarð 25 þar sem hönnuðir hjá MINØR Coworking hafa opnað litla hönnunarverslun sem verður opin í nokkra mánuði.“ Spark í rassinnAðspurð hvort það sé mikilvægt að hennar mati fyrir fólk í listgreinum að vinna í skapandi umhverfi, í stað þess að vinna einn heima, segir Íris: „Já, það er rosa mikill munur. Maður fær mikinn innblástur við að sjá hvað annað fólk er að gera og tala við aðra. Margir hérna hafa einmitt verið að vinna lengi heima og tala um að það sé þreytandi. Maður fær ákveðið spark í rassinn við að mæta á staðinn þar sem eitthvað er að gerast. Svo er mikill vinskapur í þessu. Við erum öll að vinna í svo mismunandi greinum og þannig myndast gott tækifæri til samvinnu.“
Tíska og hönnun Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira