Honda Civic Type R bíll ársins hjá TopGear Magazine Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2017 16:09 Honda Civic Type R er skruggukerra. Það var ekki nóg með að Honda Civic Type R hafi verið kosinn bíll ársins hjá TopGear Magazine heldur vann hann einnig flokk “Hot Hatch”-bíla og “International editors”-verðlaunin. Því var um þrefaldan sigur að ræða hjá Honda Civic Type R. TopGear Magazine er stærsta bílatímarit sem gefið er út mánaðarlega í heiminum og er afar virt bílatímarit. Það voru blaðamenn TopGear Magazine í 22 löndum sem völdu Honda Civic Type R besta bíl ársins að þessu sinni. Honda Civic Type R kom af nýrri kynslóð á þessu ári og hann hefur fengið frábæra dóma hingað til en kannski þann allra besta með þessum tilnefningum TopGear Magazine. Honda Civic Type R er nú 306 hestöfl þrátt fyrir að sprengirými vélar hans sé aðeins 2,0 lítrar. Hann er 4,9 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraðann 274 km/klst. Fréttir ársins 2017 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent
Það var ekki nóg með að Honda Civic Type R hafi verið kosinn bíll ársins hjá TopGear Magazine heldur vann hann einnig flokk “Hot Hatch”-bíla og “International editors”-verðlaunin. Því var um þrefaldan sigur að ræða hjá Honda Civic Type R. TopGear Magazine er stærsta bílatímarit sem gefið er út mánaðarlega í heiminum og er afar virt bílatímarit. Það voru blaðamenn TopGear Magazine í 22 löndum sem völdu Honda Civic Type R besta bíl ársins að þessu sinni. Honda Civic Type R kom af nýrri kynslóð á þessu ári og hann hefur fengið frábæra dóma hingað til en kannski þann allra besta með þessum tilnefningum TopGear Magazine. Honda Civic Type R er nú 306 hestöfl þrátt fyrir að sprengirými vélar hans sé aðeins 2,0 lítrar. Hann er 4,9 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraðann 274 km/klst.
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent