Nær öll framleiðsla á Aston Martin Vantege á næsta ári uppseld Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2017 15:15 Aston Martin Vantage. Ný gerð Aston Martin Vantege fær greinilega góðar móttökur hjá aðdáendum Aston Martin bíl því svo til öll framleiðsla bílsins á næsta ári er nú þegar uppseld. Þetta upplýsti Aston Martin skömmu eftir frumsýningu minni bróður hans, nýs Aston Martin DB11. Það þarf efnaða kaupendur til að festa sér eintak af Aston Martin Vantage því hann kostar 149.995 dollara, eða um 15,6 milljónir króna. Aston Martin segir að Aston Martin Vantege hafi dregið að nýja kaupendur vegna þess hversu ólíkur bíllinn er öðrum fyrri gerðum Aston Martin bíla, kaupendum sem hingað til hafi t.d. dregist að Porsche 911 bílum og öðrum bílum honum líkum. Næsti nýi bíll Aston Martin verður Vanguish og á hann að líta dagsljósið árið 2019 og það ár ætlar Aston Martin líka að kynna fyrsta jeppa sinn, Aston Martin DBX. Í kjölfar er svo komið að RapidE sem eingöngu verður drifinn áfram af rafmagni og einnig hefur verið ýjað að nýjum sportbíl með miðjusetta vél. Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent
Ný gerð Aston Martin Vantege fær greinilega góðar móttökur hjá aðdáendum Aston Martin bíl því svo til öll framleiðsla bílsins á næsta ári er nú þegar uppseld. Þetta upplýsti Aston Martin skömmu eftir frumsýningu minni bróður hans, nýs Aston Martin DB11. Það þarf efnaða kaupendur til að festa sér eintak af Aston Martin Vantage því hann kostar 149.995 dollara, eða um 15,6 milljónir króna. Aston Martin segir að Aston Martin Vantege hafi dregið að nýja kaupendur vegna þess hversu ólíkur bíllinn er öðrum fyrri gerðum Aston Martin bíla, kaupendum sem hingað til hafi t.d. dregist að Porsche 911 bílum og öðrum bílum honum líkum. Næsti nýi bíll Aston Martin verður Vanguish og á hann að líta dagsljósið árið 2019 og það ár ætlar Aston Martin líka að kynna fyrsta jeppa sinn, Aston Martin DBX. Í kjölfar er svo komið að RapidE sem eingöngu verður drifinn áfram af rafmagni og einnig hefur verið ýjað að nýjum sportbíl með miðjusetta vél.
Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent