BL hefur forsölu á nýrri kynslóð Nissan Leaf Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2017 10:23 Nissan Leaf af árgerð 2018. Vegna mikils áhuga og fjölda fyrirspurna viðskiptavina BL varðandi nýjustu kynslóð rafmagnsbílsins Leaf sem Nissan setur á markað strax á nýju ári, 2018, hefur BL ákveðið að hefja forsölu á bílnum. Áætlað er að nýr Leaf verðir frumsýndur hjá BL fljótlega eftir áramót og er gert ráð fyrir að fyrstu bílarnir verði afhentir í mars. BL hefur náð mjög hagstæðum samningi við Nissan í Evrópu um verð á nýjum Leaf sem umboðið mun geta boðið frá einungis 3.490 þúsundum króna. Nissan Leaf er mest seldi rafbíll heims og á nýju ári kemur hann í gjörbreyttu útliti og búinn fjölda nýrra tæknilausna. Mikil eftirspurn hefur þegar skapast eftir bílnum um allan heim, ekki síst í Evrópu og keppast umboðsaðilar við að tryggja sér bíla úr fyrstu framleiðslulotum verksmiðjunnar í Sunderland í Bretlandi þar sem bíllnn er framleiddur. Allar nánari upplýsingar veita söluráðgjafar BL við Sævarhöfða í Reykjavík. Leaf hlaut í nóvember sín fyrstu alþjóðaverðlaun þegar Tækniþróunarsamtök neytenda í Bandaríkjunum (Consumer Technology Association - CES) veittu Leaf aðalverðlaunin á tækniráðstefnu samtakanna og titilinn „Besta nýsköpun ársins“. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Vegna mikils áhuga og fjölda fyrirspurna viðskiptavina BL varðandi nýjustu kynslóð rafmagnsbílsins Leaf sem Nissan setur á markað strax á nýju ári, 2018, hefur BL ákveðið að hefja forsölu á bílnum. Áætlað er að nýr Leaf verðir frumsýndur hjá BL fljótlega eftir áramót og er gert ráð fyrir að fyrstu bílarnir verði afhentir í mars. BL hefur náð mjög hagstæðum samningi við Nissan í Evrópu um verð á nýjum Leaf sem umboðið mun geta boðið frá einungis 3.490 þúsundum króna. Nissan Leaf er mest seldi rafbíll heims og á nýju ári kemur hann í gjörbreyttu útliti og búinn fjölda nýrra tæknilausna. Mikil eftirspurn hefur þegar skapast eftir bílnum um allan heim, ekki síst í Evrópu og keppast umboðsaðilar við að tryggja sér bíla úr fyrstu framleiðslulotum verksmiðjunnar í Sunderland í Bretlandi þar sem bíllnn er framleiddur. Allar nánari upplýsingar veita söluráðgjafar BL við Sævarhöfða í Reykjavík. Leaf hlaut í nóvember sín fyrstu alþjóðaverðlaun þegar Tækniþróunarsamtök neytenda í Bandaríkjunum (Consumer Technology Association - CES) veittu Leaf aðalverðlaunin á tækniráðstefnu samtakanna og titilinn „Besta nýsköpun ársins“.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira