Saab 9-3 rafmagnsbílar rúlla af böndunum Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2017 10:50 Saab 9-3 frá NEVS er nú rafmagnsbíll með 300 km drægni. National Electric Vehicle Sweden sem keypti eignir sænska bílaframleiðandans Saab árið 2012 hefur nú hafið framleiðslu Saab 9-3 bílsins aftur. Þessi 9-3 bílar eru frábrugnir framleiðslunni hjá gamla Saab að því leiti að nú eru þeir knúnir rafmagnsmótorum. National Electric Vehicle Sweden er kínverskt-sænskt fyrirtæki og verksmiðja fyrirtækisins er staðsett í Kína. Framleiðslugeta hennar í fyrstu er 50.000 bílar á ári, en hún verður brátt stækkuð og mun þá geta framleitt 200.000 bíla á ári. Saab 9-3 bíllinn var kynntur árið 2002 og því er um ansi gamlan bíl að ræða en engu að síður hefur fyrirtækið reitt sig á þennan sígilda bíl. Hann er nú með rafhlöðum sem duga til 300 kílómetra aksturs. Bíllinn er nokkuð vel búinn, meðal annars með smartphone tengingum, innbyggðu WiFi og lofthreinsibúnaði sem hreinsar 99% af mengandi loftögnum, sem reyndar veitir ekki af í þeim skertu loftgæðum sem víða má finna í Kína. NEVS segir að fyrirtækið hafi þegar fengið 150.000 bíla pöntun frá Panda New Energy sem hyggst bjóða þá bíla til leigu. Er sá kaupsamningur að virði 1.250 milljarða króna. NEVS hyggst bjóða bíla sína í völdum borgum í Evrópu árið 2020 og þá til leigu. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
National Electric Vehicle Sweden sem keypti eignir sænska bílaframleiðandans Saab árið 2012 hefur nú hafið framleiðslu Saab 9-3 bílsins aftur. Þessi 9-3 bílar eru frábrugnir framleiðslunni hjá gamla Saab að því leiti að nú eru þeir knúnir rafmagnsmótorum. National Electric Vehicle Sweden er kínverskt-sænskt fyrirtæki og verksmiðja fyrirtækisins er staðsett í Kína. Framleiðslugeta hennar í fyrstu er 50.000 bílar á ári, en hún verður brátt stækkuð og mun þá geta framleitt 200.000 bíla á ári. Saab 9-3 bíllinn var kynntur árið 2002 og því er um ansi gamlan bíl að ræða en engu að síður hefur fyrirtækið reitt sig á þennan sígilda bíl. Hann er nú með rafhlöðum sem duga til 300 kílómetra aksturs. Bíllinn er nokkuð vel búinn, meðal annars með smartphone tengingum, innbyggðu WiFi og lofthreinsibúnaði sem hreinsar 99% af mengandi loftögnum, sem reyndar veitir ekki af í þeim skertu loftgæðum sem víða má finna í Kína. NEVS segir að fyrirtækið hafi þegar fengið 150.000 bíla pöntun frá Panda New Energy sem hyggst bjóða þá bíla til leigu. Er sá kaupsamningur að virði 1.250 milljarða króna. NEVS hyggst bjóða bíla sína í völdum borgum í Evrópu árið 2020 og þá til leigu.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira