Átak gegn ofbeldi meðal ungs fólks 9. desember 2017 11:00 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum. mynd/Eyþór Stígamót standa fyrir átaki gegn ofbeldi meðal ungs fólks í kringum Valentínusardaginn. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum segir veruleika ungs fólks í dag flókinn. Margt ungt fólk verður fyrir ofbeldi í samböndum sem byrjar langoftast með andlegu ofbeldi. Við hjá Stígamótum stöndum fyrir átaki gegn ofbeldi meðal ungs fólks í kringum Valentínusardaginn en sá dagur snýst um ástina og kærustupör,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum. Hún segir veruleika ungs fólks flókinn. Erfitt geti reynst að fóta sig í stafrænum samskiptum og átta sig á hvar mörk liggja. „Dægurmenning ýtir undir alls konar hugmyndir, að afbrýðisemi sé merki um ást, að strákar eigi að ganga á eftir stelpum og helst ekki láta þær í friði fyrr en þær gefa eftir. Stafrænn veruleiki ungs fólks er einnig flókinn og ungir krakkar í kærustuparasamböndum geta fylgst afar náið hvort með öðru. Læra þarf hvernig á að haga samskiptum gegnum síma og tölvur,“ segir Steinunn. „Við viljum einnig tala um það að læra að þekkja sín eigin mörk og virða mörk annarra. Margt ungt fólk, sérstaklega strákar, fær ýmsar hugmyndir um kynlíf úr klámi. Ein afleiðing þess er að stelpur koma til okkar á Stígamót þar sem ítrekað hefur verið farið yfir þeirra mörk og þrýst á þær að taka þátt í kynlífsathöfnum sem þær vildu ekki. Ungmenni þurfa að fá tækifæri til að velta þessum hlutum fyrir sér og læra að þekkja einkenni heilbrigðra sambanda, óheilbrigðra samband og ofbeldissambanda,“ segir Steinunn. „Við munum opna fræðsluvef og birta myndbandaherferð á samfélagsmiðlum. Okkur langar einnig til að virkja ungt fólk í framhaldsskólum og grunnskólum til að standa fyrir uppákomum í kringum Valentínusardaginn, t.d. í félagsmiðstöðvum og í skólunum sínum, og tala um hvað þarf til að vera í heilbrigðu sambandi.“Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um Stígamót sem fylgdi Fréttablaðinu. Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Sjá meira
Stígamót standa fyrir átaki gegn ofbeldi meðal ungs fólks í kringum Valentínusardaginn. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum segir veruleika ungs fólks í dag flókinn. Margt ungt fólk verður fyrir ofbeldi í samböndum sem byrjar langoftast með andlegu ofbeldi. Við hjá Stígamótum stöndum fyrir átaki gegn ofbeldi meðal ungs fólks í kringum Valentínusardaginn en sá dagur snýst um ástina og kærustupör,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum. Hún segir veruleika ungs fólks flókinn. Erfitt geti reynst að fóta sig í stafrænum samskiptum og átta sig á hvar mörk liggja. „Dægurmenning ýtir undir alls konar hugmyndir, að afbrýðisemi sé merki um ást, að strákar eigi að ganga á eftir stelpum og helst ekki láta þær í friði fyrr en þær gefa eftir. Stafrænn veruleiki ungs fólks er einnig flókinn og ungir krakkar í kærustuparasamböndum geta fylgst afar náið hvort með öðru. Læra þarf hvernig á að haga samskiptum gegnum síma og tölvur,“ segir Steinunn. „Við viljum einnig tala um það að læra að þekkja sín eigin mörk og virða mörk annarra. Margt ungt fólk, sérstaklega strákar, fær ýmsar hugmyndir um kynlíf úr klámi. Ein afleiðing þess er að stelpur koma til okkar á Stígamót þar sem ítrekað hefur verið farið yfir þeirra mörk og þrýst á þær að taka þátt í kynlífsathöfnum sem þær vildu ekki. Ungmenni þurfa að fá tækifæri til að velta þessum hlutum fyrir sér og læra að þekkja einkenni heilbrigðra sambanda, óheilbrigðra samband og ofbeldissambanda,“ segir Steinunn. „Við munum opna fræðsluvef og birta myndbandaherferð á samfélagsmiðlum. Okkur langar einnig til að virkja ungt fólk í framhaldsskólum og grunnskólum til að standa fyrir uppákomum í kringum Valentínusardaginn, t.d. í félagsmiðstöðvum og í skólunum sínum, og tala um hvað þarf til að vera í heilbrigðu sambandi.“Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um Stígamót sem fylgdi Fréttablaðinu.
Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Sjá meira