Íslandsferð varúlfsins „ótrúlegasta ævintýri lífsins“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2017 12:41 Joe Manganiello skemmti sér konunglega á Íslandi. Bandaríski leikarinn Joe Manganello, sem frægastur er fyrir hlutverk sitt sem varúlfurinn Alcide Herveaux í sjónvarpsþáttunum True Blood, var staddur á Íslandi á dögunum. Hann virðist hafa orðið algjörlega heillaður af Íslandi. „Ég elska útivist og það eru fáir staðir eftir í heiminum jafn ósnortnir og Ísland,“ segir Manganello í samtali við bandaríska tímaritið People þar sem hann ræddi um Íslandsheimsóknina. Með í för voru félagar leikarans en svo virðist sem að eiginkona hans, Modern Family stjarnan Sofia Vergara, hafi verið eftir heima í þetta skipti. Ef marka má Instagram-síðu Manganello er ljóst að leikarinn sat ekki auðum höndum á meðan hann dvaldi hér. Ferðaðist hann um landið og virðist hann einkum hafa stundað útivist. Skellti hann sér á kajak um Jökulsárlón, heimsótti strendur á Suðurströnd Íslands auk þess hann fór í ísklifur á Vatnajökli, svo dæmi séu tekin. „Ég vildi fara í ævintýraferð,“ sagði Manganello um ferðina. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Það eru hlutir sem maður les um í bókum þegar maður er krakki en maður heldur að þeir séu ekki til neins staðar nema í huga manns,“ sagði Manganello um Ísland. Manganello og félagar eyddu heilli viku á Íslandi sem Manganello segir að hafi verið „ótrúlegasta ævintýri lífsins.“ Aðspurður um hvað hefði verið uppáhaldsdagurinn hans á Íslandi sagði leikarinn að dagurinn við Jökulsárlón hafi verið sá besti. Hann hafi byrjað á því að þeir hafi fundið listaverk eftir götulistamanninn fræga Banksy á brúnni undir Jökulsá á Sólheimasandi. „Hver dagur var ævintýri líkastur,“ sagði Manganello en rétt er að taka fram að listaverkið sem fann og taldi vera eftir Banksy er að öllum líkindum ekki eftir listamanninn fræga.Sjá má myndir frá Íslandsdvöl Manganello hér fyrir neðan. Íslandsvinir Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira
Bandaríski leikarinn Joe Manganello, sem frægastur er fyrir hlutverk sitt sem varúlfurinn Alcide Herveaux í sjónvarpsþáttunum True Blood, var staddur á Íslandi á dögunum. Hann virðist hafa orðið algjörlega heillaður af Íslandi. „Ég elska útivist og það eru fáir staðir eftir í heiminum jafn ósnortnir og Ísland,“ segir Manganello í samtali við bandaríska tímaritið People þar sem hann ræddi um Íslandsheimsóknina. Með í för voru félagar leikarans en svo virðist sem að eiginkona hans, Modern Family stjarnan Sofia Vergara, hafi verið eftir heima í þetta skipti. Ef marka má Instagram-síðu Manganello er ljóst að leikarinn sat ekki auðum höndum á meðan hann dvaldi hér. Ferðaðist hann um landið og virðist hann einkum hafa stundað útivist. Skellti hann sér á kajak um Jökulsárlón, heimsótti strendur á Suðurströnd Íslands auk þess hann fór í ísklifur á Vatnajökli, svo dæmi séu tekin. „Ég vildi fara í ævintýraferð,“ sagði Manganello um ferðina. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Það eru hlutir sem maður les um í bókum þegar maður er krakki en maður heldur að þeir séu ekki til neins staðar nema í huga manns,“ sagði Manganello um Ísland. Manganello og félagar eyddu heilli viku á Íslandi sem Manganello segir að hafi verið „ótrúlegasta ævintýri lífsins.“ Aðspurður um hvað hefði verið uppáhaldsdagurinn hans á Íslandi sagði leikarinn að dagurinn við Jökulsárlón hafi verið sá besti. Hann hafi byrjað á því að þeir hafi fundið listaverk eftir götulistamanninn fræga Banksy á brúnni undir Jökulsá á Sólheimasandi. „Hver dagur var ævintýri líkastur,“ sagði Manganello en rétt er að taka fram að listaverkið sem fann og taldi vera eftir Banksy er að öllum líkindum ekki eftir listamanninn fræga.Sjá má myndir frá Íslandsdvöl Manganello hér fyrir neðan.
Íslandsvinir Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira