Björk segir frá tónlistinni sem hún vann með Wu-Tang Clan og mun aldrei líta dagsins ljós Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2017 18:35 Björk Guðmundsdóttir Vísir/Getty „Við sömdum nokkur lög saman,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um samstarf hennar og bandarísku rappsveitarinnar Wu-Tang Clan á tíunda áratug síðustu aldar. Björk segir frá þessu í viðtali við bandaríska tónlistartímaritið FACT og hryggir aðdáendur sínar með þeim fregnum að afrakstur þess samstarfs muni aldrei líta dagsins ljós. Í viðtalinu segist Björk hafa sett sig í samband við Wu-Tang Clan þegar hún vann að plötunni Homogenic sem var gefin út á því herrans ári 1997. Óskaði hún eftir því að þeir myndu vinna takta fyrir plötuna. Björk vildi fá einskonar íslenska eldgosatakta á plötuna og hafði prófað sig áfram í því en það tók hana langan tíma. Hún segir glettin frá því að óþolinmæði hennar geri það að verkum að hún leyti þá frekar hjálpar og því sett sig í samband við Wu-Tang Clan.RZAVísir/Getty„Ég var á Spáni, og Wu-Tang Clan átti að koma þangað. RZA var væntanlegur. Svo liðu mánuðirnir. Ég kláraði plötuna og skilaði henni af mér. Þá sagði RZA: Ég er tilbúinn. Á ég að koma til Spánar?“ RZA er sviðsnafn Robert Fitzgerald Diggs, eins af forsprökkum Wu-Tang Clan. Björk segir frá því að seinna meir hittust hún og Wu-Tang Clan í New York þar sem þau sömdu nokkur lög saman. „Stundum þegar þú gerir hluti sem þú hafði ekki planað, þá eiga sér stað töfrar. Og ég er sannfærð um það sem við sköpuðum voru töfrar. En þar sem þetta var ekki hluti af Homogenic og ekki hluti af því sem Wu-Tang var að gera á þeim tíma, þá var þetta betra sem hugmynd.“ Hún segir Wu-Tang liða hafa sýnt sér New York borg og það hafi verið afar mikil upplifun. Hún deilir einnig minningu sem hún segir vera í miklu uppáhaldi hjá henni, en það var þegar hún gaf áritanir í Tower Store-plötuverslun í borginni. „Ég mætti og einnig sjö meðlimir úr Wu-Tang Clan til að vernda mig. Ég hafði verið ein á ferð en þegar þeir mættu fannst mér ég vera örugg. Þetta voru töfrar. Í mínum huga eru þeir pönkarar. Við erum svipuð. Við gerum hlutina á vissan hátt. Það besta við þetta er að ég fékk að sjá Wu-Tang útgáfuna af New York. Sem var frekar svalt. Mjög sérstakt sjónarhorn á þá borg og ég er mjög heppin að hafa upplifað það.“ Björk er einnig spurð út í mögulegt samstarf hennar og rapparans Jay-Z. Hún segir rapparann hafa beðið sig um að semja tónlist fyrir hann, sem átti að vera hluti af lagi. „Það varð hins vegar ekkert af því. Því var hreinlega ekki ætlað að gerast.“ Björk Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Við sömdum nokkur lög saman,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um samstarf hennar og bandarísku rappsveitarinnar Wu-Tang Clan á tíunda áratug síðustu aldar. Björk segir frá þessu í viðtali við bandaríska tónlistartímaritið FACT og hryggir aðdáendur sínar með þeim fregnum að afrakstur þess samstarfs muni aldrei líta dagsins ljós. Í viðtalinu segist Björk hafa sett sig í samband við Wu-Tang Clan þegar hún vann að plötunni Homogenic sem var gefin út á því herrans ári 1997. Óskaði hún eftir því að þeir myndu vinna takta fyrir plötuna. Björk vildi fá einskonar íslenska eldgosatakta á plötuna og hafði prófað sig áfram í því en það tók hana langan tíma. Hún segir glettin frá því að óþolinmæði hennar geri það að verkum að hún leyti þá frekar hjálpar og því sett sig í samband við Wu-Tang Clan.RZAVísir/Getty„Ég var á Spáni, og Wu-Tang Clan átti að koma þangað. RZA var væntanlegur. Svo liðu mánuðirnir. Ég kláraði plötuna og skilaði henni af mér. Þá sagði RZA: Ég er tilbúinn. Á ég að koma til Spánar?“ RZA er sviðsnafn Robert Fitzgerald Diggs, eins af forsprökkum Wu-Tang Clan. Björk segir frá því að seinna meir hittust hún og Wu-Tang Clan í New York þar sem þau sömdu nokkur lög saman. „Stundum þegar þú gerir hluti sem þú hafði ekki planað, þá eiga sér stað töfrar. Og ég er sannfærð um það sem við sköpuðum voru töfrar. En þar sem þetta var ekki hluti af Homogenic og ekki hluti af því sem Wu-Tang var að gera á þeim tíma, þá var þetta betra sem hugmynd.“ Hún segir Wu-Tang liða hafa sýnt sér New York borg og það hafi verið afar mikil upplifun. Hún deilir einnig minningu sem hún segir vera í miklu uppáhaldi hjá henni, en það var þegar hún gaf áritanir í Tower Store-plötuverslun í borginni. „Ég mætti og einnig sjö meðlimir úr Wu-Tang Clan til að vernda mig. Ég hafði verið ein á ferð en þegar þeir mættu fannst mér ég vera örugg. Þetta voru töfrar. Í mínum huga eru þeir pönkarar. Við erum svipuð. Við gerum hlutina á vissan hátt. Það besta við þetta er að ég fékk að sjá Wu-Tang útgáfuna af New York. Sem var frekar svalt. Mjög sérstakt sjónarhorn á þá borg og ég er mjög heppin að hafa upplifað það.“ Björk er einnig spurð út í mögulegt samstarf hennar og rapparans Jay-Z. Hún segir rapparann hafa beðið sig um að semja tónlist fyrir hann, sem átti að vera hluti af lagi. „Það varð hins vegar ekkert af því. Því var hreinlega ekki ætlað að gerast.“
Björk Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira