Barnaskírn Bjarni Karlsson skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Ef þú vilt vita hver þú raunverulega ert skaltu horfa á sjálfa(n) þig í gegnum augu barnanna sem eiga öryggi sitt undir þér komið. Ég held að þetta sé kjarninn í siðaboðskap Jesú frá Nasaret. Þegar fólk velur að skíra barn að kristnum sið þá er það í raun að segja við óvitann: „Við vitum ekki ennþá hver þú ert en við lofum að elska þig eins og þú ert á hverjum tíma og ætlum að reyna að lifa þannig að það sé gott að vera þú.“ Barn tilheyrir ekki bara fjölskyldu sinni heldur er það partur af þjóðfélagi. Þess vegna er skírn opinber athöfn og opinber þjónn er fenginn til að annast hana og ávarpa persónuna með fullu nafni til að segja henni góðu fréttina: „Þú ert og verður alltaf nóg!“ Eini aðilinn sem engu lofar er barnið en fjölskyldan, samfélagið og æðri máttur heita barninu ást og frelsi. Hvort barnið er skráð í eitthvert trúfélag eða ekki er fullkomið aukaatriði í þessu samhengi. Meistarinn frá Nasaret fullyrti að hvert einasta barn ætti sér engil. Í mínum huga merkir það að þegar ég horfi í augun á barni þá sé guð að horfa í augun á mér. Þannig að þegar ég mæti augnaráði barns horfist ég í augu við dómara minn. Einu sérfræðingarnir í mér og þér eru börnin í lífi okkar. Þau vita hvaða mann við höfum að geyma. Með því að skíra óvita erum við að viðurkenna að nýr dómari sé kominn til starfa. „Ef okkur tekst að lifa þannig að það sé gott að vera þú, þá höfum við kannski gert eitthvað rétt,“ erum við að segja við skírnarbarnið. Barnið þarfnast ekki skírnar og er ekki betra eða verra hvort heldur það fær skírn, nafnaveislu, veraldlega nafngjöf, eða hvað annað. Barnaskírn er hins vegar grjótharður siður sem aldrei má týnast sem lifandi valkostur. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Ef þú vilt vita hver þú raunverulega ert skaltu horfa á sjálfa(n) þig í gegnum augu barnanna sem eiga öryggi sitt undir þér komið. Ég held að þetta sé kjarninn í siðaboðskap Jesú frá Nasaret. Þegar fólk velur að skíra barn að kristnum sið þá er það í raun að segja við óvitann: „Við vitum ekki ennþá hver þú ert en við lofum að elska þig eins og þú ert á hverjum tíma og ætlum að reyna að lifa þannig að það sé gott að vera þú.“ Barn tilheyrir ekki bara fjölskyldu sinni heldur er það partur af þjóðfélagi. Þess vegna er skírn opinber athöfn og opinber þjónn er fenginn til að annast hana og ávarpa persónuna með fullu nafni til að segja henni góðu fréttina: „Þú ert og verður alltaf nóg!“ Eini aðilinn sem engu lofar er barnið en fjölskyldan, samfélagið og æðri máttur heita barninu ást og frelsi. Hvort barnið er skráð í eitthvert trúfélag eða ekki er fullkomið aukaatriði í þessu samhengi. Meistarinn frá Nasaret fullyrti að hvert einasta barn ætti sér engil. Í mínum huga merkir það að þegar ég horfi í augun á barni þá sé guð að horfa í augun á mér. Þannig að þegar ég mæti augnaráði barns horfist ég í augu við dómara minn. Einu sérfræðingarnir í mér og þér eru börnin í lífi okkar. Þau vita hvaða mann við höfum að geyma. Með því að skíra óvita erum við að viðurkenna að nýr dómari sé kominn til starfa. „Ef okkur tekst að lifa þannig að það sé gott að vera þú, þá höfum við kannski gert eitthvað rétt,“ erum við að segja við skírnarbarnið. Barnið þarfnast ekki skírnar og er ekki betra eða verra hvort heldur það fær skírn, nafnaveislu, veraldlega nafngjöf, eða hvað annað. Barnaskírn er hins vegar grjótharður siður sem aldrei má týnast sem lifandi valkostur. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun