Vil sýna að ég get enn spilað Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2017 06:00 Sölvi Geir Ottesen ætlar að spila í Pepsi-deildinni í sumar. Vísir/Stefán Eftir þrettán ár í atvinnumennsku er Sölvi Geir Ottesen kominn aftur heim til Íslands. Að baki er ævintýralegur atvinnumannsferill, þar sem hann spilaði með átta félögum í fimm löndum í tveimur heimsálfum. „Mér líður vel. Það var löngu ákveðið að ég myndi koma heim á þessum tíma og ég er sáttur við þá niðurstöðu. Ég er feginn að vera kominn heim og ég lít á þennan tíma úti sem mjög góðan og skemmtilegan,“ sagði Sölvi Geir en börnin hans fluttu heim til Íslands fyrir fjórum árum, um svipað leyti og hann samdi við Ural í Rússlandi. „Það hefur verið langerfiðast við þetta, fjarveran frá börnunum mínum. Það var því orðið tímabært að koma heim,“ sagði Sölvi Geir sem kom hingað til lands í upphafi vikunnar.Sölvi með þeim Mikael Antonsson og Johan Wiland þegar hann varð meistari með FCK í Danmörku.Vísir/GettyHef enn mikinn metnað Ljóst er að allflest félög í Pepsi-deildinni hafa áhuga á að fá jafn sterkan leikmann og Sölva Geir í sitt lið. Hann segist þó ekki búinn að ákveða hvar hann muni spila í sumar, en hann hefur til að mynda verið orðaður við FH sem hann æfði með þegar hann var staddur hér á landi í byrjun árs. „Ég á eftir að fara betur yfir þessi mál. Það hafa verið einhverjar þreifingar í gangi og samtöl við klúbba en ég vil heyra betur hvað þeir hafa að segja. Ég mun svo vega og meta kostina til að sjá hver er bestur fyrir mig í stöðunni,“ segir Sölvi Geir, sem spilaði í yngri flokkum með KA og Víkingi hér á landi en meistaraflokksferilinn hóf hann með síðarnefnda liðinu. „Það er langt í næsta tímabil og ég hef nægan tíma til að finna út úr þessu. Ég er 33 ára og þarf því kannski ekki að æfa jafn mikið og þessir ungu. En ég hlakka mikið til og hef mikinn metnað til að standa mig hér á landi og sýna að ég geti enn spilað fótbolta.“ My time playing abroad as come to an end and I want to thank all the people, teammates, staff, fans, friends and family that took part on this journey with me #djurgården #sønderjyske #fckøbenhavn #fcural #jiangsusainty #wuhanzall #buriramutd #guangzhourf A post shared by Sölvi Ottesen (@solviottesen) on Nov 7, 2017 at 3:31am PSTNáði flestum markmiðum Sölvi Geir hóf atvinnumannsferilinn hjá Djurgården í Svíþjóð en spilaði einnig með SönderjyskE og FCK í Kaupmannahöfn, áður en hann hélt til Rússlands þar sem hann spilaði í tvö ár. Síðustu tvö árin hefur hann verið í Kína, þar sem hann spilaði með þremur félögum, og Taílandi. „Ég er mjög sáttur við minn feril. Maður getur alltaf hugsað til baka um eitthvað sem hefði getað farið betur en heilt yfir þá er ég mjög sáttur. Ég náði flestum af þeim markmiðum sem ég setti mér sem ungur drengur,“ segir Sölvi Geir sem segir að það hafi verið skemmtileg reynsla að spila í Asíu. „Það var frábært að fá að fara til Asíu og kynnast fótboltanum þar og menningunni. Þetta er mjög frábrugðið Evrópu, sérstaklega í Kína. Ég upplifði margt skemmtilegt þar – mér tókst að verða bikarmeistari á fyrsta tímabili mínu í Kína og ég verð sennilega taílenskur meistari ef þeir klára leikina sína þar.“ Hann segist nú spenntur fyrir framhaldinu á Íslandi, hvar sem hann muni spila næsta sumar. „Ég náði ekki að spila lengi í efstu deild áður en ég fór út á sínum tíma, aðeins hálft tímabil. Þetta verður mjög skemmtilegt.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Eftir þrettán ár í atvinnumennsku er Sölvi Geir Ottesen kominn aftur heim til Íslands. Að baki er ævintýralegur atvinnumannsferill, þar sem hann spilaði með átta félögum í fimm löndum í tveimur heimsálfum. „Mér líður vel. Það var löngu ákveðið að ég myndi koma heim á þessum tíma og ég er sáttur við þá niðurstöðu. Ég er feginn að vera kominn heim og ég lít á þennan tíma úti sem mjög góðan og skemmtilegan,“ sagði Sölvi Geir en börnin hans fluttu heim til Íslands fyrir fjórum árum, um svipað leyti og hann samdi við Ural í Rússlandi. „Það hefur verið langerfiðast við þetta, fjarveran frá börnunum mínum. Það var því orðið tímabært að koma heim,“ sagði Sölvi Geir sem kom hingað til lands í upphafi vikunnar.Sölvi með þeim Mikael Antonsson og Johan Wiland þegar hann varð meistari með FCK í Danmörku.Vísir/GettyHef enn mikinn metnað Ljóst er að allflest félög í Pepsi-deildinni hafa áhuga á að fá jafn sterkan leikmann og Sölva Geir í sitt lið. Hann segist þó ekki búinn að ákveða hvar hann muni spila í sumar, en hann hefur til að mynda verið orðaður við FH sem hann æfði með þegar hann var staddur hér á landi í byrjun árs. „Ég á eftir að fara betur yfir þessi mál. Það hafa verið einhverjar þreifingar í gangi og samtöl við klúbba en ég vil heyra betur hvað þeir hafa að segja. Ég mun svo vega og meta kostina til að sjá hver er bestur fyrir mig í stöðunni,“ segir Sölvi Geir, sem spilaði í yngri flokkum með KA og Víkingi hér á landi en meistaraflokksferilinn hóf hann með síðarnefnda liðinu. „Það er langt í næsta tímabil og ég hef nægan tíma til að finna út úr þessu. Ég er 33 ára og þarf því kannski ekki að æfa jafn mikið og þessir ungu. En ég hlakka mikið til og hef mikinn metnað til að standa mig hér á landi og sýna að ég geti enn spilað fótbolta.“ My time playing abroad as come to an end and I want to thank all the people, teammates, staff, fans, friends and family that took part on this journey with me #djurgården #sønderjyske #fckøbenhavn #fcural #jiangsusainty #wuhanzall #buriramutd #guangzhourf A post shared by Sölvi Ottesen (@solviottesen) on Nov 7, 2017 at 3:31am PSTNáði flestum markmiðum Sölvi Geir hóf atvinnumannsferilinn hjá Djurgården í Svíþjóð en spilaði einnig með SönderjyskE og FCK í Kaupmannahöfn, áður en hann hélt til Rússlands þar sem hann spilaði í tvö ár. Síðustu tvö árin hefur hann verið í Kína, þar sem hann spilaði með þremur félögum, og Taílandi. „Ég er mjög sáttur við minn feril. Maður getur alltaf hugsað til baka um eitthvað sem hefði getað farið betur en heilt yfir þá er ég mjög sáttur. Ég náði flestum af þeim markmiðum sem ég setti mér sem ungur drengur,“ segir Sölvi Geir sem segir að það hafi verið skemmtileg reynsla að spila í Asíu. „Það var frábært að fá að fara til Asíu og kynnast fótboltanum þar og menningunni. Þetta er mjög frábrugðið Evrópu, sérstaklega í Kína. Ég upplifði margt skemmtilegt þar – mér tókst að verða bikarmeistari á fyrsta tímabili mínu í Kína og ég verð sennilega taílenskur meistari ef þeir klára leikina sína þar.“ Hann segist nú spenntur fyrir framhaldinu á Íslandi, hvar sem hann muni spila næsta sumar. „Ég náði ekki að spila lengi í efstu deild áður en ég fór út á sínum tíma, aðeins hálft tímabil. Þetta verður mjög skemmtilegt.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira