Vinsælustu bílar hvers Evrópulands Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2017 11:12 Skoda Octavia er sá vinsælasti í 6 Evrópulöndum en Volkswagen Golf í 5 löndum. Það kemur vafalaust engum á óvart að vinsælasta bílgerðin í Tékklandi sé Skoda Octavia enda bíllinn framleiddur þar í landi, en færri vita ef til vill að vinsælasta bílgerðin í Danmörku er Peugeot 208. Á þetta við það sem af er liðið þessu ári. Skoda Octavia er reyndar mest selda bílgerðin í fleiri Evrópulöndum, það er í Finnlandi, Króatíu, Eistlandi, Póllandi og í Sviss. Önnur gerð Skoda, þ.e. Fabia er svo vinsælasta bílgerðin í Slóvakíu. Annar bíll sem er sá vinsælasti í mörgum löndum er Volkswagen Golf, en hann er sá mest seldi í Þýskalandi, Austurríki, Noregi, Belgíu og Luxemborg. Sá vinsælasti í Frakklandi er Renault Clio og reyndar í Hollandi og Portúgal einnig. Á Ítalíu er það Fiat Panda og Fiat 500 í Litháen. Í Grikklandi er það Toyota Yaris sem flestir kaupa og það á líka við á Íslandi. í Ungverjalandi er það Suzuki Vitara sem er sá mest keypti, á Írlandi Hyundai Tucson, Lettlandi Nissan Qashqai, Rúmeníu Dacia Logan og í Slóveníu Peugeot 3008, en sá bíll er bíll ársins í Evrópu og á Íslandi. Ekki kemur á óvart að sá mest seldi á Spáni er Seat Ibiza og í Svíþjóð Volvo XC60, né heldur að sá vinsælasti í Bretlandi sé Ford Fiesta. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Það kemur vafalaust engum á óvart að vinsælasta bílgerðin í Tékklandi sé Skoda Octavia enda bíllinn framleiddur þar í landi, en færri vita ef til vill að vinsælasta bílgerðin í Danmörku er Peugeot 208. Á þetta við það sem af er liðið þessu ári. Skoda Octavia er reyndar mest selda bílgerðin í fleiri Evrópulöndum, það er í Finnlandi, Króatíu, Eistlandi, Póllandi og í Sviss. Önnur gerð Skoda, þ.e. Fabia er svo vinsælasta bílgerðin í Slóvakíu. Annar bíll sem er sá vinsælasti í mörgum löndum er Volkswagen Golf, en hann er sá mest seldi í Þýskalandi, Austurríki, Noregi, Belgíu og Luxemborg. Sá vinsælasti í Frakklandi er Renault Clio og reyndar í Hollandi og Portúgal einnig. Á Ítalíu er það Fiat Panda og Fiat 500 í Litháen. Í Grikklandi er það Toyota Yaris sem flestir kaupa og það á líka við á Íslandi. í Ungverjalandi er það Suzuki Vitara sem er sá mest keypti, á Írlandi Hyundai Tucson, Lettlandi Nissan Qashqai, Rúmeníu Dacia Logan og í Slóveníu Peugeot 3008, en sá bíll er bíll ársins í Evrópu og á Íslandi. Ekki kemur á óvart að sá mest seldi á Spáni er Seat Ibiza og í Svíþjóð Volvo XC60, né heldur að sá vinsælasti í Bretlandi sé Ford Fiesta.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira