Nissan Navara jeppi á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2017 09:41 Svona mun Nissan Navara jeppinn líta út. Hér hefur áður verið greint frá að Nissan hyggist smíða jeppa byggðan á Navara pallbíl sínum og að hann verði smíðaður í Kína, að fyrstu fyrir Kínamarkað, en að hann verði einnig boðinn á öðrum mörkuðum undir nafninu Xterra. Í Kína mun hann hinsvegar bera nafnið Paladin. Ýmislegt er farið að skýrast varðandi tilkomu hans, meðal annars að hann muni koma á markað strax á næsta ári. Hann verður 4.885 mm langur, 1.865 mm breiður og 1.835 mm hár og mun líta út eins og myndin hér að ofan sýnir. Bíllinn verður í boði bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og vélarkostirnir verða aðlagaðir hverjum markaði fyrir sig og hann verður boðinn með 6 gíra beinskiptingu eða 7 gíra sjálfskiptingu. Líklega verður um að ræða 2,5 lítra bensínvél og 2,3 lítra dísilvél í tveimur útgáfum, 160 hestafla með einni forþjöppu og 190 hestafla með tveimur forþjöppum og 450 Nm togi. Sennilega verður jeppinn sýndur fyrst almenningi á bílasýningunni í Peking í apríl á næsta ári. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent
Hér hefur áður verið greint frá að Nissan hyggist smíða jeppa byggðan á Navara pallbíl sínum og að hann verði smíðaður í Kína, að fyrstu fyrir Kínamarkað, en að hann verði einnig boðinn á öðrum mörkuðum undir nafninu Xterra. Í Kína mun hann hinsvegar bera nafnið Paladin. Ýmislegt er farið að skýrast varðandi tilkomu hans, meðal annars að hann muni koma á markað strax á næsta ári. Hann verður 4.885 mm langur, 1.865 mm breiður og 1.835 mm hár og mun líta út eins og myndin hér að ofan sýnir. Bíllinn verður í boði bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og vélarkostirnir verða aðlagaðir hverjum markaði fyrir sig og hann verður boðinn með 6 gíra beinskiptingu eða 7 gíra sjálfskiptingu. Líklega verður um að ræða 2,5 lítra bensínvél og 2,3 lítra dísilvél í tveimur útgáfum, 160 hestafla með einni forþjöppu og 190 hestafla með tveimur forþjöppum og 450 Nm togi. Sennilega verður jeppinn sýndur fyrst almenningi á bílasýningunni í Peking í apríl á næsta ári.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent