Sjöundi áratugurinn áberandi á tískupöllunum Ritstjórn skrifar 17. nóvember 2017 09:45 Prada, Jane Birkin árið 1969, Gucci Glamour/Getty Frjáls klæðnaður, útvíðar buxur, mynstur og margt annað sem einkenndi sjöunda áratuginn hefur verið mjög áberandi á tískupöllunum síðustu árstíðir. Konur eins og Twiggy, Jane Birkin og Brigitte Bardot voru aðal tískufyrirmyndirnar á þessum tíma, ásamt rokkstjörnunum í The Rolling Stones. Á þessum tíma var mikið að gerast í tónlistar- og tískuheiminum og áhrifin mikil frá þessu áberandi fólki. Tónlistarheimurinn sótti innblástur í tískuheiminn og öfugt. Oft var ekki mikill munur á fatnaði kynjanna sem er einmitt það sem er að gerast í tískuheiminum í dag, en skilin á milli kynjanna eru hægt að þurrkast út. Stutt pils, útvíðar buxur, upphá stígvél og engar reglur eru orðin sem einkenna þennan stíl og gera enn í dag. Áhrifin frá tímabilinu eru óneitanlega mikil þegar horft er til tískuhúsanna Marc Jacobs og Gucci, og mun ekki líða á löngu þar til við sjáum þau í verslunum og á klæðaburði fólksins í kringum okkur. ChanelChanelAnita Pallenberg og Keith Richards árið 1969.Brigitte Bardot og Christian Kalt árið 1971.Twiggy fyrir Vogue árið 1967.Fyrirsætan Donyale Luna árið 1968.Marc Jacobs Mest lesið Ástfangin á fremsta bekk Glamour Smekkbuxur og lakk hjá Balmain Glamour Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Jennifer Aniston skilin Glamour Bella Hadid situr fyrir í herferð Zadig & Voltaire ásamt bróður sínum Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Sjálfbær fegurð fyrir öll aldurstig lífsins Glamour Haustleg vortíska í Tokyo Glamour Blómahellir Dior í París stal senunni Glamour Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour
Frjáls klæðnaður, útvíðar buxur, mynstur og margt annað sem einkenndi sjöunda áratuginn hefur verið mjög áberandi á tískupöllunum síðustu árstíðir. Konur eins og Twiggy, Jane Birkin og Brigitte Bardot voru aðal tískufyrirmyndirnar á þessum tíma, ásamt rokkstjörnunum í The Rolling Stones. Á þessum tíma var mikið að gerast í tónlistar- og tískuheiminum og áhrifin mikil frá þessu áberandi fólki. Tónlistarheimurinn sótti innblástur í tískuheiminn og öfugt. Oft var ekki mikill munur á fatnaði kynjanna sem er einmitt það sem er að gerast í tískuheiminum í dag, en skilin á milli kynjanna eru hægt að þurrkast út. Stutt pils, útvíðar buxur, upphá stígvél og engar reglur eru orðin sem einkenna þennan stíl og gera enn í dag. Áhrifin frá tímabilinu eru óneitanlega mikil þegar horft er til tískuhúsanna Marc Jacobs og Gucci, og mun ekki líða á löngu þar til við sjáum þau í verslunum og á klæðaburði fólksins í kringum okkur. ChanelChanelAnita Pallenberg og Keith Richards árið 1969.Brigitte Bardot og Christian Kalt árið 1971.Twiggy fyrir Vogue árið 1967.Fyrirsætan Donyale Luna árið 1968.Marc Jacobs
Mest lesið Ástfangin á fremsta bekk Glamour Smekkbuxur og lakk hjá Balmain Glamour Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Jennifer Aniston skilin Glamour Bella Hadid situr fyrir í herferð Zadig & Voltaire ásamt bróður sínum Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Sjálfbær fegurð fyrir öll aldurstig lífsins Glamour Haustleg vortíska í Tokyo Glamour Blómahellir Dior í París stal senunni Glamour Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour