Toyota nálgast GM í sölu í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2017 10:46 Toyota RAV4 er söluhæsta bílgerð Toyota í Bandaríkjunum nú. Japanskir bílaframleiðendur hafa náð miklum og sívaxandi árangri í sölu bíla sinna í Bandaríkjunum á síðustu áratugum og nú er svo komið að Toyota nálgast ískyggilega hratt söluna hjá General Motors sem verið hefur stærsti bílasali vestanhafs æði lengi. Þegar sölutölur ársins eru skoðaðar kemur í ljós að Toyota er aðeins 70.000 bílum á eftir General Motors í ár ef aðeins eru taldir bílar til almennings, en 360.000 bílum á eftir GM ef svokölluð “fleet”-sala er tekin með, en það er sala á fyrirtækjabílum. Ef fram sem horfir líður ekki langt þangað til sala Toyota bíla er orðin meiri en hjá GM, en Toyota hefur á síðustu árum tekið framúr hinum tveimur stóru bílaframleiðendum Bandaríkjanna, Ford og Fiat-Chrysler. Það yrði talsverður álitshnekkir fyrir bílaframleiðslu í Bandaríkjunum ef Toyota tæki forystuna í bílasölu vestanhafs, en samt virðist fátt geta komið í veg fyrir það. Vinsælasti bíll Toyota í Bandaríkjunum nú er RAV4 jepplingurinn og jeppar Toyota seljast einnig gríðarvel. Sala á þeim bíl sem lengi var sá söluhæsti hjá Toyota vestanhafs, Toyota Camry, hefur gefið verulega eftir á kostnað jeppa og jepplinga fyrirtæksins. Toyota Corolla er enn einn bíllinn sem selst líka ágætlega frá Toyota. Sala Toyota í október var með ágætum og er búist við að Toyota tilkynni um 4% aukna sölu í þeim mánuði á tímum örlítið þverrandi heildarsölu í Bandaríkjunum. Toyota er því enn að vinna á. Það kemur þó nokkuð á óvart að líklega munu aðeins Volkswagen og Audi tilkynna um meiri aukningu í sölu í október af öllum bílaframleiðendum sem selja bíla í Bandaríkjunum. Því virðist Volkswagen bílasamstæðan hafa jafnað sig vel á dísilvélasvindlinu sem uppgötvaðist einmitt í Bandaríkjunum fyrir um tveimur árum síðan. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Japanskir bílaframleiðendur hafa náð miklum og sívaxandi árangri í sölu bíla sinna í Bandaríkjunum á síðustu áratugum og nú er svo komið að Toyota nálgast ískyggilega hratt söluna hjá General Motors sem verið hefur stærsti bílasali vestanhafs æði lengi. Þegar sölutölur ársins eru skoðaðar kemur í ljós að Toyota er aðeins 70.000 bílum á eftir General Motors í ár ef aðeins eru taldir bílar til almennings, en 360.000 bílum á eftir GM ef svokölluð “fleet”-sala er tekin með, en það er sala á fyrirtækjabílum. Ef fram sem horfir líður ekki langt þangað til sala Toyota bíla er orðin meiri en hjá GM, en Toyota hefur á síðustu árum tekið framúr hinum tveimur stóru bílaframleiðendum Bandaríkjanna, Ford og Fiat-Chrysler. Það yrði talsverður álitshnekkir fyrir bílaframleiðslu í Bandaríkjunum ef Toyota tæki forystuna í bílasölu vestanhafs, en samt virðist fátt geta komið í veg fyrir það. Vinsælasti bíll Toyota í Bandaríkjunum nú er RAV4 jepplingurinn og jeppar Toyota seljast einnig gríðarvel. Sala á þeim bíl sem lengi var sá söluhæsti hjá Toyota vestanhafs, Toyota Camry, hefur gefið verulega eftir á kostnað jeppa og jepplinga fyrirtæksins. Toyota Corolla er enn einn bíllinn sem selst líka ágætlega frá Toyota. Sala Toyota í október var með ágætum og er búist við að Toyota tilkynni um 4% aukna sölu í þeim mánuði á tímum örlítið þverrandi heildarsölu í Bandaríkjunum. Toyota er því enn að vinna á. Það kemur þó nokkuð á óvart að líklega munu aðeins Volkswagen og Audi tilkynna um meiri aukningu í sölu í október af öllum bílaframleiðendum sem selja bíla í Bandaríkjunum. Því virðist Volkswagen bílasamstæðan hafa jafnað sig vel á dísilvélasvindlinu sem uppgötvaðist einmitt í Bandaríkjunum fyrir um tveimur árum síðan.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira