Bíll ársins er Peugeot 3008 Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2017 09:06 Peugeot 3008. Tilkynnt var um val á bíl ársins hjá Bandalagi íslenskra bílablaðamanna í gærkveldi. Það var Peugeot 3008 sem hlýtur nafnbótina Bíll ársins þessu sinni. Alls voru það 30 bílar sem sem valið stóð á milli þetta árið, en gjaldgengir eru glænýjar bílgerðir og nýjar kynslóðir þekktari gerða. Tólf þeirra voru valdir í úrslit í fjórum flokkum, það er minni fólkbílar, millistærðarfólksbílar, stærri fólksbílar og jeppar og jepplingar. Peugeot 3008 fellur í flokk stærri fólksbíla, en annar í þeim flokki var Volvo V90 Cross Country og þriðji BMW 5. Í flokki smærri fólksbíla stóð Suzuki efstur á blaði, annar var Nissan Micra og þriðji Kia Rio. Í flokki millistærðarfólksbíla varð efstur Hyundai Ionic, annar Honda Civic og þriðji Hyundai i30. Í flokki jeppa og jepplinga bar sigur úr bítum Volvo XC60, annar varð Skoda Kodiaq og þriðji Renault Koleos. Allra hæstu einkunn allra þessara bíla hlaut Peugeot 3008. Næst flestu stigin fékk svo Hyundai Ionic og þau þriðju flestu Volvo XC60. Verðlaun fyrir bíl ársins, sem og fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum flokki voru veitt með viðhöfn í sal Blaðamannafélagsins í Síðumúla í gærkveldi að viðstöddu fjölmenni. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Tilkynnt var um val á bíl ársins hjá Bandalagi íslenskra bílablaðamanna í gærkveldi. Það var Peugeot 3008 sem hlýtur nafnbótina Bíll ársins þessu sinni. Alls voru það 30 bílar sem sem valið stóð á milli þetta árið, en gjaldgengir eru glænýjar bílgerðir og nýjar kynslóðir þekktari gerða. Tólf þeirra voru valdir í úrslit í fjórum flokkum, það er minni fólkbílar, millistærðarfólksbílar, stærri fólksbílar og jeppar og jepplingar. Peugeot 3008 fellur í flokk stærri fólksbíla, en annar í þeim flokki var Volvo V90 Cross Country og þriðji BMW 5. Í flokki smærri fólksbíla stóð Suzuki efstur á blaði, annar var Nissan Micra og þriðji Kia Rio. Í flokki millistærðarfólksbíla varð efstur Hyundai Ionic, annar Honda Civic og þriðji Hyundai i30. Í flokki jeppa og jepplinga bar sigur úr bítum Volvo XC60, annar varð Skoda Kodiaq og þriðji Renault Koleos. Allra hæstu einkunn allra þessara bíla hlaut Peugeot 3008. Næst flestu stigin fékk svo Hyundai Ionic og þau þriðju flestu Volvo XC60. Verðlaun fyrir bíl ársins, sem og fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum flokki voru veitt með viðhöfn í sal Blaðamannafélagsins í Síðumúla í gærkveldi að viðstöddu fjölmenni.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira