Hafa ekki undan að framleiða Opel Ampera-e Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2017 10:45 Opel Ampera-e rafmagnsbíllinn. Rafmagnsbíllinn Opel Ampera-e, sem ber einnig nafnið Chevrolet Bolt EV í Bandaríkjunum, er svo vinsæll að framleiðsla hans dugar engan veginn þeirra gríðareftirspurn sem eftir honum er. Sem dæmi um vinsældir hans skrifuðu 4.000 Norðmenn sig fyrir eintaki af bílnum fyrsta daginn sem opnað var fyrir pantanir í hann þarlendis. Ekki hefur tekist að afhenda nema innan við 1.000 Opel Ampera-e fram til þessa og biðlistinn því langur enn. Svo mikil er eftirspurnin að Opel og Chevrolet hafa beðið söluaðila að taka ekki niður fleiri pantanir í bílinn á næstunni. Að sögn forsvarsmanna Opel mega þeir sem síðastir hafa pantað bílinn vænta þess að fá hann ekki afgreiddan fyrr en snemma á árinu 2019. Opel Ampera-e er rafmagnsbíll með 383 km drægni. Verð Opel Ampera-e er 34.950 evrur í Evrópu, eða tæplega 4,4 milljónir króna. Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent
Rafmagnsbíllinn Opel Ampera-e, sem ber einnig nafnið Chevrolet Bolt EV í Bandaríkjunum, er svo vinsæll að framleiðsla hans dugar engan veginn þeirra gríðareftirspurn sem eftir honum er. Sem dæmi um vinsældir hans skrifuðu 4.000 Norðmenn sig fyrir eintaki af bílnum fyrsta daginn sem opnað var fyrir pantanir í hann þarlendis. Ekki hefur tekist að afhenda nema innan við 1.000 Opel Ampera-e fram til þessa og biðlistinn því langur enn. Svo mikil er eftirspurnin að Opel og Chevrolet hafa beðið söluaðila að taka ekki niður fleiri pantanir í bílinn á næstunni. Að sögn forsvarsmanna Opel mega þeir sem síðastir hafa pantað bílinn vænta þess að fá hann ekki afgreiddan fyrr en snemma á árinu 2019. Opel Ampera-e er rafmagnsbíll með 383 km drægni. Verð Opel Ampera-e er 34.950 evrur í Evrópu, eða tæplega 4,4 milljónir króna.
Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent