Íslensku skrímslin munu fara alla leið til Japan Guðný Hrönn skrifar 8. nóvember 2017 11:00 Haldið verður útgáfuteiti í Hafnarborg Hafnarfirði vegna bókarinnar Skrímslin í Hraunlandi á laugardaginn. Íslenska fyrirtækið Monstri ehf. hefur handgert lítil ullarskrímsli úr afgangsefnum frá árinu 2011 sem hafa vakið lukku hjá bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum á Íslandi. En nú er fyrirtækið að færa út kvíarnar og fer alla leið til Japan. Það var síðastliðið haust sem japanskur dreifingaraðilli hafði samband við Ölmu Björk Ástþórsdóttur, eiganda Monstra ehf. Hann hafði heillast af skrímslunum þegar hann var hér á landi sem ferðamaður og vildi fá þau alla leið til Japans. Alma fékk þá hjálp frá sendiráði Íslands í Tókýó og Íslandsstofu við að koma á samstarfi. „Í febrúar fórum við svo til Tókýó þar sem ég skrifaði undir dreifingarsamninginn,“ segir Alma sem hefur háleit markmið. „Við ætlum ekkert að stoppa við Japan. Við sjáum það á erlendum viðskiptavinum okkar hérlendis að skrímslin eiga klárlega erindi um allan heim. Þau eru öll handgerð þar sem vandað er til verka og fólk kann að meta það.“ Spurð út í hvort hana hafi einhvern tímann grunað að skrímslin myndu ná svona langt segir Alma Björk: „Nei, alls ekki. Í fyrstu var hugsunin bara að gera eitthvað úr afgangsefnum í stað þess að henda þeim. Ég notaði alls kyns búta, afklippur og jafnvel gömul föt í útlimi. En salan fór strax vel af stað og áður en ég vissi af var ég farin að kaupa afgangsull hjá Glófa og góðar saumakonur í bænum voru duglegar að safna afskurði fyrir mig.“ Aðspurð hvar hún sjái skrímslin sín fyrir sér eftir 10 ár segir Alma næstu skref vera að stækka fyrirtækið enn frekar. „Næstu skref hjá okkur eru að stækka fyrirtækið, gefa út fleiri bækur og koma upp skrímslasmiðjum bæði hérlendis og erlendis.“ Nýverið kom svo út bók um skrímslin, bókin Skrímslin í Hraunlandi. „Í bókinni „Skrímslin í Hraunlandi“ fylgjumst við með því hvernig skrímslin þurftu að flýja heimili sín, torfbæina, sökum tækninnar og þurfa nú að læra að lifa af í íslenskri náttúru. Útgáfa bókarinnar á íslensku er liður í því að vaxa meira á innlendum markaði. Með bókinni viljum við kynna skrímslin betur fyrir íslenskum börnum enda hafa skrímslin tengingu í íslenska arfleifð og náttúru ásamt því að boða umhverfisvernd. Þannig fá börnin tækifæri til að kynnast þessum málefnum á skemmtilegan hátt.“ Tíska og hönnun Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Monstri ehf. hefur handgert lítil ullarskrímsli úr afgangsefnum frá árinu 2011 sem hafa vakið lukku hjá bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum á Íslandi. En nú er fyrirtækið að færa út kvíarnar og fer alla leið til Japan. Það var síðastliðið haust sem japanskur dreifingaraðilli hafði samband við Ölmu Björk Ástþórsdóttur, eiganda Monstra ehf. Hann hafði heillast af skrímslunum þegar hann var hér á landi sem ferðamaður og vildi fá þau alla leið til Japans. Alma fékk þá hjálp frá sendiráði Íslands í Tókýó og Íslandsstofu við að koma á samstarfi. „Í febrúar fórum við svo til Tókýó þar sem ég skrifaði undir dreifingarsamninginn,“ segir Alma sem hefur háleit markmið. „Við ætlum ekkert að stoppa við Japan. Við sjáum það á erlendum viðskiptavinum okkar hérlendis að skrímslin eiga klárlega erindi um allan heim. Þau eru öll handgerð þar sem vandað er til verka og fólk kann að meta það.“ Spurð út í hvort hana hafi einhvern tímann grunað að skrímslin myndu ná svona langt segir Alma Björk: „Nei, alls ekki. Í fyrstu var hugsunin bara að gera eitthvað úr afgangsefnum í stað þess að henda þeim. Ég notaði alls kyns búta, afklippur og jafnvel gömul föt í útlimi. En salan fór strax vel af stað og áður en ég vissi af var ég farin að kaupa afgangsull hjá Glófa og góðar saumakonur í bænum voru duglegar að safna afskurði fyrir mig.“ Aðspurð hvar hún sjái skrímslin sín fyrir sér eftir 10 ár segir Alma næstu skref vera að stækka fyrirtækið enn frekar. „Næstu skref hjá okkur eru að stækka fyrirtækið, gefa út fleiri bækur og koma upp skrímslasmiðjum bæði hérlendis og erlendis.“ Nýverið kom svo út bók um skrímslin, bókin Skrímslin í Hraunlandi. „Í bókinni „Skrímslin í Hraunlandi“ fylgjumst við með því hvernig skrímslin þurftu að flýja heimili sín, torfbæina, sökum tækninnar og þurfa nú að læra að lifa af í íslenskri náttúru. Útgáfa bókarinnar á íslensku er liður í því að vaxa meira á innlendum markaði. Með bókinni viljum við kynna skrímslin betur fyrir íslenskum börnum enda hafa skrímslin tengingu í íslenska arfleifð og náttúru ásamt því að boða umhverfisvernd. Þannig fá börnin tækifæri til að kynnast þessum málefnum á skemmtilegan hátt.“
Tíska og hönnun Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira