Spáir illa á fyrsta degi í rjúpu Karl Lúðvíksson skrifar 26. október 2017 11:06 Fyrsti veiðidagur þar sem heimilt er að ganga til rjúpna er á morgun og það verður að segjast eins og er að ekki spáir vel í veðri svona á fyrsta degi. Á vef Veðurstofu Íslands er veðurspá morgundagsins sem segir "Hægt vaxandi suðvestanátt og þykknar upp, 15-25 m/s undir kvöld, hvassast norðantil og á Suðausturlandi. Víða súldarloft um landið vestanvert en rigning í nótt, og talsverð um tíma um landið norðvestanvert til morguns. Dregur úr vindi og úrkomu fyrst norðvestanlands í fyrramálið. Vestlæg átt, 5-10 m/s síðdegis á morgun og úrkomulítið víðast hvar, og léttir til austanlands annað kvöld. Hiti 3 til 10 stig að deginum hlýjast austantil." Það verður sem sagt hlýtt, hvasst og blautt en það þykir afleitt veður til rjúpnaveiða. Það skánar þó heldur mikið veðrið um helgina og bæði laugardag og sunnudag er spáin einstaklega góð um allt land og það má því reikna með fjölmenni á veiðislóð báða dagana en eins og skyttur landsins muna eftir var ótíðin heldur mikil á tímabilinu í fyrra og margir dagar af þessum tólf þar sem veiði er heimil voru ónýtir vegna veðurs. Þetta hefur ýtt undur þá háværu kröfu að núverandi fyrirkomulag valdi því að menn haldi oft út í vafasöm skilyrði. Veiðimenn hafa bent á að veiðiálag eykst ekki mikið með fjölgun veiðidaga heldur dreifist álagið meira. Við óskum veiðimönnum og veiðikonum um allt land góðs gengis á morgun og minnum alla á að vera vel búin, láta vita af ferðum sínum, vera með talstöðvar/síma og GPS tæki. Mest lesið Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði 64 sm bleikja í Lónsá Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði
Fyrsti veiðidagur þar sem heimilt er að ganga til rjúpna er á morgun og það verður að segjast eins og er að ekki spáir vel í veðri svona á fyrsta degi. Á vef Veðurstofu Íslands er veðurspá morgundagsins sem segir "Hægt vaxandi suðvestanátt og þykknar upp, 15-25 m/s undir kvöld, hvassast norðantil og á Suðausturlandi. Víða súldarloft um landið vestanvert en rigning í nótt, og talsverð um tíma um landið norðvestanvert til morguns. Dregur úr vindi og úrkomu fyrst norðvestanlands í fyrramálið. Vestlæg átt, 5-10 m/s síðdegis á morgun og úrkomulítið víðast hvar, og léttir til austanlands annað kvöld. Hiti 3 til 10 stig að deginum hlýjast austantil." Það verður sem sagt hlýtt, hvasst og blautt en það þykir afleitt veður til rjúpnaveiða. Það skánar þó heldur mikið veðrið um helgina og bæði laugardag og sunnudag er spáin einstaklega góð um allt land og það má því reikna með fjölmenni á veiðislóð báða dagana en eins og skyttur landsins muna eftir var ótíðin heldur mikil á tímabilinu í fyrra og margir dagar af þessum tólf þar sem veiði er heimil voru ónýtir vegna veðurs. Þetta hefur ýtt undur þá háværu kröfu að núverandi fyrirkomulag valdi því að menn haldi oft út í vafasöm skilyrði. Veiðimenn hafa bent á að veiðiálag eykst ekki mikið með fjölgun veiðidaga heldur dreifist álagið meira. Við óskum veiðimönnum og veiðikonum um allt land góðs gengis á morgun og minnum alla á að vera vel búin, láta vita af ferðum sínum, vera með talstöðvar/síma og GPS tæki.
Mest lesið Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði 64 sm bleikja í Lónsá Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði