Hrekkjavökusjúk og skreytir allt hátt og lágt Guðný Hrönn skrifar 28. október 2017 11:00 Sigga Dögg og Benjamín Leó Hermannsson. VÍSIR/ANTON BRINK Sigga Dögg Arnardóttir er ein þeirra sem halda hátíðlega upp á hrekkjavöku og hún segir sjálfa sig vera „hrekkjavökusjúka“. Hún heldur metnaðarfull hrekkjavökupartí árlega og mun halda slíkt partí um helgina. Hún byrjaði að undirbúa partíið í ágúst.Metnaðarfullar skreytingar taka á móti þeim sem heimsækja Siggu.vísir/anton brink„Ég ólst upp í Keflavík og sem krakkar þá fengum við alltaf að fara upp á völl og ganga í hús á hrekkjavökunni. Þannig að þetta er bara svolítið mikilvægur hluti af minni æsku,“ segir Sigga Dögg spurð út í hvaðan áhugi hennar á hrekkjavökunni kemur. Þegar Sigga Dögg eignaðist svo börn fór hrekkjavökuáhugi hennar á flug fyrir alvöru. „Ég byrjaði að halda hrekkjavökupartí þegar ég var komin með börn og í ár byrjaði ég sko að skipuleggja partíið mitt í ágúst og ég skreytti í byrjun október.“ Sigga Dögg mun halda hrekkjavökupartí um helgina, á kosningahelginni. „Kosningarnar eru að eyðileggja hrekkjavökupartíið mitt. Ég ætla sko ekki að hafa neina pólitík í mínu partíi,“ grínast Sigga og hlær. „En þetta er nú krakkapartí fyrst og fremst. Ég legg mikið upp úr því að þetta sé fyrir börnin.“Köngulær skríða upp um alla veggi á heimili Siggu í október.vísir/anton brinkAðspurð hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir það fólk sem langar að halda hrekkjavökupartí á næstunni leggur Sigga Dögg áherslu á mikilvægi skreytinga.„Ekki vanmeta skreytingar. Þær eru mjög mikilvægar.“ „Sem betur fer hafa búðir hérna á Íslandi aldeilis tekið við sér hvað þetta varðar.“ Spurð út í hvar hún kaupi helst skreytingar nefnir Sigga Tiger, Bónus, Nettó, Toys 'R' Us, Allt í köku og AliExpress sem dæmi. Svo mælir Sigga Dögg með að leita innblásturs á Pinterest. „Ég er mjög öflugur pinnari, á Pinterest. Þar leynist innblásturinn.“ Hrekkjavaka Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Sigga Dögg Arnardóttir er ein þeirra sem halda hátíðlega upp á hrekkjavöku og hún segir sjálfa sig vera „hrekkjavökusjúka“. Hún heldur metnaðarfull hrekkjavökupartí árlega og mun halda slíkt partí um helgina. Hún byrjaði að undirbúa partíið í ágúst.Metnaðarfullar skreytingar taka á móti þeim sem heimsækja Siggu.vísir/anton brink„Ég ólst upp í Keflavík og sem krakkar þá fengum við alltaf að fara upp á völl og ganga í hús á hrekkjavökunni. Þannig að þetta er bara svolítið mikilvægur hluti af minni æsku,“ segir Sigga Dögg spurð út í hvaðan áhugi hennar á hrekkjavökunni kemur. Þegar Sigga Dögg eignaðist svo börn fór hrekkjavökuáhugi hennar á flug fyrir alvöru. „Ég byrjaði að halda hrekkjavökupartí þegar ég var komin með börn og í ár byrjaði ég sko að skipuleggja partíið mitt í ágúst og ég skreytti í byrjun október.“ Sigga Dögg mun halda hrekkjavökupartí um helgina, á kosningahelginni. „Kosningarnar eru að eyðileggja hrekkjavökupartíið mitt. Ég ætla sko ekki að hafa neina pólitík í mínu partíi,“ grínast Sigga og hlær. „En þetta er nú krakkapartí fyrst og fremst. Ég legg mikið upp úr því að þetta sé fyrir börnin.“Köngulær skríða upp um alla veggi á heimili Siggu í október.vísir/anton brinkAðspurð hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir það fólk sem langar að halda hrekkjavökupartí á næstunni leggur Sigga Dögg áherslu á mikilvægi skreytinga.„Ekki vanmeta skreytingar. Þær eru mjög mikilvægar.“ „Sem betur fer hafa búðir hérna á Íslandi aldeilis tekið við sér hvað þetta varðar.“ Spurð út í hvar hún kaupi helst skreytingar nefnir Sigga Tiger, Bónus, Nettó, Toys 'R' Us, Allt í köku og AliExpress sem dæmi. Svo mælir Sigga Dögg með að leita innblásturs á Pinterest. „Ég er mjög öflugur pinnari, á Pinterest. Þar leynist innblásturinn.“
Hrekkjavaka Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira