Matvöruverslunin Víðir til sölu Hörður Ægisson skrifar 11. október 2017 08:00 Fyrsta verslun Víðis var opnuð í Skeifunni 2011. Vísir/Ernir Eigendur matvöruverslunarinnar Víðis, sem rekur fimm verslanir á höfuðborgarsvæðinu, leita nú að fjárfestum til að kaupa allt hlutafé félagsins. Þannig hafa forsvarsmenn Víðis að undanförnu sett sig í samband við mögulega fjárfesta í því skyni að kanna áhuga þeirra á að gera tilboð í verslunina, samkvæmt heimildum Markaðarins. Víðir er í eigu Eiríks Sigurðarsonar kaupmanns og eiginkonu hans, Helgu Gísladóttur, en þau opnuðu fyrstu Víðisverslunina árið 2011 í Skeifunni. Í dag starfrækir Víðir einnig verslanir við Hringbraut í Vesturbæ, Ingólfsstræti, Borgartúni og á Garðatorgi í Garðabæ. Eiríkur hefur oft verið kenndur við 10-11, sem hann stofnaði á sínum tíma, en hann seldi síðar verslanakeðjuna til Haga. Rekstur Víðis hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum. Eftir tæplega 13 milljóna króna tap á rekstrinum árið 2015 skilaði verslunin hins vegar um 49 milljóna hagnaði í fyrra. Afkoma Víðis fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam þá 112 milljónum borið saman við 16 milljónir á árinu 2015. Heildarvelta Víðis var 2.270 milljónir í fyrra og dróst lítillega saman á milli ára. Heildareignir Víðis voru um 680 milljónir í árslok 2016 en eigið fé félagsins aðeins um 70 milljónir. Eiginfjárhlutfall Víðis er því um tíu prósent. Heildarskuldir verslunarinnar eru rúmlega 600 milljónir og þar á meðal er um 200 milljónabankaskuld. Matvöruverslunin, rétt eins og aðrar verslanir á dagvörumarkaði, hefur ekki farið varhluta af innkomu Costco á markað hérlendis sem hefur endurspeglast í lakari afkomu af rekstri verslunarinnar á undanförnum mánuðum, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Þannig hefur hlutabréfaverð Haga, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss og Hagkaups, lækkað í verði um ríflega 30 prósent frá opnun Costco og hefur félagið í tvígang sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram hefur komið að sölusamdráttur hafi orðið í júní og júlí og vísað til þess að breytt samkeppnisumhverfi hafi haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins. Gert er ráð fyrir því að EBITDA Haga verði um 20 prósentum lægri á öðrum fjórðungi rekstrarársins en á sama tíma fyrir ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Eigendur matvöruverslunarinnar Víðis, sem rekur fimm verslanir á höfuðborgarsvæðinu, leita nú að fjárfestum til að kaupa allt hlutafé félagsins. Þannig hafa forsvarsmenn Víðis að undanförnu sett sig í samband við mögulega fjárfesta í því skyni að kanna áhuga þeirra á að gera tilboð í verslunina, samkvæmt heimildum Markaðarins. Víðir er í eigu Eiríks Sigurðarsonar kaupmanns og eiginkonu hans, Helgu Gísladóttur, en þau opnuðu fyrstu Víðisverslunina árið 2011 í Skeifunni. Í dag starfrækir Víðir einnig verslanir við Hringbraut í Vesturbæ, Ingólfsstræti, Borgartúni og á Garðatorgi í Garðabæ. Eiríkur hefur oft verið kenndur við 10-11, sem hann stofnaði á sínum tíma, en hann seldi síðar verslanakeðjuna til Haga. Rekstur Víðis hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum. Eftir tæplega 13 milljóna króna tap á rekstrinum árið 2015 skilaði verslunin hins vegar um 49 milljóna hagnaði í fyrra. Afkoma Víðis fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam þá 112 milljónum borið saman við 16 milljónir á árinu 2015. Heildarvelta Víðis var 2.270 milljónir í fyrra og dróst lítillega saman á milli ára. Heildareignir Víðis voru um 680 milljónir í árslok 2016 en eigið fé félagsins aðeins um 70 milljónir. Eiginfjárhlutfall Víðis er því um tíu prósent. Heildarskuldir verslunarinnar eru rúmlega 600 milljónir og þar á meðal er um 200 milljónabankaskuld. Matvöruverslunin, rétt eins og aðrar verslanir á dagvörumarkaði, hefur ekki farið varhluta af innkomu Costco á markað hérlendis sem hefur endurspeglast í lakari afkomu af rekstri verslunarinnar á undanförnum mánuðum, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Þannig hefur hlutabréfaverð Haga, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss og Hagkaups, lækkað í verði um ríflega 30 prósent frá opnun Costco og hefur félagið í tvígang sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram hefur komið að sölusamdráttur hafi orðið í júní og júlí og vísað til þess að breytt samkeppnisumhverfi hafi haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins. Gert er ráð fyrir því að EBITDA Haga verði um 20 prósentum lægri á öðrum fjórðungi rekstrarársins en á sama tíma fyrir ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira