Gucci hættir að nota alvöru loð Ritstjórn skrifar 11. október 2017 22:00 Glamour/Getty Eitt stærsta tískuhús heims, Gucci, hefur bannað og hætt allri notkun á alvöru loðfeldi, samkvæmt tilkynningu frá tískuhúsinu. ,,Sköpunargáfuna er hægt að nýta í margt, og hægt er að fara í margar aðrar áttir en að nota loð," segir Marco Bizzarri, forseti Kering samsteypunnar, sem á Gucci. Samkvæmt tískuhúsinu er alvöru loð einfaldlega ekki lengur í tísku og að margt fólk hafi ekki löngun í að kaupa alvöru loðfeld lengur. Munu þeir skipta loðfeldinum út fyrir gerviloð, ullarefni og önnur efni sem verið er að þróa. Gucci fetar í fótspor fyrirtækja eins og Calvin Klein, Ralph Lauren, Stella McCartney og Armani, sem öll eru loð-laus, ef svo má að orði komast. Vonandi að önnur tískuhús fari að tileinka sér þessa stefnu. Alessandro Michele, listrænn stjórnandi Gucci Mest lesið Kanye kemur til móts við skipuleggjendur tískuvikunnar í New York Glamour Tískusystur sameinast á forsíðu breska Vogue Glamour Brooklyn Beckham og Chloe Grace Moretz hætt saman Glamour Hedi Slimane kveður Saint Laurent Glamour Faðir Amy Schumer táraðist þegar hann hitti Goldie Hawn Glamour Gucci sækir innblástur til Tokyo í nýrri herferð Glamour "Umræðan er orðin svo hatursfull og sjúk.“ Glamour Scarlett Johansson að skilja við eiginmann sinn? Glamour Kendall hrædd um eigin heilsu Glamour Nicolas Ghesquiére á förum frá Louis Vuitton? Glamour
Eitt stærsta tískuhús heims, Gucci, hefur bannað og hætt allri notkun á alvöru loðfeldi, samkvæmt tilkynningu frá tískuhúsinu. ,,Sköpunargáfuna er hægt að nýta í margt, og hægt er að fara í margar aðrar áttir en að nota loð," segir Marco Bizzarri, forseti Kering samsteypunnar, sem á Gucci. Samkvæmt tískuhúsinu er alvöru loð einfaldlega ekki lengur í tísku og að margt fólk hafi ekki löngun í að kaupa alvöru loðfeld lengur. Munu þeir skipta loðfeldinum út fyrir gerviloð, ullarefni og önnur efni sem verið er að þróa. Gucci fetar í fótspor fyrirtækja eins og Calvin Klein, Ralph Lauren, Stella McCartney og Armani, sem öll eru loð-laus, ef svo má að orði komast. Vonandi að önnur tískuhús fari að tileinka sér þessa stefnu. Alessandro Michele, listrænn stjórnandi Gucci
Mest lesið Kanye kemur til móts við skipuleggjendur tískuvikunnar í New York Glamour Tískusystur sameinast á forsíðu breska Vogue Glamour Brooklyn Beckham og Chloe Grace Moretz hætt saman Glamour Hedi Slimane kveður Saint Laurent Glamour Faðir Amy Schumer táraðist þegar hann hitti Goldie Hawn Glamour Gucci sækir innblástur til Tokyo í nýrri herferð Glamour "Umræðan er orðin svo hatursfull og sjúk.“ Glamour Scarlett Johansson að skilja við eiginmann sinn? Glamour Kendall hrædd um eigin heilsu Glamour Nicolas Ghesquiére á förum frá Louis Vuitton? Glamour