Gott að gleyma sér í söng Elín Albertsdóttir skrifar 12. október 2017 14:00 Þórdís Birna Borgarsdóttir, söngkona og námsmaður hefur tvisvar verið þátttakandi í Söngvakeppni sjónvarpsins. MYND/ERNIR Þórdís Birna Borgarsdóttir er Keflvíkingur sem fyrst vakti athygli í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra og síðan aftur á þessu ári þegar hún söng lagið Heim til þín ásamt þáverandi kærasta sínum, Júlí Heiðari. Þórdís Birna stundar nú nám af fullum krafti og segist ekki hafa mikinn tíma fyrir söng. Hún er í meistaranámi í hagnýtri sálfræði. „Ég er alltaf að syngja öðru hverju en námið gengur fyrir eins og er,“ segir hún. Ég ákvað reyndar að skrá mig í Háskólakórinn sem er nýtt söngform fyrir mér þar sem ég hef ekki mikið verið í hópsöng. Það er nauðsynlegt að gleyma sér í söng og næra sálina í leiðinni.“ Þótt nokkuð sé liðið frá Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2016 eru margir sem muna eftir rauðum samfestingi sem Þórdís Birna klæddist í keppninni. Hún pantaði hann á netinu frá bandarískri verslun og lét síðan breyta honum eftir eigin smekk. „Ég fékk ótrúlega góð viðbrögð við þessum klæðnaði enda kom hann vel út á skjánum,“ segir hún. „Í vetur klæddist ég bláum kjól í keppninni sem ég pantaði líka á netinu. Mér leið vel í þessum fötum á sviðinu.“ Hún segist samt ekki vera neitt sérstakt tískufrík. „Meirihlutinn af fötunum mínum eru íþróttaföt frá Nike en þegar ég kaupi mér hversdagsföt byrja ég yfirleitt í Zöru. Ég reyni að klæða mig í föt sem henta vexti mínum og líður best þannig. Annars er fatastíllinn minn mjög látlaus, aðallega til að koma í veg fyrir meiriháttar tískuslys,“ útskýrir Þórdís. „Ég er nokkuð dugleg að endurnýja fataskápinn og reyni að fylgjast eitthvað með en mér þætti best ef einhver myndi bara sjá um þetta fyrir mig.“Þórdís Birna Borgarsdóttir söngkona segist ekki vera tískufrík en hún var flott þegar hún steig á svið í Söngvakeppni Sjónvarpsins.Hún stundar bootcamp af fullum krafti og finnst nauðsynlegt að mæta á æfingar og gleyma erfiðu námi stundarkorn. Þórdís Birna hefur mikinn áhuga á mat og mataræði og velur að borða hollan og næringarríkan mat. „Ég var til dæmis að gerast félagi í nýjum matarklúbbi en við ætlum að hittast reglulega og borða góðan mat. Það er margt spennandi að gerast hjá mér og bráðum kemur jólafrí. Matarklúbburinn stefnir á að fara til Parísar í matarævintýraferð. Ég hef gaman af því að prófa mig áfram með grænmetisrétti, sérstaklega með baunum. Ég borða helst ekki kjöt og vonast til að matarklúbburinn leiði mig áfram í gerð grænmetisrétta. Mér finnst mjög gaman að elda.“ Þórdís Birna aftekur ekki að taka þátt í Söngvakeppinni aftur en henni fannst reynslan af keppninni mjög skemmtileg. Hún og Júlí Heiðar eru mjög góðir vinir og hafa unnið mikið saman. Þórdís á alveg von á að þau geri það áfram þótt þau séu ekki lengur kærustupar.Rauði samfestingurinn vakti mikla athygli.Þórdís lærði upphaflega söng í heimabænum. „Ég tók mikinn þátt í leikritum þegar ég var í grunnskóla,“ segir hún en Verzlunarskólinn varð síðan fyrir valinu þar sem hún tók þátt í þremur nemendauppfærslum. „Ég er ekkert mikið að reyna að koma mér á framfæri í söng þessa dagana enda á sálfræðin hug minn allan. Þetta fag heillaði mig og ég er mjög ánægð með að hafa valið það. Ég stefni á að vinna við sálfræðina í framtíðinni,“ segir Þórdís Birna sem örugglega á eftir að láta að sér kveða bæði í söngnum og sálfræðinni. Eurovision Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Sjá meira
Þórdís Birna Borgarsdóttir er Keflvíkingur sem fyrst vakti athygli í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra og síðan aftur á þessu ári þegar hún söng lagið Heim til þín ásamt þáverandi kærasta sínum, Júlí Heiðari. Þórdís Birna stundar nú nám af fullum krafti og segist ekki hafa mikinn tíma fyrir söng. Hún er í meistaranámi í hagnýtri sálfræði. „Ég er alltaf að syngja öðru hverju en námið gengur fyrir eins og er,“ segir hún. Ég ákvað reyndar að skrá mig í Háskólakórinn sem er nýtt söngform fyrir mér þar sem ég hef ekki mikið verið í hópsöng. Það er nauðsynlegt að gleyma sér í söng og næra sálina í leiðinni.“ Þótt nokkuð sé liðið frá Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2016 eru margir sem muna eftir rauðum samfestingi sem Þórdís Birna klæddist í keppninni. Hún pantaði hann á netinu frá bandarískri verslun og lét síðan breyta honum eftir eigin smekk. „Ég fékk ótrúlega góð viðbrögð við þessum klæðnaði enda kom hann vel út á skjánum,“ segir hún. „Í vetur klæddist ég bláum kjól í keppninni sem ég pantaði líka á netinu. Mér leið vel í þessum fötum á sviðinu.“ Hún segist samt ekki vera neitt sérstakt tískufrík. „Meirihlutinn af fötunum mínum eru íþróttaföt frá Nike en þegar ég kaupi mér hversdagsföt byrja ég yfirleitt í Zöru. Ég reyni að klæða mig í föt sem henta vexti mínum og líður best þannig. Annars er fatastíllinn minn mjög látlaus, aðallega til að koma í veg fyrir meiriháttar tískuslys,“ útskýrir Þórdís. „Ég er nokkuð dugleg að endurnýja fataskápinn og reyni að fylgjast eitthvað með en mér þætti best ef einhver myndi bara sjá um þetta fyrir mig.“Þórdís Birna Borgarsdóttir söngkona segist ekki vera tískufrík en hún var flott þegar hún steig á svið í Söngvakeppni Sjónvarpsins.Hún stundar bootcamp af fullum krafti og finnst nauðsynlegt að mæta á æfingar og gleyma erfiðu námi stundarkorn. Þórdís Birna hefur mikinn áhuga á mat og mataræði og velur að borða hollan og næringarríkan mat. „Ég var til dæmis að gerast félagi í nýjum matarklúbbi en við ætlum að hittast reglulega og borða góðan mat. Það er margt spennandi að gerast hjá mér og bráðum kemur jólafrí. Matarklúbburinn stefnir á að fara til Parísar í matarævintýraferð. Ég hef gaman af því að prófa mig áfram með grænmetisrétti, sérstaklega með baunum. Ég borða helst ekki kjöt og vonast til að matarklúbburinn leiði mig áfram í gerð grænmetisrétta. Mér finnst mjög gaman að elda.“ Þórdís Birna aftekur ekki að taka þátt í Söngvakeppinni aftur en henni fannst reynslan af keppninni mjög skemmtileg. Hún og Júlí Heiðar eru mjög góðir vinir og hafa unnið mikið saman. Þórdís á alveg von á að þau geri það áfram þótt þau séu ekki lengur kærustupar.Rauði samfestingurinn vakti mikla athygli.Þórdís lærði upphaflega söng í heimabænum. „Ég tók mikinn þátt í leikritum þegar ég var í grunnskóla,“ segir hún en Verzlunarskólinn varð síðan fyrir valinu þar sem hún tók þátt í þremur nemendauppfærslum. „Ég er ekkert mikið að reyna að koma mér á framfæri í söng þessa dagana enda á sálfræðin hug minn allan. Þetta fag heillaði mig og ég er mjög ánægð með að hafa valið það. Ég stefni á að vinna við sálfræðina í framtíðinni,“ segir Þórdís Birna sem örugglega á eftir að láta að sér kveða bæði í söngnum og sálfræðinni.
Eurovision Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Sjá meira