Andri jafnaði metið og Víkingur féll Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. október 2017 06:00 Bjarni Ólafur Eiríksson lyftir 21. Íslandsmeistarabikar Valsmanna á loft vísir/anton brink Lokaumferð Pepsi deildar karla var spiluð á laugardag, og ríkti mikil spenna fyrir hana. Andri Rúnar Bjarnason gat jafnað eða bætt markametið, ÍBV og Víkingur Ó. kepptust um að halda sæti sínu í deildinni að ári og FH gat rænt öðru sæti deildarinnar af Stjörnunni. Það fór svo að Andri Rúnar skoraði eitt mark og jafnaði metið, FH mistókst að taka annað sætið og var það því í fyrsta skipti síðan 2002 sem FH lendir ekki í öðru tveggja efstu sætanna. Víkingi Ó. mistókst að vinna ÍA og féll því úr efstu deild með andstæðingunum frá Akranesi. Það var mikil pressa á Bolvíkingnum Andra Rúnari Bjarnasyni fyrir leik Grindavíkur gegn Fjölni í gær. Andri Rúnar hafði skorað 18 mörk á tímabilinu og var beðið með eftirvæntingu hvort hann næði að jafna, eða jafnvel bæta, hið langlífa 19 marka met. Andri fékk frábært tækifæri til þess þegar Grindavík fékk vítaspyrnu á 20. mínútu leiksins. Hann brenndi hins vegar af vítinu og allt útlit var fyrir að markið myndi ekki koma. En allt kom fyrir ekki og skoraði Andri Rúnar sigurmark Grindavíkur á 88. mínútu leiksins og er kominn í hinn fræga 19 marka klúbb. „Þetta er mikill léttir, mjög mikill. Það var komin ágætis pressa frá ykkur öllum og fínt að jafna þetta. Ég var kominn með krampa þegar tuttugu mínútur voru eftir en ég var allan tímann bara að hugsa um að skora og það tókst,“ sagði Andri Rúnar eftir leikinn í gær. Hann sagði einnig að hugurinn leitaði út í atvinnumennsku, en ef hann yrði áfram á Íslandi á næsta tímabili myndi hann skora 20 mörk og slá metið.Andra Rúnari Bjarnasyni var færður gullskórinn frá Adidas eftir sigur Grindvíkinga.vísir/silja úlfarsdóttirFyrir leiki helgarinnar munaði einu stigi á ÍBV og Víkingi Ó. í 10. og 11. sæti deildarinnar. Vestmannaeyingar fengu KA í heimsókn á Hásteinsvöll og Ólsarar fóru á Skipaskaga og mættu föllnum ÍA-mönnum. ÍBV átti ekki í neinum vandræðum með Akureyringa og unnu 3-0 sigur og tryggðu sér sæti í deild þeirra bestu að ári. Á meðan vantaði allt líf í Ólsara og var ekki að sjá á leik þeirra að þeir væru að berjast fyrir lífi sínu. Leikurinn á Akranesi endaði í markalausu jafntefli og liðin af Vesturlandi fara saman í Inkasso deildina að ári. „Ég er bara mjög ánægður, við spiluðum mjög vel í dag og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum að gera. Ég hafði engar áhyggjur af þessu, án gríns, þú getur rætt við hvern sem er hérna í Vestmannaeyjum að ég var búinn að segja „3-0 og ég skora tvö,“ og það var einmitt það sem gerðist í dag,“ sagði Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson eftir leikinn. Hann endaði sem markahæstur manna ÍBV með 10 mörk á tímabilinu. Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó. sagðist ekki vita hvort hann myndi halda áfram með liðið eftir tímabilið. Hann var að vonum ekki sáttur með úrslitin, en samt stoltur af sínu liði. „Þetta er kannski ekki eins sárt að vita til þess að ÍBV hafi unnið sinn leik sannfærandi, fyrst við náðum ekki að klára okkar leik. Ég er samt áður ánægður með mitt lið, frammistöðuna, viljann og baráttu og allt saman. Eins og ég segi, mér fannst við gera nóg til að skora eitt mark. Það er kannski ekki margt meira að segja um það,“ sagði Ejub eftir leikinn.Niðurlútur Ejub gengur af velli á AkranesiVísir/Hanna AndrésdóttirÞað gerðist síðast fyrir 15 árum að FH endaði ekki í öðru tveggja efstu sætanna í deildinni. Þeir voru í þriðja sæti fyrir lokaumferðina en gátu stolið öðru sætinu af Garðbæingum ef þeir ynnu Breiðablik og Stjarnan tapaði fyrir KR í Vesturbænum. Það fór hins vegar svo að Stjarnan vann sinn leik, en FH tapaði fyrir Blikum og enduðu í þriðja sæti deildarinnar. Ekki alslæmur árangur, en vonbrigðatímabil fyrir fráfarandi Íslandsmeistara. „Það þarf bara að fara í einhverja vinnu núna. Við leikmenn þurfum bara að líta í eigin barm. Við getum ekki verið sáttir með þessa frammistöðu. Við þurfum að skoða hvað hefur farið úrskeiðis og hvað við getum gert til að koma sterkari til leiks að ári,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH eftir leikinn. Hann segir leikmennina verða að bera ábyrgð, hún liggi ekki öll hjá þjálfaranum. „Það er ekki hann sem hefur verið inni á vellinum í sumar og það erum við leikmennirnir sem þurfum að axla ábyrgð á þessu.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Lokaumferð Pepsi deildar karla var spiluð á laugardag, og ríkti mikil spenna fyrir hana. Andri Rúnar Bjarnason gat jafnað eða bætt markametið, ÍBV og Víkingur Ó. kepptust um að halda sæti sínu í deildinni að ári og FH gat rænt öðru sæti deildarinnar af Stjörnunni. Það fór svo að Andri Rúnar skoraði eitt mark og jafnaði metið, FH mistókst að taka annað sætið og var það því í fyrsta skipti síðan 2002 sem FH lendir ekki í öðru tveggja efstu sætanna. Víkingi Ó. mistókst að vinna ÍA og féll því úr efstu deild með andstæðingunum frá Akranesi. Það var mikil pressa á Bolvíkingnum Andra Rúnari Bjarnasyni fyrir leik Grindavíkur gegn Fjölni í gær. Andri Rúnar hafði skorað 18 mörk á tímabilinu og var beðið með eftirvæntingu hvort hann næði að jafna, eða jafnvel bæta, hið langlífa 19 marka met. Andri fékk frábært tækifæri til þess þegar Grindavík fékk vítaspyrnu á 20. mínútu leiksins. Hann brenndi hins vegar af vítinu og allt útlit var fyrir að markið myndi ekki koma. En allt kom fyrir ekki og skoraði Andri Rúnar sigurmark Grindavíkur á 88. mínútu leiksins og er kominn í hinn fræga 19 marka klúbb. „Þetta er mikill léttir, mjög mikill. Það var komin ágætis pressa frá ykkur öllum og fínt að jafna þetta. Ég var kominn með krampa þegar tuttugu mínútur voru eftir en ég var allan tímann bara að hugsa um að skora og það tókst,“ sagði Andri Rúnar eftir leikinn í gær. Hann sagði einnig að hugurinn leitaði út í atvinnumennsku, en ef hann yrði áfram á Íslandi á næsta tímabili myndi hann skora 20 mörk og slá metið.Andra Rúnari Bjarnasyni var færður gullskórinn frá Adidas eftir sigur Grindvíkinga.vísir/silja úlfarsdóttirFyrir leiki helgarinnar munaði einu stigi á ÍBV og Víkingi Ó. í 10. og 11. sæti deildarinnar. Vestmannaeyingar fengu KA í heimsókn á Hásteinsvöll og Ólsarar fóru á Skipaskaga og mættu föllnum ÍA-mönnum. ÍBV átti ekki í neinum vandræðum með Akureyringa og unnu 3-0 sigur og tryggðu sér sæti í deild þeirra bestu að ári. Á meðan vantaði allt líf í Ólsara og var ekki að sjá á leik þeirra að þeir væru að berjast fyrir lífi sínu. Leikurinn á Akranesi endaði í markalausu jafntefli og liðin af Vesturlandi fara saman í Inkasso deildina að ári. „Ég er bara mjög ánægður, við spiluðum mjög vel í dag og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum að gera. Ég hafði engar áhyggjur af þessu, án gríns, þú getur rætt við hvern sem er hérna í Vestmannaeyjum að ég var búinn að segja „3-0 og ég skora tvö,“ og það var einmitt það sem gerðist í dag,“ sagði Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson eftir leikinn. Hann endaði sem markahæstur manna ÍBV með 10 mörk á tímabilinu. Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó. sagðist ekki vita hvort hann myndi halda áfram með liðið eftir tímabilið. Hann var að vonum ekki sáttur með úrslitin, en samt stoltur af sínu liði. „Þetta er kannski ekki eins sárt að vita til þess að ÍBV hafi unnið sinn leik sannfærandi, fyrst við náðum ekki að klára okkar leik. Ég er samt áður ánægður með mitt lið, frammistöðuna, viljann og baráttu og allt saman. Eins og ég segi, mér fannst við gera nóg til að skora eitt mark. Það er kannski ekki margt meira að segja um það,“ sagði Ejub eftir leikinn.Niðurlútur Ejub gengur af velli á AkranesiVísir/Hanna AndrésdóttirÞað gerðist síðast fyrir 15 árum að FH endaði ekki í öðru tveggja efstu sætanna í deildinni. Þeir voru í þriðja sæti fyrir lokaumferðina en gátu stolið öðru sætinu af Garðbæingum ef þeir ynnu Breiðablik og Stjarnan tapaði fyrir KR í Vesturbænum. Það fór hins vegar svo að Stjarnan vann sinn leik, en FH tapaði fyrir Blikum og enduðu í þriðja sæti deildarinnar. Ekki alslæmur árangur, en vonbrigðatímabil fyrir fráfarandi Íslandsmeistara. „Það þarf bara að fara í einhverja vinnu núna. Við leikmenn þurfum bara að líta í eigin barm. Við getum ekki verið sáttir með þessa frammistöðu. Við þurfum að skoða hvað hefur farið úrskeiðis og hvað við getum gert til að koma sterkari til leiks að ári,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH eftir leikinn. Hann segir leikmennina verða að bera ábyrgð, hún liggi ekki öll hjá þjálfaranum. „Það er ekki hann sem hefur verið inni á vellinum í sumar og það erum við leikmennirnir sem þurfum að axla ábyrgð á þessu.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira