Rúnar: KR vill alltaf vera í toppbaráttu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2017 17:30 Rúnar ásamt Kristni Kjærnested, formanni knattspyrnudeildar KR. vísir/vilhelm Rúnar Kristinsson er tekinn við KR á nýjan leik og á að koma félaginu aftur í fremstu röð. Rúnar skrifaði undir þriggja ára samning við KR í dag. Hann tekur við af Willum Þór Þórssyni. KR endaði í 4. sæti Pepsi-deildar karla á síðasta tímabili og komst ekki í Evrópukeppni í fyrsta sinn í áratug. Árangurinn olli vonbrigðum enda miklu til tjaldað í Vesturbænum. „Við vitum allir hvað KR stendur fyrir. KR vill alltaf vera í toppbaráttu. Félagið gekk í gegnum erfitt ár sem við þurfum að snúa við og breyta. Við þurfum að koma KR aftur í Evrópukeppni, reyna að bæta árangurinn frá því í sumar og stefna hærra,“ sagði Rúnar í samtali við íþróttadeild í dag. Rúnar gerir ráð fyrir að einhverjar breytingar verði á leikmannahópi KR fyrir næsta tímabil.Leikmenn að renna út á samningi „Já, nánast eins og á hverju ári. Það verða einhverjar breytingar og hreyfingar. Við munum missa einhverja leikmenn, það eru einhverjir að renna út á samningi og það þarf að skoða þau mál. Á sama tíma þurfum við að sjá hvar við þurfum að styrkja okkur til að vera með frambærilegt lið á næsta ári,“ sagði Rúnar sem segir mikilvægt að koma KR aftur í Evrópukeppni. „KR hefur verið þar samfleytt í 10 ár. Það er sárt að ná ekki þeim áfanga en auðvitað koma mögur ár á milli. Við þurfum bara að vera snöggir að snúa þessu við og bæta okkur og styrkja.“ Rúnar er einn af dáðustu sonum KR. Hann lék með liðinu á árunum 1987-94 og 2007 og þjálfaði það svo með frábærum árangri á árunum 2010-14. Á þeim tíma varð KR tvisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari.Erfið ákvörðun Rúnar, sem var látinn taka pokann sinn hjá Lokeren í ágúst, segir að hann hafi þurft tíma til að hugsa næstu skref hjá sér en á endanum hafi verið erfitt að hafna KR. „Ákvörðunin var mjög erfið. Maður lenti í áfalli að missa starfið úti í Belgíu. Við fjölskyldan ákváðum nokkuð fljótlega eftir það að flytja aftur heim og bíða átekta. Það voru ýmsir möguleikar í stöðunni en á endanum er erfitt að segja nei við KR. Þetta er mitt uppeldisfélag. Auðvitað þurfti ég umhugsunartíma en á endanum valdi ég að koma aftur til KR,“ sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar tekur aftur við KR-liðinu Rúnar Kristinsson er aftur orðinn þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann var kynntur sem nýr þjálfari liðsins á blaðamannafundi í Frostaskjóli í dag. 3. október 2017 14:00 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Rúnar Kristinsson er tekinn við KR á nýjan leik og á að koma félaginu aftur í fremstu röð. Rúnar skrifaði undir þriggja ára samning við KR í dag. Hann tekur við af Willum Þór Þórssyni. KR endaði í 4. sæti Pepsi-deildar karla á síðasta tímabili og komst ekki í Evrópukeppni í fyrsta sinn í áratug. Árangurinn olli vonbrigðum enda miklu til tjaldað í Vesturbænum. „Við vitum allir hvað KR stendur fyrir. KR vill alltaf vera í toppbaráttu. Félagið gekk í gegnum erfitt ár sem við þurfum að snúa við og breyta. Við þurfum að koma KR aftur í Evrópukeppni, reyna að bæta árangurinn frá því í sumar og stefna hærra,“ sagði Rúnar í samtali við íþróttadeild í dag. Rúnar gerir ráð fyrir að einhverjar breytingar verði á leikmannahópi KR fyrir næsta tímabil.Leikmenn að renna út á samningi „Já, nánast eins og á hverju ári. Það verða einhverjar breytingar og hreyfingar. Við munum missa einhverja leikmenn, það eru einhverjir að renna út á samningi og það þarf að skoða þau mál. Á sama tíma þurfum við að sjá hvar við þurfum að styrkja okkur til að vera með frambærilegt lið á næsta ári,“ sagði Rúnar sem segir mikilvægt að koma KR aftur í Evrópukeppni. „KR hefur verið þar samfleytt í 10 ár. Það er sárt að ná ekki þeim áfanga en auðvitað koma mögur ár á milli. Við þurfum bara að vera snöggir að snúa þessu við og bæta okkur og styrkja.“ Rúnar er einn af dáðustu sonum KR. Hann lék með liðinu á árunum 1987-94 og 2007 og þjálfaði það svo með frábærum árangri á árunum 2010-14. Á þeim tíma varð KR tvisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari.Erfið ákvörðun Rúnar, sem var látinn taka pokann sinn hjá Lokeren í ágúst, segir að hann hafi þurft tíma til að hugsa næstu skref hjá sér en á endanum hafi verið erfitt að hafna KR. „Ákvörðunin var mjög erfið. Maður lenti í áfalli að missa starfið úti í Belgíu. Við fjölskyldan ákváðum nokkuð fljótlega eftir það að flytja aftur heim og bíða átekta. Það voru ýmsir möguleikar í stöðunni en á endanum er erfitt að segja nei við KR. Þetta er mitt uppeldisfélag. Auðvitað þurfti ég umhugsunartíma en á endanum valdi ég að koma aftur til KR,“ sagði Rúnar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar tekur aftur við KR-liðinu Rúnar Kristinsson er aftur orðinn þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann var kynntur sem nýr þjálfari liðsins á blaðamannafundi í Frostaskjóli í dag. 3. október 2017 14:00 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Rúnar tekur aftur við KR-liðinu Rúnar Kristinsson er aftur orðinn þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann var kynntur sem nýr þjálfari liðsins á blaðamannafundi í Frostaskjóli í dag. 3. október 2017 14:00