Argentínumenn í stórhættu á að missa af HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2017 10:30 Útlitið er ekki bjart fyrir Lionel Messi og félaga. Vísir/Getty Argentínska landsliðið er í sjötta sæti í undanriðli undankeppni HM í Suður-Ameríku fyrir lokaumferðina eftir markalaust jafntefli við Perú á heimavelli sínum í nótt. Argentína þarf að vinna lokaleikinn sinn á útivelli á móti Ekvador til að eiga möguleika á því að komast á HM í Rússlandi næsta sumar. Takist það ekki mun Argentína missa af HM en það hefur ekki gerst síðan á HM í Mexíkó 1970. Vinni argentínska landsliðið lokaleikinn sinn í Ekvador þá tryggir liðið sér umspilsleiki á móti Nýja-Sjálandi. Fjórar efstu þjóðirnar í Suður-Ameríku riðlinum komast beint inn á HM en liðið í fimmta sæti fer í umspilsleiki á móti Eyjaálfuþjóð. Lionel Messi var með argentínska landsliðinu í gær en það breytti ekki því að liðið skoraði ekki á heimavelli. Messi átti reyndar skot í stöngina í seinni hálfleik og fékk hrós frá þjálfaranum Jorge Sampaoli fyrir að gefa mikið af sér í leiknum. 49 þúsund manns mættu á leikinn á La Bombonera leikvanginn í Buenos Aries en gátu ekki öskrað sína menn til sigurs. Eftir leikinn eru einmitt Argentína og Perú jöfn að stigum (25) og markatalan er jöfn (+1) en lið Perú hefur skorað fleiri mörk og situr því í umræddu fimmta sæti. Argentínumenn eru í sjötta sæti og það sæti gefur ekki neitt. Það munar hinsvegar ekki miklu á liðunum og í raun aðeins fjórum stigum á liðunum í öðru og sjöunda sæti en Brasilíumenn eru á toppnum og komnir inn á HM. Úrúgvæ er í öðru sæti með 28 stig og Paragvæ er með 24 stig í sjöunda sætinu. Svo gæti því farið að sigur hjá Argentínumönnum í lokaleiknum gæti tryggt þeim eitt af fjórum öruggu sætunum á HM í Rússlandi. Leikurinn í Ekvador fer fram á miðvikudaginn í næstu viku en hann er spilaður í 2900 metra hæð. Argentínumenn hafa tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum þarna og gerðu jafntefli í þeim þriðja. Það má því vissulega hafa áhyggjur af Argentínumönnum sem mæta í þessar öfga aðstæður til að berjast fyrir sæti á HM í Rússlandi 2018. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Argentínska landsliðið er í sjötta sæti í undanriðli undankeppni HM í Suður-Ameríku fyrir lokaumferðina eftir markalaust jafntefli við Perú á heimavelli sínum í nótt. Argentína þarf að vinna lokaleikinn sinn á útivelli á móti Ekvador til að eiga möguleika á því að komast á HM í Rússlandi næsta sumar. Takist það ekki mun Argentína missa af HM en það hefur ekki gerst síðan á HM í Mexíkó 1970. Vinni argentínska landsliðið lokaleikinn sinn í Ekvador þá tryggir liðið sér umspilsleiki á móti Nýja-Sjálandi. Fjórar efstu þjóðirnar í Suður-Ameríku riðlinum komast beint inn á HM en liðið í fimmta sæti fer í umspilsleiki á móti Eyjaálfuþjóð. Lionel Messi var með argentínska landsliðinu í gær en það breytti ekki því að liðið skoraði ekki á heimavelli. Messi átti reyndar skot í stöngina í seinni hálfleik og fékk hrós frá þjálfaranum Jorge Sampaoli fyrir að gefa mikið af sér í leiknum. 49 þúsund manns mættu á leikinn á La Bombonera leikvanginn í Buenos Aries en gátu ekki öskrað sína menn til sigurs. Eftir leikinn eru einmitt Argentína og Perú jöfn að stigum (25) og markatalan er jöfn (+1) en lið Perú hefur skorað fleiri mörk og situr því í umræddu fimmta sæti. Argentínumenn eru í sjötta sæti og það sæti gefur ekki neitt. Það munar hinsvegar ekki miklu á liðunum og í raun aðeins fjórum stigum á liðunum í öðru og sjöunda sæti en Brasilíumenn eru á toppnum og komnir inn á HM. Úrúgvæ er í öðru sæti með 28 stig og Paragvæ er með 24 stig í sjöunda sætinu. Svo gæti því farið að sigur hjá Argentínumönnum í lokaleiknum gæti tryggt þeim eitt af fjórum öruggu sætunum á HM í Rússlandi. Leikurinn í Ekvador fer fram á miðvikudaginn í næstu viku en hann er spilaður í 2900 metra hæð. Argentínumenn hafa tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum þarna og gerðu jafntefli í þeim þriðja. Það má því vissulega hafa áhyggjur af Argentínumönnum sem mæta í þessar öfga aðstæður til að berjast fyrir sæti á HM í Rússlandi 2018.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira