Hafa trú á Andra, FH og ÍBV Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2017 06:00 Stjörnumenn og Eyjamenn berjast á sitt hvorum endanum í lokaumferðinni, Stjarnan um 2. sætið og ÍBV um að bjarga sér frá falli. Fréttablaðið/ Andri Marinó Eyjamenn þekkja það vel að bjarga sér frá falli í lokaumferð Íslandsmótsins og gætu bætt enn einu björgunarafrekinu við í dag. Markametið, annað sætið og sæti í deildinni 2018 eru undir í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. Fréttablaðið hafði samband við menn í þremur þáttum: Stöð2 Sport um Pepsi-deildina, „Pepsi-mörkin“, „Síðustu 20“ og „Teignum“, og fékk þá til að svara þremur stærstu spurningunum í lokaumferðinni. Samkvæmt þeim þá eru mestar líkur á því að FH-ingar nái í silfurverðlaunin, Ólafsvíkingar falli og að Andri Rúnar Bjarnason að minnsta kostið jafni markametið. Frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp árið 1984 hafa Eyjamenn bjargað sér í öll fjögur skiptin þar sem þeir hafa verið í fallbaráttu og ekki fallnir í lokaumferðinni. Það er við hæfi að á aldarfjórðungsafmæli einnar eftirminnilegustu björgunarinnar í sögu deildarinnar mætist sömu lið á sama stað. Fyrir 25 árum mættust ÍBV og KA í lokaumferðinni og áframhaldandi sæti í deildinni var undir. Martin Eyjólfsson var þá hetja Eyjamanna en hann kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk í 2-1 sigri á KA á Hásteinsvellinum. KA-menn urðu aftur á móti að sætta sig við fall. Að þessu sinni eru nýliðar KA löngu öryggir með sæti sitt en heimamenn hafa aðeins eins stigs forskot á Víking úr Ólafsvík í baráttunni um síðasta örugga sætið. Eyjamenn þurftu aftur á hetjudáðum Martins að halda í lokaumferðinni árið eftir (1993) og aftur skoraði hann sigurmarkið sem hélt liðinu í deildinni. ÍBV-liðið bjargaði sér líka í lokaumferðunum 2005 og í fyrra. Bæði liðin í fallhættu í ár gátu einnig fallið í lokaumferðinni fyrir ári síðan en voru þá í betri stöðu. Fylkir sat þá í fallsæti fyrir lokaleikina og tap Árbæinga á KR-vellinum þýddi að úrslitin úr leikjum Eyjamanna (jafntefli við FH) og Ólafsvíkinga (tap fyrir Stjörnunni) skiptu ekki máli. Mikið er búið að skrifa um Andra Rúnar Bjarnason og markametið á síðustu vikum en Bolvíkinginn vantar enn bara eitt mark til að verða fimmti leikmaður sem skorar 19 mörk á tímabili í efstu deild. Andri Rúnar skoraði ekki í síðasta leik norður á Akureyri en er nú á heimavelli þar sem hann hefur skorað í átta leikjum í röð og alls ellefu mörk í þessum átta síðustu leikjum. Á móti kemur að Fjölnir er ásamt Stjörnunni eina liðið í Pepsi-deildinni sem Andri Rúnar hefur ekki skorað á móti í sumar. Liðin hafa að litlu að keppa og því gæti þetta snúist mikið um Andra og markametið. Valsmenn fá Íslandsmeistaratitilinn afhentan eftir leik sinn á móti Víkingi en tvenn silfurverðlaunin verða annaðhvort afhent á KR-velli eða í Kaplakrika. Stjarnan og FH misstu bæði af Íslandsmeistaratitlinum en tryggðu sér Evrópusætið og berjast síðan um annað sætið í dag. FH-liðið hefur verið meðal tveggja efstu í deildinni fjórtán tímabil í röð en Hafnfirðingar eru í þriðja sætinu á markatölu fyrir lokaumferðina. Stjörnumenn geta tekið silfrið annað árið í röð en þurfa að sækja KR-inga heim. FH-ingar taka á móti Blikum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Eyjamenn þekkja það vel að bjarga sér frá falli í lokaumferð Íslandsmótsins og gætu bætt enn einu björgunarafrekinu við í dag. Markametið, annað sætið og sæti í deildinni 2018 eru undir í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. Fréttablaðið hafði samband við menn í þremur þáttum: Stöð2 Sport um Pepsi-deildina, „Pepsi-mörkin“, „Síðustu 20“ og „Teignum“, og fékk þá til að svara þremur stærstu spurningunum í lokaumferðinni. Samkvæmt þeim þá eru mestar líkur á því að FH-ingar nái í silfurverðlaunin, Ólafsvíkingar falli og að Andri Rúnar Bjarnason að minnsta kostið jafni markametið. Frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp árið 1984 hafa Eyjamenn bjargað sér í öll fjögur skiptin þar sem þeir hafa verið í fallbaráttu og ekki fallnir í lokaumferðinni. Það er við hæfi að á aldarfjórðungsafmæli einnar eftirminnilegustu björgunarinnar í sögu deildarinnar mætist sömu lið á sama stað. Fyrir 25 árum mættust ÍBV og KA í lokaumferðinni og áframhaldandi sæti í deildinni var undir. Martin Eyjólfsson var þá hetja Eyjamanna en hann kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk í 2-1 sigri á KA á Hásteinsvellinum. KA-menn urðu aftur á móti að sætta sig við fall. Að þessu sinni eru nýliðar KA löngu öryggir með sæti sitt en heimamenn hafa aðeins eins stigs forskot á Víking úr Ólafsvík í baráttunni um síðasta örugga sætið. Eyjamenn þurftu aftur á hetjudáðum Martins að halda í lokaumferðinni árið eftir (1993) og aftur skoraði hann sigurmarkið sem hélt liðinu í deildinni. ÍBV-liðið bjargaði sér líka í lokaumferðunum 2005 og í fyrra. Bæði liðin í fallhættu í ár gátu einnig fallið í lokaumferðinni fyrir ári síðan en voru þá í betri stöðu. Fylkir sat þá í fallsæti fyrir lokaleikina og tap Árbæinga á KR-vellinum þýddi að úrslitin úr leikjum Eyjamanna (jafntefli við FH) og Ólafsvíkinga (tap fyrir Stjörnunni) skiptu ekki máli. Mikið er búið að skrifa um Andra Rúnar Bjarnason og markametið á síðustu vikum en Bolvíkinginn vantar enn bara eitt mark til að verða fimmti leikmaður sem skorar 19 mörk á tímabili í efstu deild. Andri Rúnar skoraði ekki í síðasta leik norður á Akureyri en er nú á heimavelli þar sem hann hefur skorað í átta leikjum í röð og alls ellefu mörk í þessum átta síðustu leikjum. Á móti kemur að Fjölnir er ásamt Stjörnunni eina liðið í Pepsi-deildinni sem Andri Rúnar hefur ekki skorað á móti í sumar. Liðin hafa að litlu að keppa og því gæti þetta snúist mikið um Andra og markametið. Valsmenn fá Íslandsmeistaratitilinn afhentan eftir leik sinn á móti Víkingi en tvenn silfurverðlaunin verða annaðhvort afhent á KR-velli eða í Kaplakrika. Stjarnan og FH misstu bæði af Íslandsmeistaratitlinum en tryggðu sér Evrópusætið og berjast síðan um annað sætið í dag. FH-liðið hefur verið meðal tveggja efstu í deildinni fjórtán tímabil í röð en Hafnfirðingar eru í þriðja sætinu á markatölu fyrir lokaumferðina. Stjörnumenn geta tekið silfrið annað árið í röð en þurfa að sækja KR-inga heim. FH-ingar taka á móti Blikum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00