Pape um kynþáttafordóma í sinn garð: „Nota gamaldags orð eins og surtur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2017 09:40 Pape Mamadou Faye í leik gegn Fylki á síðustu leiktíð. vísir/ernir „Ég hafði ekki hugmynd um hvað kynþáttahatur var fyrr en ég flutti til Íslands,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta í viðtali í DV, en Pape er einn af þeim sem mun taka til máls á ráðstefnu í Hörpu í dag sem ber heitið: „Hatursorðræða í íslensku samfélagi.“ Pape segir frá kynþáttaníði í hans garð á Ísland í viðtalinu en þessi öflugi framherji flutti frá Senegal til Íslands þegar að hann var ellefu ára gamall. Hann byrjaði Val en fór síðar í Fylki. Hann segist strax hafa orðið fyrir fordómum, sér í lagi frá foreldrum drengja úr liðum andstæðinganna. „Þetta gerðist oftar þegar ég var yngri. Þegar að maður er lítill er auðveldara að brjóta mann niður. Sum af þessum orðum særa mig meira en N-orðið. Þau notuðu gamaldagsorð eins og surtur,“ segir Pape. Pape segist hafa fengið beina morðhótun í SMS-skeyti fyrir leik gegn Fjölni og voru sérstakar ráðstafanir gerðar fyrir þann leik þar sem tveir lögreglubílar vöktuðu svæðið. Fjölgun ferðamanna á Íslandi hefur gert líf Pape auðveldara en á árum áður var starað á hann hvert sem hann fór. Hann segir fólk forðast það að sitja við hliðina á honum í strætisvögnum. Helst eru fordómarnir áberandi í sundi. „Í hverri sundlaug er yfirleitt einn pottur með þægilegasta hitastiginu sem flestir eru í. Ég hef oft lent í því að ef ég sest í heitan pott tæmist hann á tveimur mínútum,“ segir Pape Mamadou Faye. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
„Ég hafði ekki hugmynd um hvað kynþáttahatur var fyrr en ég flutti til Íslands,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta í viðtali í DV, en Pape er einn af þeim sem mun taka til máls á ráðstefnu í Hörpu í dag sem ber heitið: „Hatursorðræða í íslensku samfélagi.“ Pape segir frá kynþáttaníði í hans garð á Ísland í viðtalinu en þessi öflugi framherji flutti frá Senegal til Íslands þegar að hann var ellefu ára gamall. Hann byrjaði Val en fór síðar í Fylki. Hann segist strax hafa orðið fyrir fordómum, sér í lagi frá foreldrum drengja úr liðum andstæðinganna. „Þetta gerðist oftar þegar ég var yngri. Þegar að maður er lítill er auðveldara að brjóta mann niður. Sum af þessum orðum særa mig meira en N-orðið. Þau notuðu gamaldagsorð eins og surtur,“ segir Pape. Pape segist hafa fengið beina morðhótun í SMS-skeyti fyrir leik gegn Fjölni og voru sérstakar ráðstafanir gerðar fyrir þann leik þar sem tveir lögreglubílar vöktuðu svæðið. Fjölgun ferðamanna á Íslandi hefur gert líf Pape auðveldara en á árum áður var starað á hann hvert sem hann fór. Hann segir fólk forðast það að sitja við hliðina á honum í strætisvögnum. Helst eru fordómarnir áberandi í sundi. „Í hverri sundlaug er yfirleitt einn pottur með þægilegasta hitastiginu sem flestir eru í. Ég hef oft lent í því að ef ég sest í heitan pott tæmist hann á tveimur mínútum,“ segir Pape Mamadou Faye.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira