Sandra: Hvetjum atvinnurekendur til að hleypa fólki fyrr heim úr vinnunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. september 2017 08:00 Sandra María ætlar sér að lyfta bikarnum eftirsótta um kvöldmatarleytið. vísir/eyþór Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, segir að það sé mikil stemning fyrir leik dagsins á Akureyri og allt sé gert til þess að hjálpa fólki að komast á völlinn í tíma. Staðan fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild kvenna er þannig að bæði Þór/KA og Breiðablik geta orðið meistarar. Þór/KA þarf að vinna sinn leik en takist það ekki þá geta Blikar stolið titlinum. „Það er rosalega mikil tilhlökkun hjá öllum,“ segir Sandra María en leikurinn gegn FH hefst klukkan 16.15 og þá eru ansi margir fastir í vinnu eða að skutlast með börnin sín. „Við höfum verið að hvetja atvinnurekendur til þess að hleypa fólki fyrr heim úr vinnunni svo það geti séð leikinn. Hann er auðvitað á asnalegum tíma og leiðinlegt því það á að gera mikið í kringum leikinn. Það verður stuðningsmannasveit í stúkunni með trommur og læti meðal annars. Það á að gera allt sem er hægt til þess að skapa sem besta stemningu á leiknum.“ Miðað við tímasetninguna má búast við því að margir komist ekki fyrr en á seinni hálfleik en það verður kveikt á grillinu og allir velkomnir, hvenær svo sem þeir komast. „Það er leiðinlegt að þetta sé svona því það er mikið undir.“ Þór/KA gat tryggt sér titilinn um síðustu helgi en tapaði óvænt, 3-2, gegn Grindavík. Þar af leiðandi er spenna í dag. „Við erum búnar að hrista vonbrigðin af okkur og þetta var ágætis vakning. Alveg eins og þegar við töpuðum í Eyjum fyrr í sumar. Leikurinn gegn Stjörnunni sem kom í kjölfarið var einn okkar besti leikur í sumar. Við erum að tækla þetta mótlæti eins og við gerðum þá. Við erum að reyna að nýta okkur pirringinn og vonbrigðin til þess að peppa okkur. Það er góð blanda af spennu og tilhlökkun í hópnum,“ segir Sandra ákveðin og segir liðið alls ekki vera að fara á taugum. „Engan veginn. Þetta er bara eins og hver annar fótboltaleikur nema það er aðeins meira undir. Það er því enn meiri vilji til þess að hafa hausinn í lagi.“ FH kemur í heimsókn til Akureyrar og getur eyðilagt teitið þar í bæ. Lið FH er ólseigt og tapaði 0-1 í fyrri leiknum gegn norðanstúlkum. „Þar skoraði fimmtán ára stelpa sigurmarkið fyrir okkur í lokin og við vitum því vel að þetta verður hörkuleikur. Þetta er alls ekki komið. Við erum ekki búnir að taka á móti titlinum en stefnum að sjálfsögðu að því.“ Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, segir að það sé mikil stemning fyrir leik dagsins á Akureyri og allt sé gert til þess að hjálpa fólki að komast á völlinn í tíma. Staðan fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild kvenna er þannig að bæði Þór/KA og Breiðablik geta orðið meistarar. Þór/KA þarf að vinna sinn leik en takist það ekki þá geta Blikar stolið titlinum. „Það er rosalega mikil tilhlökkun hjá öllum,“ segir Sandra María en leikurinn gegn FH hefst klukkan 16.15 og þá eru ansi margir fastir í vinnu eða að skutlast með börnin sín. „Við höfum verið að hvetja atvinnurekendur til þess að hleypa fólki fyrr heim úr vinnunni svo það geti séð leikinn. Hann er auðvitað á asnalegum tíma og leiðinlegt því það á að gera mikið í kringum leikinn. Það verður stuðningsmannasveit í stúkunni með trommur og læti meðal annars. Það á að gera allt sem er hægt til þess að skapa sem besta stemningu á leiknum.“ Miðað við tímasetninguna má búast við því að margir komist ekki fyrr en á seinni hálfleik en það verður kveikt á grillinu og allir velkomnir, hvenær svo sem þeir komast. „Það er leiðinlegt að þetta sé svona því það er mikið undir.“ Þór/KA gat tryggt sér titilinn um síðustu helgi en tapaði óvænt, 3-2, gegn Grindavík. Þar af leiðandi er spenna í dag. „Við erum búnar að hrista vonbrigðin af okkur og þetta var ágætis vakning. Alveg eins og þegar við töpuðum í Eyjum fyrr í sumar. Leikurinn gegn Stjörnunni sem kom í kjölfarið var einn okkar besti leikur í sumar. Við erum að tækla þetta mótlæti eins og við gerðum þá. Við erum að reyna að nýta okkur pirringinn og vonbrigðin til þess að peppa okkur. Það er góð blanda af spennu og tilhlökkun í hópnum,“ segir Sandra ákveðin og segir liðið alls ekki vera að fara á taugum. „Engan veginn. Þetta er bara eins og hver annar fótboltaleikur nema það er aðeins meira undir. Það er því enn meiri vilji til þess að hafa hausinn í lagi.“ FH kemur í heimsókn til Akureyrar og getur eyðilagt teitið þar í bæ. Lið FH er ólseigt og tapaði 0-1 í fyrri leiknum gegn norðanstúlkum. „Þar skoraði fimmtán ára stelpa sigurmarkið fyrir okkur í lokin og við vitum því vel að þetta verður hörkuleikur. Þetta er alls ekki komið. Við erum ekki búnir að taka á móti titlinum en stefnum að sjálfsögðu að því.“ Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira