Ólafía lék á pari á fyrsta degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2017 16:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á vellinum í dag. Vísir/Þorsteinn Ólafía Þórunn Kristinnsdóttir byrjaði ágætlega á Evian-mótinu í Frakklandi, síðasta risamóti ársins í kvennagolfinu. Hún lék á pari í dag og var í 38. sæti þegar hún kom í hús. Fresta varð leik í gær vegna veðurs og hófst mótið því ekki fyrr en í dag. Mótinu lýkur engu að síður á sunnudag og verður því aðeins þrír hringir leiknir á mótinu. Niðurskurðurinn fer fram að loknum öðrum keppnisdegi og komast þá 70 efstu kylfingarnir áfram á síðasta keppnisdag. Ólafía stendur því vel að vígi sem stendur. Hún spilaði vel í dag en mestu munaði um að hún fékk þrjá fugla í röð á 13.-15. holu en Ólafía hóf í dag keppni á þeirri tíundu. Ólafía sló sérstaklega vel af teig og hitti flestar brautir. Hún náði þó ekki öðrum fugli fyrr en á síðustu holu sinni í dag en fékk þess fyrir utan fjóra skolla. Hún hefur leik klukkan 06.39 í fyrramálið á íslenskum tíma en bein útsending hefst á Golfstöðinni klukkan 09.00. Fylgst var með gengi Ólafíu í beinni textalýsingu sem má lesa hér fyrir neðan.
Ólafía Þórunn Kristinnsdóttir byrjaði ágætlega á Evian-mótinu í Frakklandi, síðasta risamóti ársins í kvennagolfinu. Hún lék á pari í dag og var í 38. sæti þegar hún kom í hús. Fresta varð leik í gær vegna veðurs og hófst mótið því ekki fyrr en í dag. Mótinu lýkur engu að síður á sunnudag og verður því aðeins þrír hringir leiknir á mótinu. Niðurskurðurinn fer fram að loknum öðrum keppnisdegi og komast þá 70 efstu kylfingarnir áfram á síðasta keppnisdag. Ólafía stendur því vel að vígi sem stendur. Hún spilaði vel í dag en mestu munaði um að hún fékk þrjá fugla í röð á 13.-15. holu en Ólafía hóf í dag keppni á þeirri tíundu. Ólafía sló sérstaklega vel af teig og hitti flestar brautir. Hún náði þó ekki öðrum fugli fyrr en á síðustu holu sinni í dag en fékk þess fyrir utan fjóra skolla. Hún hefur leik klukkan 06.39 í fyrramálið á íslenskum tíma en bein útsending hefst á Golfstöðinni klukkan 09.00. Fylgst var með gengi Ólafíu í beinni textalýsingu sem má lesa hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira