Eiður Smári hættur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2017 22:23 Eiður Smári Guðjohnsen hefur spilað sinn síðasta keppnisleik á fótboltaferlinum. Þetta kemur fram í viðtalsþættinum 1 á 1 með Gumma Ben sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. Eiður hefur ekkert spilað síðan hann yfirgaf Molde í byrjun ágúst á síðasta ári. Seinna í mánuðinum samdi hann við Pune City á Indlandi en meiðsli komu í veg fyrir að hann spilaði með liðinu.Eiði bauðst að spila með Breiðabliki seinni hluta tímabilsins í Pepsi-deildinni en hafnaði því. „Ég held að ég muni aldrei hætta í fótbolta. Ég mun mæta á æfingar og leika mér. Ég mun spila fótbolta þangað til ég get ekki labbað. En með atvinnumannaknattspyrnu, ég held að það sé löngu ljóst. Það er ár síðan ég spilaði síðast og ég er enn stífur þegar ég vakna á morgnana,“ sagði Eiður þegar Gummi spurði hann hvort hann væri hættur. Eiður, sem verður 39 ára síðar í mánuðinum, átti langan og farsælan feril. Hann skaust fram á sjónarsviðið með Val árið 1994, aðeins 15 ára gamall, og fór í kjölfarið til PSV Eindhoven í Hollandi.Eiður Smári lék í sex ár með Chelsea og varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með liðinu.vísir/gettyEiður lenti í erfiðum meiðslum en komst aftur á ferðina með Bolton Wanderers. Þaðan var hann seldur til Chelsea þar sem hann lék í sex ár. Eiður lék alls 261 leiki fyrir Chelsea og skoraði 78 mörk. Hann varð Englandsmeistari með liðinu 2005 og 2006 og vann deildabikarinn 2005. Eiður gekk í raðir Barcelona sumarið 2006. Hann lék í þrjú ár með Katalóníuliðinu. Á síðasta tímabili sínu með Barcelona vann Eiður þrennuna svokölluðu; spænsku úrvalsdeildina, spænsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur unnið Meistaradeildina. Eiður fór víða á síðustu árunum á ferlinum og lék í Frakklandi, Englandi, Grikklandi, Belgíu, Kína og Noregi. Eiður lék sinn fyrsta landsleik 1996 þegar hann kom inn á fyrir föður sinn, Arnór Guðjohnsen, í vináttulandsleik gegn Eistlandi. Eiður lék alls 88 landsleiki og skoraði 26 mörk. Hann er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Eiður var í íslenska liðinu sem fór á EM í Frakklandi í fyrra. Hann kom við sögu í tveimur af fimm leikjum Íslands á mótinu. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eiður Smári í 1 á 1: Af hverju vildi hann ekki fara til Breiðabliks? Eiður Smári Guðjohnsen er gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1 á 1 í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 22:10 og verður sýndur á Stöð 2 Sport HD. 8. september 2017 19:38 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen hefur spilað sinn síðasta keppnisleik á fótboltaferlinum. Þetta kemur fram í viðtalsþættinum 1 á 1 með Gumma Ben sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. Eiður hefur ekkert spilað síðan hann yfirgaf Molde í byrjun ágúst á síðasta ári. Seinna í mánuðinum samdi hann við Pune City á Indlandi en meiðsli komu í veg fyrir að hann spilaði með liðinu.Eiði bauðst að spila með Breiðabliki seinni hluta tímabilsins í Pepsi-deildinni en hafnaði því. „Ég held að ég muni aldrei hætta í fótbolta. Ég mun mæta á æfingar og leika mér. Ég mun spila fótbolta þangað til ég get ekki labbað. En með atvinnumannaknattspyrnu, ég held að það sé löngu ljóst. Það er ár síðan ég spilaði síðast og ég er enn stífur þegar ég vakna á morgnana,“ sagði Eiður þegar Gummi spurði hann hvort hann væri hættur. Eiður, sem verður 39 ára síðar í mánuðinum, átti langan og farsælan feril. Hann skaust fram á sjónarsviðið með Val árið 1994, aðeins 15 ára gamall, og fór í kjölfarið til PSV Eindhoven í Hollandi.Eiður Smári lék í sex ár með Chelsea og varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með liðinu.vísir/gettyEiður lenti í erfiðum meiðslum en komst aftur á ferðina með Bolton Wanderers. Þaðan var hann seldur til Chelsea þar sem hann lék í sex ár. Eiður lék alls 261 leiki fyrir Chelsea og skoraði 78 mörk. Hann varð Englandsmeistari með liðinu 2005 og 2006 og vann deildabikarinn 2005. Eiður gekk í raðir Barcelona sumarið 2006. Hann lék í þrjú ár með Katalóníuliðinu. Á síðasta tímabili sínu með Barcelona vann Eiður þrennuna svokölluðu; spænsku úrvalsdeildina, spænsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur unnið Meistaradeildina. Eiður fór víða á síðustu árunum á ferlinum og lék í Frakklandi, Englandi, Grikklandi, Belgíu, Kína og Noregi. Eiður lék sinn fyrsta landsleik 1996 þegar hann kom inn á fyrir föður sinn, Arnór Guðjohnsen, í vináttulandsleik gegn Eistlandi. Eiður lék alls 88 landsleiki og skoraði 26 mörk. Hann er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Eiður var í íslenska liðinu sem fór á EM í Frakklandi í fyrra. Hann kom við sögu í tveimur af fimm leikjum Íslands á mótinu.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eiður Smári í 1 á 1: Af hverju vildi hann ekki fara til Breiðabliks? Eiður Smári Guðjohnsen er gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1 á 1 í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 22:10 og verður sýndur á Stöð 2 Sport HD. 8. september 2017 19:38 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Eiður Smári í 1 á 1: Af hverju vildi hann ekki fara til Breiðabliks? Eiður Smári Guðjohnsen er gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1 á 1 í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 22:10 og verður sýndur á Stöð 2 Sport HD. 8. september 2017 19:38