Toyota innkallar 314 Toyota Hilux Finnur Thorlacius skrifar 30. ágúst 2017 09:49 Toyota Hilux. Neytendastofu hefur borist tilkynning um að Toyota muni innkalla 314 Toyota Hilux á Íslandi framleidda á tímabilinu apríl 2016 til febrúar 2017. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að í einstaka bílum geti festing sem heldur rafleiðslum aftan við stýrisöxul verið laus. Sé festingin laus er möguleiki að rafleiðslurnar nái að rekast utan í stýrisöxulinn og þegar stýri er snúið valdi það skemmdum á þeim, sem í versta mögulega tilfelli, getur orsakað að vélin drepi á sér. Bílarnir verða kallaðir inn og ísetning rafleiðslna kannað. Í bílum sem greinast með lausa festingu verður festing rafleiðslna tryggð og rafleiðslur lagfærðar eða endurnýjaðar eftir atvikum gerist þess þörf, eigendum að kostnaðarlausu. Toyota á Íslandi mun hafa samband við viðeigandi bifreiðaeigendur. Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við næsta viðurkennda þjónustuaðila Toyota ef þeir eru í vafa. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent
Neytendastofu hefur borist tilkynning um að Toyota muni innkalla 314 Toyota Hilux á Íslandi framleidda á tímabilinu apríl 2016 til febrúar 2017. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að í einstaka bílum geti festing sem heldur rafleiðslum aftan við stýrisöxul verið laus. Sé festingin laus er möguleiki að rafleiðslurnar nái að rekast utan í stýrisöxulinn og þegar stýri er snúið valdi það skemmdum á þeim, sem í versta mögulega tilfelli, getur orsakað að vélin drepi á sér. Bílarnir verða kallaðir inn og ísetning rafleiðslna kannað. Í bílum sem greinast með lausa festingu verður festing rafleiðslna tryggð og rafleiðslur lagfærðar eða endurnýjaðar eftir atvikum gerist þess þörf, eigendum að kostnaðarlausu. Toyota á Íslandi mun hafa samband við viðeigandi bifreiðaeigendur. Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við næsta viðurkennda þjónustuaðila Toyota ef þeir eru í vafa.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent